St... okkar ;)
Hæ hæ...
Héðan er sko allt gott að frétta, sérstaklega eftir að fengum aðeins að kíkja í pakkann :)
Ég og Veigar fórum í sónar í dag, þetta heitir 3-víddar sónar og eins og þið sjáið á myndinni þá fengum við að sjá andlitið á baby-inu :) Læknirinn byrjaði á því að mæla það á alla vegu og bara allt lítur rosalega vel út... svo heilbrigt :) Barnið er núna ca. 2 kíló og hann sagði að það verði ca. 3900-4000 grömm við fæðingu. Svo var tími til kominn að fá að sjá andlitið og þá var baby-ið sko ekki alveg á því að sýna andlitið sitt, grúfði bara í mallan á mömmu og setti síðan hendurnar fyrir :) Þannig að ég byrjaði að hoppa og labba um og læknirinn gerði allskonar brellur og þetta var besta myndin sem við fengum. Við fengum líka tvö myndbönd þar sem sést þegar barnið opnar munninn og síðan brosir það voða sætt á hinu myndbandinu :) Ég get því miður ekki sett myndböndin inn strax, þarf að minnka gæðin á þeim og set ég þau inn.
En svona fyrir þá sem skilja ekki alveg hvernig myndin er þá skal ég reyna að útskýra hana fyrir ykkur, þar sem ég og Veigar erum sko búinn að skoða hana í allan dag... okkur finnst þetta bara æðislegt (",)
Það sést bara í eitt auga vinstra megin á myndinni, barnið er sko með nóg af augnahárum, síðan þar sem nefið á að vera er bara lítill sætur hnefi sem felur það og svo er munnurinn fyrir neðan og það er sko með kyssulegar varir, og svo má ekki gleyma sætu bollukinnunum ;)
Svo er það með mikið dökkt hár... algjör dúlla :)
En okkur fannst þetta alveg æðislegt, þvílík tækni :) Ég og Veigar fórum með bros á vör frá lækninum og núna verðum við bara í að bíða í ca. 2 mánuði eftir litla krúttinu ;)
Ég ætla síðan að óska bestustu mömmu í öllum heiminum til hamingju með afmælið í dag... og þótt ég mundi segja ykkur hvað hún er gömul þá mynduð þið sko aldrei trúa mér... hún lítur nefnilega svo unglega út... enda mjög oft sem að fólk heldur að við séum systur en ekki mæðgur ;)
Ég veit samt ekki hvort ég eigi að taka því sem hrósi... hehe :)
Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í dag... heyrumst seinna :)
Kveðja,
Íris
4 Comments:
At 8:55 f.h., Heiða said…
Gaman að sjá svona þrívíddarmynd :) Þetta er greinilega myndar st... ;)
Kveðja
Heiða
At 3:23 e.h., Nafnlaus said…
Ég held að þetta sé............. :)
Hlakka til að fá þig heim
knús
Fjóla
At 11:18 e.h., Nafnlaus said…
Þetta er náttúrulega bara tær snilld!! Vá hvað þetta er líkt öðru ykkar maður sér það bara strax.
Hlökkum geðveikt til að hitta ykkur.
At 12:59 f.h., Nafnlaus said…
Ég er ekki frá því að það sé ömmu svipur á ST
Skrifa ummæli
<< Home