Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

fimmtudagur, október 06, 2005

Jólafílingur á fullu!!!

Svei mér þá, ég er bara komin í smá jólafíling... enda ekki annað hægt þegar maður fer að skoða í búðum og það er spilað "Last Christmas" með honum George Micheal!!! Fílaði það alveg í tætlur og þótt þetta hafi ekki verið nein spes búð þá var ég inní henni þangað til lagið var búið :)
Og svo ekki nóg með það, þá var ég að horfa á barnatímann í morgun, ( ekki að ég geri það á hverjum morgni ) þá var sýnd jólateiknimynd!!! Er ekki alveg öruggelega 6 nóv.??? En þetta er soldið spes, en samt voða gaman ;)

En ég er búin að vera voða dugleg í morgun, vaknaði klukkan átta, ekkert mál! Náði í E-104, mér til mikillar gleði :) Kom síðan heim og þurfti aðeins að leggja mig, vaknaði síðan um tólf og þá bara setti ég allt í gang, tók voða vel til í íbúðinni, kláraði að pakka og síðan fór ég með allar flöskurnar í endurvinnslu :) Kláraði að versla allt sem ég átti eftir að versla... og Gunna "tendgó" ég fór og ætlaði að kaupa varalitinn sem þú varst að tala um, afgreiðslustúlkan sagði að hann hafi klárast og síðan hafi hún ekki fengið hann aftur og vissi ekkert hvort hún mundi gera það!!!

En gott fólk, ég ætla að fá mér að éta skella mér í sturtu og gera mig voða sæta því "Ísland here I come" ;)

See´ya (",)

3 Comments:

  • At 3:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hæhæ Íris mín vildi bara segja góða ferð til Íslands, vildi að ég gæti hitt þig og séð sætu bumbuna:)
    Kv. Ingibjörg S.

     
  • At 3:49 e.h., Blogger Heiða said…

    Hlakka til að sjá þig á morgun :-D
    Varðandi jólalög, þá heyrði ég eitt í fyrradag á rás 1 :-O

     
  • At 10:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Takk fyrir Ingibjörg mín :) Hvernig er svo í Sviss? Það væri gaman að heyra í þér fljótlega!

     

Skrifa ummæli

<< Home