Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Er sumarið búið???

Ég er ekki alveg sátt með veðurspánna hérna næstu daga... engin sól og kalt!!! Er sumarið bara búið???
Það er annars búið að vera voða mikið fjör hjá okkur seinustu daga... maður hefur varla tíma til að skrifa í dagbókina. Á laugardaginn þá fórum við að horfa á Stebba keppa, eftir leikinn fórum við til Stebba og Hörpu og Glenn og Tune komi líka. Við sátum úti á palli, það var borðað gotterí og drukkið (ég bara í kókinu) Glenn og Tune fóru eitthvað um tólf en við fjórmenningarnir sátum til klukkan fjögur úti á palli og það var bara alltof mikið helgið. Þegar það var byrjað að birta aftur þá var tími til að koma sér heim. Í lokinn var Gísli vaknaður og fékk aðeins að vera með í partýinu.
Síðan á sunnudeginum þá var sofið lengi frameftir og tekið því bara rólega.
Veigar var síðan að keppa á mánudeginum, og ég aðal stuðningsmaðurinn hans var auðvitað mætt á svæðið og kallinn stóð sig bara ógó vel, einsog alltaf.
Í gær var síðan vaknað snemma, ég fór í læknisskoðun og allt lítur bara mjög vel út, litla babyið alltaf á fullu, lætur sko alveg finna fyrir sér. Ég fann síðan í fyrsta skiptið í fyrradag þegar það hikstaði, frekar krúttlegt en samt smá óþægilegt :)
Síðan eftir heimsóknina hjá Doktornum þá skelltum við okkur í ræktina... Harpa og Stebbi hringdu síðan stuttu seinna í okkur og við skelltum okkur í búðina og keyptum eitthvað éta og heim til þeirra að elda. Sátum hjá þeim eitthvað frameftir og Harpa var svo góð og lánaðir mér fullt af bumbufötum. Enda veitir ekki af að fá smá föt því klæðaskápurinn minn minnkar og minnkar... og við erum að tala um að fötin flæddu út úr honum einu sinni!!!
Þetta er sko vandamál á hverjum degi í hverju ég á að fara í... arrggg

Ennn ætla að fara að gera eitthvað að viti, heyrumst seinna dúllurnar mínar.

2 Comments:

  • At 11:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Eru þið aldrei heima eða vitiði bara að ég er að hringja og þið svarið ekki ????? he?????
    Ég held að þú verður nú ekki lengi að fylla fataskápinn þinn þegar þú ert búin að eiga ;)
    gott að allt gengur vel :)
    heyri í þér (ef þú svarar einhver tímann símanum )

     
  • At 12:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Skooo... við erum alltaf hjá Stebba og Hörpu eða á einhverjum þvælingi ;) Þú verður að hringja snemma á morgnana þá er ég yfirleitt heima :)

     

Skrifa ummæli

<< Home