Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

fimmtudagur, júní 09, 2005

Allt að gerast !!!

Horfðu ekki allir á landsleikinn í fótbolta í gær??? Ég var ekkert smá ánægð og reyndar smá stressuð þegar Veigar sagði að hann væri byrjunarmaður... Ég og tengdó skelltum okkur auðvitað og vorum komnar með þeim fyrstu þarna... voða miklir stuðningsmenn. Ég var ekkert smá stressuð fyrstu mínúturnar... líkaminn minn skalf úr stressi. Eftir fyrstu snertingu hjá Veigari þá róaðist ég niður og horfði á þennan góða leik hjá karlinum. Stóð sig alveg einsog hetja, lagði upp eitt og skoraði eitt. Ég held að fólk hafi litið á okkur Gunnu þegar hann skoraði... við öskruðum og hoppuðum og föðmuðumst... Vá hvað við vorum ánægðar ;)
En Ísland vann flottan sigur, 4-1 gegn Möltu.
En úr þessu drama í annað drama... Þegar ég hugsa um þetta verð ég pirruð... aarrrgg.
Þarsíðustu jól gaf Veigar mér voða fallegt gullarmband... þeir vildu ekki minka það fyrir mig og ekki skipta því fyrir mig... ok svo áður en ég kem heim til Ísland fer ég að kíkja á það, ætla að taka það með og láta einhvern annan athuga hvort hægt væri að minnka það, en þá er það brotið í öskjunni... þetta er armband sem ég hef aldrei notað... aldrei. Ég tek það með heim og þeir ætluðu að laga þetta fyrir mig... en svo þegar ég kem þarna við í dag og ætla að sækja það þá er ekki hægt að gera við það... og stúlkan segir bara að þetta er ónýtt og þau geta ekkert gert... Ég varð brjáluð... spurði hvenær þessi blessaði verslunarstjóri væri við og ég ætla sko að fara þarna á morgun og láta heyra í mér. Ég ætla ekki að gefast upp og ég ætla mér að fá þetta armband annaðhvort lagað eða fá innleggsnótu. Þetta er þriðja armbandið sem ég fer með þarna til þeirra... ég á innleggsnótu núþegar uppá 13.000 og ég hef bara engan áhuga að fá mér eitthvað úr þessari búð og hananú.
Núna er ég hætt að tuða...

Ég skutlaði Veigari áðan útá völl... hann er trúlega kominn heim núna. Það verður alveg brjálað stuð í íbúðinni okkar næstu daga... Stebbi og Harpa og gríslingarnir tveir ætla að fá að gista hjá okkur í viku, eða þangað til að gámurinn þeirra kemur. Svo kemur Bryndís Inga með mér á laugardaginn út þannig að hún þarf væntalega að sofa í sófanum í viku :)

En ég ætla að fara að gera mig til... er að fara í saumó til Hröbbu og ég ætla að segja hinum stelpunum leyndóið mitt :) Ég ég skal segja ykkur það fljótlega... þið sem ekki vitið!!!

Íris kveður

1 Comments:

  • At 2:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gaman gaman.. leyndó leyndó :) :) :) en allavega til hamingju með kallinn.. hann var ROSA flottur í leiknum! Ég alveg æpti þegar hann skoraði.. "ég þekki hann, ég þekki hann" ;)

     

Skrifa ummæli

<< Home