Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

laugardagur, ágúst 27, 2005

Laugardagur

Hæ hæ...

Í fyrradag gerðum við Veigar ekkert smá góð kaup... fórum og keyptum handa okkur allt nýtt á rúmið... og vá hvað þetta er allt annað, Satín sænguver og dúnsæng and you sleep like a baby ;)
Veigar er einmitt núna að leggja sig :) Maður verður að nota nýja dótið ;)

Veðrið hefur ekki verið neitt sérstaklega gott uppá síðkastið og maður finnur að það er virkilega farið að kólna á kvöldin, ég er búin að grafa upp úlpuna mína enda þarf maður á einu stk. úlpu að halda á kvöldin. Svo fer að líða að maður setji ofnana aftur í gang. Mér finnst sumarið hafa flogið í burtu og alls ekki eins gott og í fyrra :(

Veigar var að keppa á miðvikudaginn, og þeir töppuðu 0-1... En þetta er bara annar tapleikurinn þeirra á þessu tímabili, en það er samt alltaf leiðinlegt að tapa. Þeir eru ennþá í fyrsta sæti og vonandi að þeir haldi sér þar sem eftir er út tímabilið. Það eru 10 leikir eftir, þannig að það getur allt gerst.

Veigar og Stebbi voru að kaupa sér stjörnukíkjara... og eru að spá í stofna félag sem heitir : " Stjörnukíkjafélagið Fogus" ... hehe. Þetta var nú bara djók hjá þeim en þeir eru samt að spá í að hafa fogus keppni bráðlega... hver sér tunglið betur :)
Ég held samt að Veigar hafi smá forskot á keppnina, því eitt kvöldið þá dróg hann mig með sér niðrá strönd klukkan tólf um kvöldið til að skoða tunglið. Mér leið samt ekkert voða vel þar sem að þetta var föstudagskvöld og fólk á ferli og ég og Veigar með stjörnukíki og skoða tunglið. Aðeins meiri nörd ;)

Annars er allt gott að frétta af litla baby-inu... bumban stækkar mikið þessa dagana og spörkin orðin mjög kröftug. Stundum á kvöldin þá á ég erfitt með að sofna vegna þess að spörkin eru svo mikil :) En okkur finnst það bara sætt og sérstaklega þegar maður sér spörkin utan frá. En ég er komin á 26 viku, þannig að það eru 14 vikur eftir. Við vorum að tala við Garðar og Möggu og Garðar sagði að það væri svo langur tími, 14 vikur :) Seinasti mánuðurinn væri allavega MJÖG lengi að líða. En það gengur voða vel hjá þeim og Garðari Junior. Fengum að sjá hann á webcamerunni og heyrðum hann meira segja kvarta smá því hann vildi fá snúðið sitt. En hann er voða líkur Garðari, en Magga á samt voða mikið í honum, enda búinn að vera í mallanum á mömmu sinni í 9 mánuði.

En þetta er orðið fínt hjá mér, búin að skrifa voða mikið og ég er meira að segja búin að setja inn nokkrar myndir :) Setti nokkrar í Sónar- og bumbumyndir og svo gerði í nýja möppu sem heitir Ágúst ´05.

Heyrumst seinna !!!!

2 Comments:

  • At 8:37 f.h., Blogger Heiða said…

    Alltaf gaman að skoða myndir :) Ohh þú ert svo mikil dúlla með kúlu ;)

     
  • At 12:21 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Váv hvað þú lítur vel út, hlakka til að fara að skoða nýju myndirnar, loksins Íris :)

    Bkv, Ellen Ragnars

     

Skrifa ummæli

<< Home