Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

laugardagur, október 01, 2005

Hvað er málið...

með íslenska Bachelor þáttinn??? Okkur Veigari fannst þetta svo ógeðslega hallærislegt að við meikuðum ekki að horfa á einn þátt. Ohhh my goddd!!! Af öllum íslendingum, afhverju þessi kynnir? Svo sagði sjónvarpsstjóri hjá Skjá 1 að þetta væri skemmtilegt sjónvarpsefni því þetta væri sannleikurinn... við íslendingar eigum ekki að gera svona þætti, alltof skömmustulegt!!!
Sorry ef ég hef móðgað einhvern en þetta er bara mitt álit og þarf á engan hátt að endurspegla mat þjóðarinnar ;)

En útí eitthvað skemmtilegra... moi er að koma heim á fimmtudaginn :) Ég kem með seinni vélinni, þannig að á föstudaginn þá getið þið náð í mig í sama íslenska númerið mitt ef þið viljið vera memm :)

Svo eitt líka alveg ótrúlega ánægjulegt þá var Veigar valinn í landsliðið, hann fer á miðvikudaginn og verður í viku. Ekkert smá gaman :)
Hann kemur samt ekki til Íslands fyrr en í lok nóvember. Þeir eru að æfa alveg til 2 des. en þar sem ég er sett 4. des þá ætlar hann að reyna að koma fyrr!
En ég verð án hans í heila tvo mánuði og mig hlakkar EKKI til... Þetta verður ótrúlega leiðilegt en svona er þetta!

Ég ætla að fara að hætta þessu bulli því ég og Veigar erum að fara í kaffi til Stebba og Hörpu, nýbakaðir snúðar og kleinur ;)

Heyrumst...

2 Comments:

  • At 4:45 e.h., Blogger Heiða said…

    Bachelorinn er BARA glataður sko! Þessi þáttur verður e-ð grín.

     
  • At 12:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    þú munt ekki hafa tíma til að sakna Veigars kella mín :) Það verður bara gaman hjá okkur :)
    hlakka til að fá þig heim

     

Skrifa ummæli

<< Home