Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

þriðjudagur, september 06, 2005

Góð tónlist á fóninn,,,

og hérna kemur vikuyfirlitið ;)

Það helsta sem hefur gerst síðustu viku er að Harpa Guðný vinkona og Daddi voru að eignast litla prinsessu í gær. Hún var 14 merkur og 52 cm. Ég er búin að sjá myndir af henni og hún er með svart mikið hár og ekkert smá sætar bollukinnar... ekkert smá falleg og bara innilega til hamingju með litlu dömuna ;)

Vika síðan að Veigar fór með landsliðinu og ég er búin að hanga með Hörpu síðan þá. Erum búnar að labba allar göngugötur í Oslo, elda góðan mat, nammikvöld á hverju kvöldi, horft á bíómyndir og svo í gær var Harpa svo ÆÐISLEG og tók mig í fótanudd og handanudd :) Ég var einsog ný manneskja eftir þessa æðislegu meðferð... æj hún er alltaf svo æðisleg... sagðist ætla að gera þetta við mig einu sinni í viku því hún veit alveg að svona ófrískar konur þurfa á nuddi að halda. Fyrst að kallarnir okkar pota bara í okkur og kalla það nudd þá þurfum við konurnar að standa saman og nudda bara hvor aðra... hehe

Annars gengur vel hjá mér og bumbukrílinu... bara 13 vikur í settan fæðingardag :) Fór í skoðun í dag og það bara hefði ekki getað litið betur út hjá mér. Blóðþrýstingurinn alveg eins og hann á að vera. Allt "perfect" :)
Hún vildi samt að ég kæmi áður en ég færi heim til íslands, svona áður en ég fer í flugið, allt gott með það ;)

Tvær nætur þangað til að Veigar kemur heim og MIG hlakkar til :) Öll sambönd hafa gott af svona smá fjarveru frá hvort öðrum, því þá sér maður hvað maður saknar hins aðilann voða mikið ;)

Veðrið er búið að vera ekkert smá gott hérna... sól og aftur sól og hitinn allt uppí 25 stig. Ég sem var búin að setja alla hlírabolina efst uppí skáp þarf að ná í þá aftur!!! Það er víst búið að spá voða góðu hausti hérna og mér líst bara rosalega vel á það.

Í kvöld ætla ég að vera heima... Harpa og ég vorum að koma úr góðum verslunargöngutúr og ég er að spá í að fara í heitt fótabað og horfa á sjónvarpið í kvöld... fullt af góðum þáttum :)

Þetta er það helsta sem ég hef verið að bauka seinustu viku og skal lofa að láta heyra í mér fljótlega aftur... þýðir ekki að blogga bara einu sinni í viku ;)

Kv, Íris

2 Comments:

  • At 7:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    jæja gott að þú ert búin að blogga og að allt gengur vel en hvernig væri nú að svara í símann ;) híhí
    knús
    Fjóla

     
  • At 12:51 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Æjj sorry... ég er bara ekkert búin að vera heima hjá mér seinustu daga :) Fer að verða oftar heima núna þegar Veigar er kominn ;)

     

Skrifa ummæli

<< Home