Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

mánudagur, apríl 17, 2006

Uuuuhuuu...

Ég á soldið mikið bágt núna... Ég og Vitkor erum alein heima og verðum það í allan dag og allt kvöld. Veigar var farinn eldsnemma í morgun til Tromso sem er alveg lengst uppfrá og kemur ekki aftur fyrr en í nótt.
Áðan var ég svo að kveðja mömmu, pabba, Önnu og Bibbu og það féllu sko nokkur tár. Ég reyndi að vera voða sterk en það er alltaf svo erfitt að kveðja :(
Ég get ekki beðið Viktor að hugga mig því hann sefur :(

En jæja ég ætla að hætta að vorkenna mér og segja frá því hvað við erum búin að vera að gera seinustu daga sem b.t.w. voru hreint og beint æðislegir.

* Við erum búin að labba í ALLRI Oslo *
* Fara í örugglega allar búðir ;) *
* Spilað Buzz einsog vitleysingar *
* Farið uppí Holmenkollen *
* Keyrðum til Svíþjóðar og versluðum mat og föt *
* Borðað alveg æðislegan mat, hamborgarahrygg og margt fleira.. jammí *
* Borðað mikið af nammi ;) *
* Spilað tígul sjöuna *
* Horft smá á snjónvarpið, ekki mikið samt *
* Horft á Veigar keppa *
* Spilað meira *
* Knúsað Viktor alveg heilan helling*

Þetta voru alveg æðislegir dagar og eigum við eftir að sakna þeirra MJÖG mikið!!!

Takk fyrir súper dúper 9 daga :)

Íris is out..

8 Comments:

  • At 5:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hallo !!! Alltaf leiðinlegt að kveðja :( en tíminn líður hratt ekki gleyma því :)
    heyri í þér fljótlega :*

     
  • At 7:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hæhæ Bibba hér..
    Þetta voru æðislegir dagar og ég vildi að við urðum þar lengur. 'eg verð að viðurkenna það að ég fór að það féllu mörg tár þegar ég kvaddi þig og Viktor en eins og maður reynir að vera sterk á er alltaf erfitt að kveðja Þig og Viktor. Þegar við kömum heim þá förum við til ömmu Ingu og afa Skúla og öll familien var þar svo að allir tóku vel á móti manni. Svo þegar fólkið var byrjað að spurja hvernig var í Noregi? og hvernig var Viktor? þá komu tárinn því ég var svo mikið að sakna litla stráksa og auðvita þér líka ;(en þetta voru SKEMMTILEGUSTU DAGAR EVER :D ég elska þig Íris svo mikið og Viktor líka og svo Veigar líka. Ég bara bið að heilsa öllum og kysstu hann Viktor fyrir mig (K) Vi ses bæbæ

     
  • At 7:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Æ ég þurfti ekki meir en að lesa þetta og ég táraðist .Mikið hafið þið haft það gamann .Bíðið bara eftir Hansa ,að þá má nú alveg búast við að ég komi Knús til ykkar Gunna páls

     
  • At 7:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    bibba
    ÉG Á EFTIR AÐ SAKNA ÞÍN GEÐVEIKT EÐA ALLAVEGA YKKAR ... Koss koss og knúsar frá Bryndísi (K)(K)(H)(H)

     
  • At 11:31 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Kveðjustundir eru alltaf svo erfiðar, en tíminn er svo fljótur að líða.. Áður en þú veist af þá verðum við kominn í heimsókn til Íslands :)
    En það var ofsalega gaman að hafa ykkur og þið eruð sko velkominn hvenær sem er ;)
    Love, Íris ;)

     
  • At 8:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ Anna hér, vildi bara seigja að ég skemmi mér alveg ótrúlega mikið þarna úti hjá ykkur. Og vildi ég nú ekki fara heim, vil helst bara flytja út til ykkar. En Viktor er bara mesta dúlla sem hægt er að vera, og svo er þessi hlátur hans alveg æðislegur, og á ég uppöku í símanum mínum þar sem hann er í hláturkasti, og það er ekkert smá skemmtiegt að hlusta á það... En takktu einn sní snæ snoppy snoppy snoppy snopp, sní snæ snoppy snoppy snoppy snopp ich bin snoppy das kleine krokodíl ;);) Og gefðu honum svo eitt stórt knús og svo einn stóran koss (K) Þá er þetta komið nóg í bili, svo sjáumst við á skypeinu :)

     
  • At 3:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ Íris mín
    Gaman að sjá hvað hefur verið gaman hjá ykkur um páskana, familian mín fór einmitt líka síðustu helgi, ekkert smá erfitt að kveðja (snökktsnökkt) en maður verður bara að hugsa um hvað verður gaman að sjá þau aftur í sumar;)
    Ég var að sýna einni norskri vinkonu minni hérna síðuna þína, hún er mikill fótboltaaðdáandi og fannst stórmerkilegt að Veigar skildi vera að spila með Stabæk (veit ekki alveg hvernig það er skrifað)
    Hvenær ætlar þú svo að vera á Íslandi í sumar? vona að við náum að hittast e-ð!
    Kv. Ingibjörg S.

     
  • At 5:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já er það :) Kannaðist hún ekki við Stabæk? Ég býst við að koma í byrjun júní.. 9 eða 10. En þú hvenær kemur þú heim og hvað verðuru lengi?

     

Skrifa ummæli

<< Home