Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

mánudagur, maí 01, 2006

Lyn 1 - Stabæk 4

Ég var eitthvað að kvarta á heimasíðunni hennar Fjólu að hún þyrfti að fara að blogga!!! Ég hefði átt að þegja.. það er lengra síðan að ég bloggaði ;)

En í gær var alveg frábær dagur fyrir utan MIKINN hausverk og ælupest í lokinn!! Um morguninn skellti ég mér í leikfimi.. var alveg kominn tími á það! Veigar var heima með Viktor og þegar ég kom heim þá var Veigar búinn að búa um og taka til og meira að segja búinn að fara út í göngutúr með Viktor :) Svo sátu þeir saman og voru að leika.. ég á sko bara sætustu og bestustu stráka í öllum heiminum ;)
Harpa kom síðan til mín klukkan fjögur og við skelltum okkur saman á leikinn. Ég var smá abbó útí Hörpu!!! Það er ekkert smá flott aðstæðan sem konurnur í Lyn fá.. Þær eru í VIP stæðum. Frítt að drekka og þú getur verið inni að horfa á leikinn og síðan þegar þú situr úti þá ertu í rosa flottum stólum og sjónvarp beint fyrir ofan þig þar sem sýnt er úr hinum leikjunum ;) Þvílíkur lúxus :)
Leikurinn endaði 4-1 fyrir Stabæk. Veigar átti aftur stórleik. Skoraði AFTUR úr aukaspyrnu. Bara alveg einsog í seinasta leik og síðan skoraði hann líka 3 markið. En þetta var rosa flott hjá kallinum :)
Viktor var alveg einsog engill á leiknum og það heyrðist ekki í honum. Er greinilega alveg farinn að venjast þessum hávaða ;) Þegar við komum heim, var ég kominn með geiðveikann hausverk og flögurt :( Þannig að greyið Veigar þurfti að elda og sjá um strákinn.. ;)

En í dag líður mér miklu betur :) Ég og Viktor erum bara að hafa það gott núna á meðan Veigar er á æfingu. Síðan förum við trúlega að horfa á varaliðið keppa á eftir.

Kv,
Íris

2 Comments:

  • At 6:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ skvís gaman að heyra hvað gengur vel hjá ykkur, vinkona mín frá Noregi sem ég var að segja þér frá var einmitt að segja mér hvað gengur vel hjá Stabæk núna, fylgist vel með:)
    Kv. Ingibjörg S.

     
  • At 9:09 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Æj frábært :) En hvenær kemuru heim skvís??? Ég kem trúlega 9. júní til 19. júní

     

Skrifa ummæli

<< Home