Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Spurning um að hætta þessu.......

Ég er örugglega sú allra lélegust að blogga.... ég bara nenni þessu ekki!!!!

Spánarferðin var annars æðisleg... náði mér í gott bikinífar fyrir veturinn :) Það var annars bara legið í sólbaði, við sundlaugina eða á ströndinni. Farið að versla og í tívólí... svo gaman :)
Viktor var sko lang bestastur í flugvélinni á leiðinni út og heim. Það er sko ekki erfitt að ferðast ein með lilla mann. Svo fílaði hann hitann og sólina jafn mikið og mamma sín ;)

Spánarlífið er frábært en það er samt alltaf gott að komast heim til sín... :)

Annars erum ég og Viktor ein heima þessa dagana. Veigar fór að keppa með landsliðinu, verður í 10 daga í burtu. Sem betur fer fáum við Viktor góða heimsókn á meðan. Amma Gunna og afi Hansi eru að koma til okkar á laugardaginn og verða hjá okkur í 8 daga. Okku á sko ekki eftir að leiðast með þeim :)

Ég er annars að spá í að koma heim í byrjun okt. og vera heima í 2 vikur. Heilsa uppá liðið og leyfa Viktori að vera með fjölskyldunni sinni meira. Hann er alveg ótrúlega mikill félagsvera og finnst æðislegt að fá einhvern í heimsókn til sín eða bara tala við einhvern í búðinni :)

Ég er mikið að spá í að fara að byrja í skóla aftur..... hef verið að skoða námsefnin bæði í HÍ og HR. Ég veit samt ekkert hvað mig langar að læra.... en mig langar samt að læra eitthvað meira!!!! Ég ætla að taka utan skóla, svo ég get verið hérna heim með Viktor. Það er nefnilega mjög erfitt að fá dagmömmupláss eða setja hann í leikskóla. Hann er kannski líka of ungur til að byrja í leikskóla ;)

Okkur er farið að langa að flytja í stærra hús, með garði og baði :) Erum að skoða fasteignamarkaðinn á fullu núna. Kemur allt í ljós!

Veigar samdi við Stabæk aftur til 3 ára... svona einsog þið flest öll vitið. Mér lýst bara ótrúlega vel á það. Okkur líður mjög vel hérna þannig að við erum mjög sátt :)

Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar :) Maður nálgast þrítugsaldrinum með hverju ári.. hehe
Á maður ekki bara að vera sáttur með það??? Ég færi nú létt með að ljúga og segjast vera 16 :)

Eins og ég segi... þá er allt ljómandi gott að frétta af okkur... ég er líka alveg í þvílíku bloggleti þessa daga þannig að ég ætla ekki að lofa ykkur neinu bloggi fljótlega... það kemur bara allt í ljós ;)

Over&Out

12 Comments:

  • At 5:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    noh mín bara búin að laga til á síðunni, líst vel á þetta hjá þér ;)

     
  • At 8:59 e.h., Blogger Heiða said…

    Flott hjá þér nýja lúkkið ;)

     
  • At 11:41 f.h., Blogger Guðrún said…

    hæ dúllan mín..
    flott síðan..
    vildi að þú værir hérna til að vera með okkur á skottudaginn.. en það verður bara haldinn annar í okt :)
    Sonur þin veður bara enþá meira bjúty.. eftir því sem líður.. enda alveg einstaklega fallegir foreldrar sem hann á :P híhí..
    Hafðu það gott elskan..
    kv G.G.

     
  • At 5:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Jei nýtt blogg:)annars get ég ekki sagt neitt alveg sama bloggletin hjá mér. Fínt nýja útlitið á síðunni þinni og gott að þið skemmtuð ykkur vel á Spáni...hlakka til að sjá þig ef þú kemur heim í október, við verðum komin heim þá:)

     
  • At 8:23 e.h., Blogger Heiða said…

    Vildi bara segja... ekki hætta að blogga, alltaf gaman að lesa hvað þið eruð að gera ;)

     
  • At 8:23 e.h., Blogger Heiða said…

    Vildi bara segja... ekki hætta að blogga, alltaf gaman að lesa hvað þið eruð að gera ;)

     
  • At 10:41 f.h., Blogger Íris said…

    Thank´s.. kominn tími á smá breytingu ;) En ég er nú ekki alveg hætt í blogginu..

     
  • At 10:42 f.h., Blogger Íris said…

    Já ég kem heim í byrjun okt. þannig að þá verðum við að gera eitthvað saman :) Ég verð líka í 2 vikur þannig að við hljótum að geta fundið allavega einn dag til að gera eitthvað :)

     
  • At 10:26 f.h., Blogger Íris said…

    Það er geðveikt gaman að koma heim þegar það er nóg að gera :) Svo verður stuð að fara á reunion-ið ;)

     
  • At 10:26 f.h., Blogger Íris said…

    Það er geðveikt gaman að koma heim þegar það er nóg að gera :) Svo verður stuð að fara á reunion-ið ;)

     
  • At 10:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ Íris, vildi bara kasta kveðju á þig, ekki hætta blogga gaman að fylgjast með þér í útlandinu :) Ég er byrjuð í HR og það er sko eitthvað allt annað en þegar við vorum í HÍ :/
    Og já til hamingju með afmælið um daginn :)

     
  • At 10:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég mæli með að þið fáið ykkur símsvara ;)

     

Skrifa ummæli

<< Home