Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

4. ágúst...

Í dag á ég aðeins 4 mánuði eftir af meðgöngunni, eða 18 vikur og ef við ætlum að fara eitthvað nánar útí það, 122 daga ;) Get ekki beðið eftir litla krílinu!!!
Annars allt gott að frétta af okkur. Ekkert voða mikið að frétta síðan í gær. Ég gerðist voða myndarleg húsmóðir í dag og tók íbúðina alveg í gegn, það var sko allt þrifið. Ryksugan mín fékk meira að segja sjokk og bara hætti að anda, ég veit ekki alveg hvað gerðist fyrir hana. En það tók mig alveg fimm tíma að taka til og ég er núna búinn í líkamanum og ætla sko ekki að hreyfa á mér rassinn í allt kvöld.
Ég var að byrja að lesa Da Vinci code, og hún er ekkert smá góð. Þetta er svona bók, þegar þú byrjar að lesa hana þá getur þú ekki hætt, spennandi og alltaf einhver svona HHHAAA móment. Mæli með að allir lesi hana.
Já og það er ein vika í 25 ára afmælið mitt... veit ekki hvort ég eigi að vera glöð eða hrædd???

Heyrumst seinna.........

6 Comments:

  • At 12:31 e.h., Blogger Heiða said…

    Vá þetta er svo fljótt að líða, ótrúlegt að það sé t.d bara mánuður í Hörpu :-O Nennirðu að senda mér taka til strauma, ég er ekki alveg að nenna að laga til núna en þarf þess svooo ;) hehe

     
  • At 1:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þetta er magnað,þú lítur ekki út fyrir að vera degi eldri en 20, hegðar þér eins og 18ára vaxin eins og 8ára, og átt von á barni með manni sem er 2árum á eftir þér í öllu þessu.... Timinn flýgur

     
  • At 1:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hver skrifar svona komment???

    Smá hint!!

    Það liggur fátt á prenti
    Eftir þennan færa höfund!!!
    Því hann aldrei nennti
    að kommenta, nema af öfund!!!

     
  • At 1:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hehe... hver er þessi skemmtilegi höfundur sem er þarna á ferð?
    Væri skemmtilegt ef hann mundi kommenta með nafni næst ;)

     
  • At 12:31 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    vaxin eins og 8 ára..... ja ég veit nú ekki hvort ég mundi segja það. Eða hvað segir þú Íris, finnst þér þú vera vaxin eins og 8 ára ? ha ha
    Það var loksins að maður náði í þig :) ég heyri í þér aftur fljótlega
    knús

     
  • At 11:48 f.h., Blogger Heiða said…

    Fólk þorir að skrifa ýmislegt undir nafnleynd. ;) Gaman ef sumir myndu "þora" að pósta með nafni næst!

     

Skrifa ummæli

<< Home