Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

mánudagur, nóvember 28, 2005

Mánudagur

* 26 dagar til jóla *

Fyrsti í aðventu var í gær og honum var fagnað með Aðventuboði hjá ömmu, þar sem hún bauð uppá ekta súkkulaði með rjóma og allskonar kræsingar. Ohh það er svo gaman í þessu aðventuboði... maður kemst í svo mikið jólaskap. Ég er ein af þeim sem segja að jólin mega alveg koma í nóvember. Kannski ekki beint jólalögin, en jólaljósin mega sko alveg koma fyrr. Aðeins að birta upp skammdegið.

Stabæk strákarnir fóru í gær eftir æðislega ferð. Veigar sagði að þeir séu gjörsamlega ástfangnir af Íslandi og margir sem ætla að koma aftur í Desember!
Maturinn, stelpurnar, landslagið, Bláa Lónið, úti sundlaugarnar, húsin og fólkið... SNILLD
Æj það er svo gaman að heyra útlendinga tala svona um landið sitt (",)
En vel heppnuð ferð í alla staði og það kæmi mér sko ekki á óvart ef að það verður farið aftur til Íslands á næsta ári.

Ennn annars er allt gott að frétta, við bíðum bara spennt eftir... you know who ;)
Vignir kemur næsta laugardag og ég var búin að lofa að halda þessu inní mér þangað til hann kemur * hóst*
Mamma er í Köben og ég var líka búin að lofa henni að koma ekki með það þegar hún væri úti, hún kemur í kvöld þannig að ég stend við það.
Ætli ég eigi ekki eftir að ganga með þetta tvær vikur framyfir!!! Þá verður Vignir farinn og missir af öllu... Það er bara sett pressa á mann... hehe

* Over&Out *

2 Comments:

  • At 7:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæhæ, Hvað segirðu þá Íris mín, ég hef bara ekki heyrt í þér lengi, alla vegna þá geri ég ekkert annað þessa dagana en að lesa fyrir próf, er búin í einu síðan á ég 3 eftir ;( Bömmer, við verðum nú að hittast áður en ég fer út sem er 16. des, og þá verður barnið líklega komið, mig dreymdi samt að þú værir með stelpu, og varst að biðja mig um að fljúga með hana til Noregs, og stelpan var alveg eins í framan og þú meira að segja með sítt hár... Ýkt fyndinn draumur. En gangi þér allt í haginn, hlakka til að sjá þig.


    Bkv, Ellen Draumakona ;)

     
  • At 1:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Innilega til hamingju með litla prinsinn Guðrún Íris og Veigar. Hlökkum til að fá að kíkja á ykkur. Kveðja Ingibjörg, Sölvi, Sunna og Bjarki

     

Skrifa ummæli

<< Home