Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

fimmtudagur, september 30, 2004

Hæ hæ...
Ég er alveg í kreisí stuði og klukkan er hálf tvö!!! Ég er búin að vera alveg á fullu í allan dag... er búin að taka íbúðina alveg í gegn og hún er orðin súper dúper fín núna :) Í tilefni þess að ég er að þrífa er að mamma og pabbi eru að koma á morgun og vil ég nú sýna þeim hvað við erum alveg geðveik snyrtileg... En svona fyrst ég var búin að taka svona vel til þá ákvað ég að kveikja á kerti inná baði... neinei... haldið ekki að það hafi bara kveiknað í... sem betur fer var kertið við spegil þannig að það kom bara brunafar á hann og ég gat þurkað það í burtu. Þar fauk rómatíkin... hehe
En Gunna tengdó getur nú verið stundum fyndin án þess að vita af því og ég og Veigar erum að spá í gera svona Gullkornin hennar Gunnu dálk... en hún var segja við okkur í rosa alvarlegum tón að Patrekur væri hættur í handbolta... hann er sko búinn að setja hilluna á skónna... hehehe... þetta var soldið fyndið og hún var ekki alveg að fatta þetta :)
En ég ætla að fara að hætta þessu og leggjast uppí rúm og athuga hvort ég geti ekki sofnað.... þarf að vakna snemma á morgun!!!
Bæjó :)

þriðjudagur, september 28, 2004

28 September

" Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún MAMMA
hún á afmæli í dag "

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN MAMMA... hafðu það alveg rosa gott í dag!!!

AfmælisKveðja frá Írisi og Veigari...

mánudagur, september 27, 2004

Mánudagur!!!

Hæ hæ...
Það styttist í það ma og pa koma, þau koma á föstudaginn :) En mér brá þegar ég las mbl.is áðan... þá stóð að flugumferðastjórar hér í Noregi höfðu farið í skyndiverkfall og þetta hafi áhrif á Icelandair... þannig að ég var nú frekar svartsýn á að mamma og pabbi kæmust hingað, en sem betur fer er búið að leysa þetta þannig að þau komast hingað og ég kemst heim :) Voru ekki lengi að semja!!!
Rosenborg-Arsenal er núna á miðvikudaginn og okkur Veigari langar geðveikt!!! Bara verst að hann er í Rosenborg og maður þarf að fljúga þangað og Veigar er að keppa á fimmtudaginn þannig að það er eiginlega enginn sjéns að við komumst á leikinn :(
Ég og Veigar skelltum okkur í leikfimi áðan ( þótt að við fórum í morgun á æfingu) okkur langaði bara svo að fara í gufu... en allavega fórum við aðeins að hjóla fyrst... Í byrjun var bara hjólað rólega og svo þegar það voru eitthvað 8 mínutur eftir þurfti Veigar að kíkja hvað ég var búin að hjóla langt... og hann sá að ég var búin að hjóla lengri en hann og þið vitið hvernig Veigar er... hann sér allt sem keppni og hann er með mesta keppnisskap sem ég veit um og ég er nú með smá líka ;) Þannig að hann byrjaði að hjóla alveg á fullu og ég líka og ég get svo svarið það að ég hélt að hjólin færu af stað... hehe... þetta var bara fyndið og fólk var líka byrjað að horfa á okkur :) Svitinn og kaloríurnar láku alveg af okkur!!! En svo þegar við vorum að keyra heim þá hlóum við bæði af þessu... þetta mynti mann á þegar maður var yngri og vitlaus...híhí
En Veigar vann... það þarf víst að fylgja sögunni.
En ég ætla að hætta þessu og skella mér fyrir framan sjónvarpið svona rétt áður en maður fer að sofa...
Við heyrumst seinna... Ha Det Bra


föstudagur, september 24, 2004

Föstudagurinn 24 sept.

