Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

sunnudagur, maí 22, 2005

Helgaryfirlit !!!

Jæja, ætla að blogga smá núna, þótt að klukkan sé hálf tvö (um nóttina), þá var tengdó eitthvað að kvarta um að ég bloggi lítið... Þannig að tengdó "this is for you" ;) Híhí

Sunnudagskvöld og helgin búin trúlega hjá flestum... Mætti samt halda að hún sé að byrja hjá Veixa. Það eru alltaf leikir á sunnudögum þannig að ef strákarnir ætla eitthvað að hittast þá þurfa þeir að gera það á sunnudagskvöldum, sem er nátturulega ekkert að því sérstaklega þegar þeir vinna!!!
Stabæk var að keppa í dag og leikurinn endaði 4-2 fyrir Stabæk :)
Það var alveg helv. cool í hálfleiknum, það komu 6 brjálæðingar í fallhlífum og lentu á vellinum... Ég fékk reyndar smá sjokk, eða flest allir þarna, það kom einn þeirra alveg á svona 50 kílómetra hraða niður og ég hélt að hann ætlaði að fara að brjóta á sér labbirnar en hann rétt náði að hægja á sér og lenti fínt... ég var byrjuð að dansa fugladansinn í von um að hann mundi fljúga aftur upp... vá hvað mér brá, var alveg í smá sjokki eftir þetta :)

Hey við erum búin að kaupa grill... sem alveg svínvirkar. Keyptum það á föstudaginn og buðum Stebba í mat með því skilyrði að hann mundi hjálpa Veigari að setja það saman ;) Strákarnir náðu að setja það saman gallalaust og svo var bara steikinni hent á grillið. Alveg ljómandi og svo grillaður banani með súkkulaði og rjóma fyrir mig í eftirrétt... jammí
Síðan var horft á úrstlitaþáttinn í Idol, þar sem Jorun vann, var alveg ágæt... ekki meira en það.

Laugardagurinn fór mest allur í leti vegna veðurs, dimmt yfir öllu og rigning, þetta er svona dagur sem maður getur sitið bara inni allan daginn og lesið bók og haft það kósý. Um kveldið var síðan horft á Júró... og grillað. Gleymdum okkur aðeins og grilluðum klukkan tíu :)
Júró var síðan alveg ágætt, var svosem sama um hver mundi vinna, var bara sátt við að Noregur þarf ekki að taka þátt í undankeppninni á næsta ári. Hefði samt alveg viljað sjá þá ofar.

En ný vika framundan og ég er að spá í að vera dugleg í ræktinni þessa viku (þar að segja ef að kortið mitt er ekki orðið útrunnið), hef eitthvað verið að slóra að undanförnu... úpps

Ég ætlaði að hafa þetta stutt en einhvernvegin næ ég alltaf að koma með heilu ritgerðirnar...
Þannig að ég segi : Bless, ekkert stress og étiðið kex... helst matarkex.... ummm mig langar í þannig allavega :)

Stuðboltakveðja frá Írisi...

1 Comments:

  • At 8:55 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hvað ertu bara hætt að blogga? Bíð eftir einhverju frá þér :)

     

Skrifa ummæli

<< Home