Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

mánudagur, febrúar 27, 2006

Bloggleti..

Það er kannski kominn tími til að skrifa nokkrar línur hérna!!!
Annars getur fólk bara hringt í mig eða komið í heimsókn ef það vill fá að vita hvað við erum að bralla þessa dagana :)
Ég og Viktor komum heim til Íslands á miðvikudaginn.. allir ekkert smá spenntir að sjá litla prinsinn :) Sérstaklega Silja sem var að sjá hann í fyrsta skiptið. Viktor sjarmeraði hana með sæta brosinu sínu. Það alveg hljómaði í eggjastokkunum hjá henni ;)
Viktor fékk samt smá menningarsjókk fyrsta daginn..greyið litla.. allt fullt fólki sem hann kannaðist ekkert við og var smá lítill í sér. Bara vanur mömmu og pabba ;)
Hann er nú samt búinn að venjast allri athyglinni og fer núna stundum að gráta ef hann fær ekki nóg af henni :) Hann er samt búinn að vera ótrúlega góður við einstæða mömmu sína ;)
Um helgina skelltum við okkur uppí bústað. Það var ekkert smá kosý helgi. Farið 3 sinnum í pottinn og borðað góðan mat.. Lentum í alveg himinbjartri nótt og það var skellt sér í pottinn til að horfa á stjörnurnar.

En ég ætla að skella mér í háttinn... klukkan að ganga hálf eitt. Viktor er orðinn eins og stillt vekjaraklukka, vaknar hálf fimm og fær sér smá sopa og síðan klukkan hálf átta þessi elska :) Og mamman frekar þreytt.. :)

Kv,
Íris

2 Comments:

  • At 10:34 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Velkomin heim! :) Við verðum endilega að fara að hittast með krílin. Árnheiður Ásta er veik eins og er, með eyrnabólgu og hita, en ég læt þig vita um leið og henni batnar. Það verður ýkt sætt að sjá Viktor og Árnheiði spjalla saman. :)

     
  • At 3:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já endilega láttu mig vita þegar Árnheiður er orðin góð :) Viktor þarf að eignast leikfélaga ;)

     

Skrifa ummæli

<< Home