Halló Halló... ekki annars allt gott að frétta?
Hérna er allt ljómandi ;) Ma og Pa koma eftir viku og í gær þá pantaði ég farið heim, þannig að það er alveg 100% að ég er að koma heim 5 okt. jeijj...
En eftir að ég skrifaði seinast í dagbókina talaði ég við mömmu mína og sagði hún mér að ég ætti að prófa að hreinsa síuna í þvottavélinni áður en ég færi að kalla á einhvern viðgerðamann... og ég og Veigar gátum ekki beðið eftir að gera það, þannig um 2 leytið að nóttu til vorum við alveg á fullu að taka og setja þvottavélina saman, því það voru einhverjar hárspennur fastar í síunni... Svo vorum við svo spennt að vita hvort hún mundi virka að við skeltum í eina þvottavél... og viti menn, hún gengur bara mjög vel :) Við vorum ekkert smá sátt og spöruðum okkur alveg einhvern pening við að hringja ekki í viðgerðamann!!!
En endajaxlinn minn er eitthvað ennþá að kvarta og líður mér verst þegar ég ligg niðri og þar með leiðandi þá á ég erfitt með að sofa og ef ég vakna eitthvað á nóttunni þá er ansi erfitt að sofna aftur þannig að ég lifi bara á pane killer á nóttinni!!!
Já, ég var næstum því gráti nær núna á miðvikudaginn!!! Stabæk var að keppa í bikarnum og þeir töpuðu... staðan var 1-1 og svo var framlenging og Brann náði tveim hraðasóknum og skoruðu úr þeim báðum... Stabæk lá gjörsamlega í sókn og hefði átt að vinna þetta!!! Það var mjög sárt að sjá þá tapa þessum leik!!!
Í gær fórum við síðan á pub með Thomas og kærustu hans. Thomas er með Veigari í Stabæk... og ég var ekkert smá góð maður... ég talaði alveg norsku við stelpuna og sagði hún að ég væri ekkert smá dugleg og hélt að ég væri búin að vera á norsku námskeiðum :) Ég var ekkert smá sátt og sagði að það borgar sig að horfa á sjónvarpið... maður lærir tungumálið með að horfa á norska þætti og svona!!! En síðan fórum ég og stelpan heim og leyfðum strákunum að vera lengur... svo vaknaði ég klukkan hálf fimm þegar Veigar var að koma heim... hann var að tala á fullu og ég hélt að hann væri orðinn eitthvað crazy... þá var hann Morten sem er með Veigari í Stabæk með honum og fékk hann að gista hjá okkur í nótt... Ég allavega vaknaði við þetta og gat ekki sofnað aftur... náði loks að sofna eitthvað um hálf sex... og vaknaði síðan aftur um sjö og þurfti að fara fram og sofa í sófanum... Veigar andaði svo hátt og var svo ansi plássfrekur...
En ég ætla að fara að hætta þessu... erum að fara að skutla Morten heim... heyrumst seinna.
Bæbæ

þriðjudagur, september 21, 2004

Þriðjudagur

Hæ hæ... soldið langt síðan að ég skrifaði seinast. Hef verið eitthvað löt við að skrifa :)
En á sunnudaginn átti Gunna tengdó afmæli og í gær þá átti Hansi brósi stórafmæli... hann var 20 ára... þannig að ég vil bara óska þeim til hamingju með afmælið :0)
En þvottavélin okkar er þokkalega biluð, hún þvær en þurkar ekki þannig að við erum búin að redda númerinu hjá þeim sem gera við okkar vél og þarf ég því að hringja á morgun og fá einhvern hingað til að gera við vélina... vonandi að það sé hægt að gera við hana!!! En þegar hún kemst í lag þá verður sko þvegið... held að við eigum nokkur hrein handklæði eftir...
Annars er farið að kólna hérna, þannig að ég er bara búin að taka upp ullapeysuna og ullasokkana ;)
Mamma og pabbi eru að koma í heimsókn 1 okt. og ég og Veigar erum búin að plana alveg hvað verður gert með þeim... og svo hef ég ákveðið að fara með þeim heim :) Þannig að ég kem heim 5 okt. Ég ákvað að koma heim því að Veigar verður hvort sem er ekkert heima (Noregi) þannig að ég get þá alveg eins verið á Íslandi!!! Ég er líka komin með vinnu þannig að mig hlakkar rosalega mikið til að fara heim :)
En í morgun vaknaði ég með þennan mikla verk í munninum... endajaxlinn minn hefur verið að sýna sig en ég hef aldrei fundið fyrir einhverjum verk... þanngað til í morgun... og núna á ég erfitt með að tala, brosa, kíngja og opna munninn... eru þetta eðlilegir verkir??? Ég ætla samt að bíða með að fara til tannlæknis... lýst betur á að fara til tannlæknis á Íslandi!!!
Á morgun er bikarleikur hjá Veigari... ef þeir vinna þennan leik þá eru þeir komnir í úrslitaleikinn... þannig allir að hugsa vel til Stabæks strákana á morgun klukkan sex ;)
En ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna... er að fara að horfa á What not to wear... ég lofa að skrifa fljótlega... kannski á morgun ;)
Heyrumst ;)

