Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Smá blogg...

Er ekki kominn tími í blogg frá okkur hérna í annari dýrustu borg í heiminum... hvað er annars málið með það??? Tokyo í fyrsta og Osló í öðru sæti yfir dýrustu borgir í heiminum.
Annars allt gott að frétta, vorum að æfa okkur fyrir mömmu og pabba hlutverkið í gær. Birgir og Gísli komu í pössun og það var sko allt gert með þeim og fyrir þá :) Þeir komu til okkar klukkan þrjú og við vorum heim hjá okkur og borðuðum og svona... síðan fórum við heim til þeirra og ætluðum að svæfa Gísla þar, en hann vildi sko ekki fara sofa... vildi ekki missa af neinu. En Harpa og Stebbi komu eitthvað um tíu og svæfðu strákana og við eldra fólkið fórum síðan að horfa á Million Dollar Baby... Okkur fannst hún ekkert spes, ekki eins góð og maður hélt!!!
Í dag fór ég síðan með fjölskyldunni í mallið, og síðan að horfa á Veigar keppa. Karlinn skoraði en það dugði ekki og leikurinn endaði 1-1... Frekar svekjandi.
Á morgun ætlum við síðan að gera eitthvað skemmtilegt... enda á ég ammæli :) Öllum boðið í kaffi klukkan 3 ;) Orðin samt soldi þreytt að eiga ammæli í útlöndum, fæ aldrei að halda afmælisboð með fullt af kökum læti. Betty Crooker verður að duga á morgun ;)

Adios Amigos

7 Comments:

  • At 8:26 f.h., Blogger Heiða said…

    Elsku Íris mín
    Til hamingju með 25 ára afmælið :) Njóttu dagsins vel og hafðu það gott með Betty ;)
    Kveðja
    Heiða

     
  • At 11:13 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Í þriðja sinn......

    Til hamingju með daginn Íris


    kveðja.
    Massi, Sigga og Ólöf María

     
  • At 2:45 e.h., Blogger Heiða said…

    Gleymdi.. Ómar og Aron Snær biðja að sjálfsögðu að heilsa ;) hí hí

     
  • At 3:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Elsku vinkona !!
    Til hamingju með 25 ára afmælið :)
    Njóttu dagsins vel :)
    knús og kossar
    Fjóla

     
  • At 4:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Elsku íris
    Til hamingju með daginn.
    kveðja
    gréta og co.

     
  • At 9:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Takk æðislega fyrir allar kveðjurnar, búinn að vera alveg æðislegur dagur hérna í Noregi :) Næst verður það sko pottþétt stórveisla heima á Íslandi ;)

     
  • At 10:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Elsku Íris mín til hamingju með að ver orðin eins GÖMUL og Veigar,vonandi verður gaman ,njóttu þess og ekkert stress ,því á næsta afmælisdegi þínum máttu bóka að ég skal passa fyrir ykkur hvar sem þið verðið
    Gunna tengdó

     

Skrifa ummæli

<< Home