Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

sunnudagur, júlí 03, 2005

Sunnudagur til sælu ;)

Sunnudagskvöld og ég og Veigar vorum að koma heim eftir að hafa skutlað Gunnu og Bibbu uppá völl :( Ég átti mjög erfitt með að kveðja (hormónarnir alveg á fullu núna) og þurfti að flýta mér útí bíl áður en ég mundi fara háskæla þarna ;) En það var alveg æðislegt að hafa þær hjá okkur og ég vil bara þakka fyrir góðar stundir og ég er strax farin að sakna ykkar ;)
Í gær var rosa gaman... byrjuðum á að fara á Aker Bryggu og setumst þar úti í 26 stiga hita. Veigar og Gunna fengu sér bjór en ég og Bibba vorum bara í kókinu. Síðan gerði Gunna seinustu kaupin sín... ég held að hún hafi fengið smá kaupæði hérna úti... ekki annað hægt þar sem allt var á útsölu. Síðan fórum við heim og við bökuðum köku og svona voða gaman. Spiluðum síðan Póker með nýju pókerpeningunum hans Veigars... Kenntum Bibbu póker og núna er hún orðin algjör snillingur í því ;)

Á morgun er síðan mánudagur og ég var búin að ákveða að gera ekki neitt... aðeins að jafna mig á öllum búðarferðunum og svona :) En þá hringdi Harpa og spurði hvort ég nennti ekki að koma með henni að versla og ég gat ekki sagt annað en Jáááá :)
Á þriðjudaginn ætla ég að slappa af og á miðvikudaginn ætla ég að byrja aftur í ræktinni.

Annars er allt gott að frétta af litla Babyinu. Ég er byrjuð að finna fyrir spörkum... og alveg helling af þeim. Það er voða krúttlegt. Alltaf þegar ég finn fyrir þeim þá kalla ég á Veigar svona til þess að hann geti líka fundið en nei nei þá er bara allt búið. Þannig að greyið Veigar hefur ekki fundið fyrir neinu sparki ennþá.
Fólk hefur myndað sér ýmsar skoðanir á hvort ég gangi með stelpu eða strák... Harpa og Stebbi halda að þetta sé stelpa en Gunna heldur að þetta sé strákur... Hvað haldið þið ???
Fólk er alveg þvílíkt að hlusta og reyna að taka eftir hvort við segjum hann eða hún og halda alltaf að þarna misstum við það útúr okkur. Maður nær ekki einu sinni að klára setningar því það hrópar : haha þú sagðir hann / hún... hehe

En ég nenni ekki að hafa þetta lengra í dag... heyrumst seinna :)

5 Comments:

  • At 9:27 f.h., Blogger Heiða said…

    Stelpa ;)

     
  • At 12:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Stelpa segi ég en ég held að Magga og Garðar eigi von á strák!!!

    Kv, Sigga

     
  • At 3:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég held að þetta sé stelpa :)

     
  • At 5:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég held að þetta sé stelpa.. :)

     
  • At 5:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Okey Dokey... ég sé að margir halda það þetta sé stelpa :)

     

Skrifa ummæli

<< Home