Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

mánudagur, maí 16, 2005

Super-Dagskrá

Já há það má segja að það verður brjálað að gera hjá manni í þessari viku... Sjónvarpsdagskráin er alveg full af skemmtilegu efni sem maður má bara ekki missa af :)
Þetta byrjar allt á miðvikudaginn þegar 18 þátturinn af Lost verður sýndur... Þetta eru alveg rosa spennó þættir og maður tímir/má sko ekki að missa af neinum þætti!!!
Svo á fimmtudaginn er nátturulega undankeppnin í eurovision og þar sem hún Selma er keppa verður maður nú að horfa á hana!!!
Á föstudaginn er svo seinasti Idol þátturinn og maður má sko alls ekki missa af honum!!!
Á laugardaginn er Eurovision keppnin sjálf og þar sem Selma á örugglega eftir að koma sér í hana þá verður maður auðvitað að horfa á hana!!!
Á sunnudaginn er svo seinasti Big Brother þátturinn og tilkynnt hver vinnur!!!
Brjálað stuð hjá okkur ;)

Á morgun er 17 maí, þjóðhátíðardagur Norðmanna... Það verður alveg brjáluð stemning í allri Osló og ég og Veigar ætlum að mæta tímalega til að sjá Kóngafólkið veifa frá svölunum sínum.
Það var alveg brjáluð stemning seinast og býst alveg við svipaðri núna.

Veðrið er búið að vera klikkað hérna... það var spáð rigningu hjá okkur í gær en hún lét hvergi sjá sig og gat ég verið í sólbaði útá svölunum hjá mér allan daginn. Kom ekki einu sinni skýjahnoðri :)
Í dag er hins vegar skýjað...But that´s okey ;)

Ég get ekki beðið eftir nýja grillinu okkar... ætlum að fara á laugardaginn og ná í það. Verður sko grillað í Eurovision partýinu okkar :)

Ætla ekki að hafa þetta lengra í dag... heyrumst hress og kát seinna :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home