fimmtudagur, september 09, 2004

www.gudda.tk

Halló Halló Halló
Ég vildi bara láta ykkur vita að það eru komnar myndir inná síðuna mína :)
Og þið sem eigið erfitt með að muna gudruniris.blogspot.com geta andað léttar... því þið getið skrifað gudda.tk og þá eruð þið kominn inná síðuna mína :)
En ég ætla að setja fleiri myndir inná síðuna þannig að við heyrumst seinna... bæbæ :)

Veigar mættur á svæðið ;)

Helló... ekki allir sáttir???
Ég er allavega mjög sátt :) Búin að Veigar aftur...hehe
Ég var svo spennt að fá hann að ég þurfti ekki einu sinni vekjaraklukku til að vekja mig morgun :) Ég vaknaði klukkan ellefu og byrjaði á því að taka alla íbúðina í gegn, vildi nú hafa allt fínt þegar hann kæmi heim. Ég fór meira að segja með flöskurnar í endurvinsluna. Svo lagði ég nátturulega alveg extra tímalega af stað og svo þegar ég var mætt uppá völl þá var auðvitað seinkun á vélinni um einhvern hálftíma þannig að ég fékk mér bara sæti og þá kom einhver kona frá Gallup og vildi endilega fá að spurja mig einhverjar spurningar um þennan flugvöll... og ég gat ekki sagt annað en jújú... svo þegar hún var búin að spurja mig þá vildi hún fá nafn og síma því Gallup vildi fá að hringja í einstaklingana... og þið vitið hvernig það er... þá er hringt svona einu sinni á mánuði og spurt einhverjar spurningar, ég sagði bara já og skrifaði síðan bara vitlaust símanúmer :Þ úps... fékk smá samviskubit en það er farið :)
Jæja en Veigar og Árni Gautur létu nú sjá sig að lokum og við brunuðum í bæinn enda karlarnir orðnir frekar þreyttir eftir þessi ferðalög. En svo þegar við komum heim var farið að úthluta pökkunum...hehe. Mamma var svo góð að láta Veigar koma með lakrís og sirius rjómasúkulaði, nammi nammi. Og svo gaf Gunna mér þetta flotta sjal, eins og er komið í tísku núna... og hún bjó það til sjálf og er ekkert smá flott :) Og svo gaf hún mér reyndar líka svona varasalva sem á að stækka varirnar og byrjar sú trítment á morgun, en ég þarf að setja á morgnana og á kvöldin og Gunna, sem er búin að vera á þessu um tíma, er bara ekki frá því að þetta alveg svín virkar. Svo bað ég Veigar um að kaupa handa mér svona fitubrennslutöflur og ilmvatn sem og hann gerði :)
Ég var að reyna að ná í Vignir áðan, ætla að biðja hann um að kenna mér að setja inn myndir þannig að það er aldrei að vita nema að það fari að koma myndir inná þessa síðu... vei
En ég ætla að fara að hætta þessu, þarf að fara að vekja Veigar... hann er búinn að sofa síðan hann koma heim, rosa gaman að vera búin að fá hann heim ( á að vera kaldhæðni)... híhí!
En við heyrumst seinna!!!



miðvikudagur, september 08, 2004

Engin fyrirsögn

Halló... allt gott að frétta héðan :) Miðvikudagur í dag og á morgun kemur Veigar... :o)
Tíminn hefur verið fljótur að líða og hefur mér nú ekki leiðst enda verið dugleg við að finna mér eitthvað að gera... En það er alltaf gott að hafa hann Veigar hérna ;) En leikurinn var að klárast og surprise surprise... Ísland tapaði :( Ég hlustaði á leikinn og verð ég bara að segja að þessi dómari fór frekar í mig...og by the way þá var hann Norðmaður!!! Norðmenn geta verið svo erfiðir :) En ég hef annars voða lítið að segja... efast um að þið nennið að lesa um þegar ég fór á æfingu og tók 10 backpressur... hehe... hélt ekki ;)
En svo að þið hafið ekki áhyggjur af mér, svona ein í stórborginni :) þá ákvað ég að skrifa svo þið vitið að ég er ennþá á lífi!!!
En við heyrumst seinna...
Love Íris ;)

