Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Ein að chilla...

Veigar fór til Öltu í gær að keppa. Hann gisti í eina nótt og kemur síðan heim í dag eitthvað um sex. En það verður víst bara stutt stopp því hann fer síðan með köldvélinni heim til Íslands. Ég ætla að vera hérna á meðan enda tekur það sig ekki að vera koma heim, er ný búin að vera heima og svo styttist í það að ég fari heim í október. Veigar kemur síðan aftur heim á fimmtudaginn þannig ég þarf nú ekki að vera mikið ein heima. Harpa er búin að spurja mig hvort ég flyti ekki bara inn til hennar á meðan og ég er að spá í að gera það. Stebbi er líka að fara heim.
Í gær tók ég skápahreingerningu heima hjá mér... enda alveg tími kominn á það. Síðan fylgdist ég með leiknum hjá Veigari, þar sem þeir unnu 1-0... og halda sér efst uppi í deildinni, þar sem hin toppliðinn töpuðu bæði. Síðan var horft bara á sjónvarpið, þótt að Harpa og Stebbi voru búinn að bjóða mér í mat þá var ég bara svo þreytt að ég ákvað bara að vera heim og hafa það kósý ;) Var farinn snemma að sofa og vaknaði frísk í morgun :)

En ég er annars að spá í að fara að klæða mig og skella mér í ræktina... Heyrumst seinna!!!

2 Comments:

  • At 8:25 f.h., Blogger Heiða said…

    Hæ hæ
    Ég sá markið sem Veigar skoraði í gær, bara FLOTT mark :)
    Annars til hamingju með nýja símann ;)

     
  • At 9:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Takk fyrir það :)
    Já það var GEÐVEIKT ;) Algjör snillingur.

     

Skrifa ummæli

<< Home