Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

laugardagur, júlí 08, 2006

Frakkland eða Ítalía.............

Hvernig haldið þið að HM endar?? Verður það Frakkland eða Ítalía??
Ég held að frakkar vinni 2-1 ;)
Annars veit ég ekkert um það!!! Hef samt verið að fylgjast með HM á fullu... enda á ég kærasta sem er mikill fótboltalover...
Í morgun þegar við sátum og fengum okkur morgunmat tók hann mig í smá HM spurningaleik og mín svaraði bara ÖLLUM spurningunum rétt :)

Annars fórum við um daginn og keyptum handa mér hlaupaföt og hlaupaskó :) Núna fer ég á hverjum degi út að hlaupa. Það er búið að vera svo klikkað gott veður hérna að ég bara tími ekki að fara í ræktina og hanga þar inni.

Á mánudaginn skelltum við okkur í smá siglingu með Morten, Alan og Patrick... Þetta var fjölskyldubáturinn hans Morten. Hann var nú ekkert rosastór og flottur. En svínvirkaði og við silgdum aðeins þarna um og fórum síðan á eyju þarna rétt hjá og grilluðum og skelltum okkur í sjóinn. Svo fékk Veigar að sigla heim og núna er hann kominn með veikina... bátaveikinu og vill helst kaupa bát í dag :) En það var rosalega gaman hjá okkur og veðrið alveg snilld.

Það er víst laugardagur í dag... ekkert planað hjá okkur Viktori... Veigar er hins vegar með fulla dagskrá hjá sér... hann er að nefnilega að keppa í skallatennis í Tusenfryn (tívólíið) Hann er svo vel virkur hann Veigar að hann varð bara að vera með í því. Þetta eru bara 4 srákar úr liðinu sem eru með í þessu og Veigar var valinn þjálfarinn. Hann valdi þrjá stráka og núna þarf hann bara að stýra þeim til sigurs :) Ég og Viktor ætlum bara að vera heima á meðan. Við nenntum ekki að fara því ef hann kemst eitthvað áfram þá þarf hann að vera frá 9-22:00 og ég né Viktor erum að nenna að hanga þarna allan tímann!

Ætla ekki að hafa þetta lengra í dag... heyrumst!

5 Comments:

  • At 8:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Helloo Gudrún!! TEtta er alveg magnad ég var bara eitthvad ad skoda heimasídur og fann tína....bara töff tar sem ad ég hef verid ad velta tví fyrir mér hvar tú/tid værir stödd í heiminum:) Til hamingju med bumbuna...ýkt fín...ég er búin ad hafa eina og er nú komin med litla stelpu, hún heitir Eyja.
    ætla sko ad fylgjast med ykkur...
    kær kvedja Gunna Ósk

     
  • At 8:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    bumbuna ????
    hæ, bjalla í þig í kvöld :) svo þér leiðist nú ekki hí hí

     
  • At 8:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Thehehehe.....Ein ekkert smá sein..las seinustu blogg hjá tér og komst ad tví ad bumban er bara ordin ad litlum strák.. Tannig ad vid byrjum aftur....
    Innilega til hamingju med litla Strákinn ykkar.....

     
  • At 9:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Haha... takk fyrir það Gunna :) Litla bumban mín er orðin að stórum 7 mánaða strák :)
    Til hamingju með þína litlu.. Gaman að geta fylgst með ykkur..

     
  • At 7:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Er einhver bloggleti hjá minni ?

     

Skrifa ummæli

<< Home