Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

föstudagur, júlí 15, 2005

2 dagar í Ísland :0)

Aðeins tveir dagar þangað til við komum heim :) Við erum orðinn ekkert smá spennt. Ætli dagskráin verði ekki fullskipulögð, einsog alltaf. Alveg ótrúlegt hvað tíminn er samt fljótur að líða á Íslandi.

En það er annars allt gott að frétta af okkur. Erum bara búin að vera gera hitt og þetta seinustu daga. Aðalega liggja í sólbaði. Það verður samt voða lítið legið í dag, enda skýjað og spáð rigningu, sem mér finnst bara fínt. Grösin eru ekki lengur græn, heldur gul útaf vökvaleysi. Ég var að spá í að rölta þá bara niðrá Aker Brygge, versla sem þarf að versla áður en við förum heim. Svo þarf maður að fara að pakka og taka til líka.

Í gær ætluðum við að fara í bíó á SinCity... lögðum af stað og vorum kominn útá freeway þegar það er bara þessi þvílíka umferð. Bílarnir hreyfðust ekkert. Svoldið skrítið því það var fimmtudagskvöld og klukkan var níu. Ætluðum að prufa aðra leið en hún var jafn stopp og hin. Hlustuðum síðan á fréttirnar, þá hafði sprungið gastangur við bensínstöð sem liggur við veginn... það er aldeilis. Var samt engin mannskaði, en vegurinn alveg lokaður.
Við fórum bara heim og leigðum myndina Ray. Hún var ekkert smá góð, og það kom mér á óvart hvernig maður Ray Charles var. Dópisti og átti nokkur viðhöld. Ég sá hann alltaf fyrir mér þessi blindi krúttlegi gamli maður :) En ég mæli með þessari mynd.

Annars er allt gott að frétta af litla bumbukrílinu. Ég er í dag hálfnuð með meðgönguna... 20 vikur búnar og 20 vikur eftir. Ég aftur á móti er alveg að drepast í bakinu. Veit ekki hvað hefur komið fyrir mig. Ég er að spá í að vera voða góð við sjálfan mig og fara í meðgöngunudd þegar ég kem heim.

Ég kveð í bili... heyrumst / eða sjáumst seinna ;)

5 Comments:

  • At 11:37 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hæ hæ það verður geðveikt að fá ykkur heim og hlakka ég mikið til að sjá ykkur og líka að sjá þig gudda þessu litlu og penu sætu stelpu vera orðin stór og myndarleg. Var annars líka að spá hvort myndavélin væri komin til ykkar? Og hvað ég skulda ykkur fyrir póstinn.

     
  • At 1:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hehe... En sambandi með myndavélina, þá vorum við að ná í hana núna bara rétt áðan. Komum með hana heim á sunnudaginn ;)

     
  • At 2:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    sé þig á sunnudaginn :D

     
  • At 4:28 e.h., Blogger Heiða said…

    Sjáumst :) Ég ætla svo að halda saumó þegar þú kemur einhvern tíma í næstu viku ;)

     
  • At 8:20 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Lýst ótrúlega vel á það :)
    Sjáumst fljótlega ;)

     

Skrifa ummæli

<< Home