laugardagur, september 04, 2004

Aron Snær og Aron Jónsson

Hæ hæ... ég ætla að blogga smá fyrst að ég sit hérna fyrir framan tölvuna!!!
En það fór nú illa fyrir Íslenska liðinu okkar áðan... ég sat hérna fyrir framan tölvuna og hlustaði á leikinn og mér fannst á gaurunum sem voru að lýsa leiknum að íslensku strákarnir voru bara ekki að finna sig og alls ekki sami liðsandi núna einsog þegar þeir mættu Ítalíu... uuhhhhmmm... ekki gott!!! Það er bara eins gott að þeir standi sig í Ungverjalandi!!!
En úr einu í annað... Heiða vinkona skírði strákinn sinn laugardaginn 28. ágúst og fékk hann nafnið Aron Snær Maack... Svo var Hrabba vinkona að skíra strákinn sinn áðan og fékk hann nafnið Aron Jónnson... Þetta er bara fyndið að tvær vinkonur skulu vera með sömu nöfnin á strákunum sínum :) En Hrabba fékk líka alveg í magan þegar hún var í skírninni hjá Heiðu og hann var látinn heita Aron... hún var löngu byrjuð að kalla litla snúðinn sinn Aron og kom bara ekkert annað til greina... mér finnst þetta líka bara cool ;) En ég vil bara óska Hröbbu og Heiðu til hamingju með litlu Englana sína ;)
En ég ætla að kveðja núna... lofa að skrifa fljótlega :0)
Bæ Bæ

föstudagur, september 03, 2004

X-ið

Hæ hæ...
Ég verð að segja ykkur frá svolitlu fyndnu sem gerðist um daginn!!! Hansi brósi hringir hérna í mig og segir að hann hafi verið að hlusta á X-ið... og þar er einhver gaur með sinn þátt... ég man ekki hvað hann heitir. Allavega þá segir hann að hann sé með dagbók sem Veigar Páll skrifaði þegar hann var yngri og hann fer að lesa uppúr henni... Það sem hann las hljóðaði eitthvað í þessa átt: Segja Írisi hvað hún er flott... og gera nokkrar magaæfingar :) Svo var hann ekkert að lesa meira því það var einhver gaur sem hringdi inn og sagði honum að hætta að gera grín af Veigari því þetta væri fínn strákur... hehehe... En þetta er ekki búið... Svo fer hann eitthvað að tala um Veigar og það er einhver strákur sem þekkir Veigar í hljóðverinu og þáttastjórnandinn spyr hvort að Íris sé gamla kærastann... og gaurinn sem kannast eitthvað við Veigar segir... nei nei þetta er Guðrún Íris Pálsdóttir og eru þau búin að vera lengi saman... þetta er sko bara fyndið :) En svo í daginn eftir þá kom grein og mynd af Veigari um þessa blessaða dagbók... hehe...
Veigar kannaðist samt ekkert við þessa bók, en svo kom það í ljós að Gunna var að taka til í geymslunni og fer í Bláa Hirðinn með einhverja gamalar bækur og þessi blessaða dagbók hefur leynst þar og þeir í Bláa Hirðinum ekki lengi að koma bókinni til X-ið því þetta var komið daginn eftir. En Gunna er búin að hringja á X-ið og búin að fá bókina aftur :) Veigar ætlar að koma með hana þegar hann kemur heim og ég get ekki beðið eftir að fá að lesa hana :)
En hérna er allt gott að frétta... Veigar kemur heim eftir 6 daga... mér er ekkert farið að leiðast... ennþá ;) Í gær labbaði ég niðrí bæ í þessu góða veðri... það var 20 stiga hiti og sól... og svo fór ég á æfingu... hef verið voða dugleg að æfa. Svo á morgun verður keyptur bjór og snakk og horft á Ítalía - Noregur... ætli maður verði ekki að halda með Noregi :)
En ég ætla að kveðja núna... við heyrumst seinna... bæbæ