Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

mánudagur, nóvember 14, 2005

Að vera kona...

Oft á kvöldin áður en ég fer að sofa les ég Nýtt Líf, sem mamma er búin að geyma fyrir mig og það er alveg ótrúlegt hvað það er mikið af auglýsingum og ráðum til að gera konuna betri og fallegri!!
Ilmvatn, meik, púður, gloss, maskari og so on... og síðan mynd af gullfallegum konum sem auglýsir þetta og maður hugsar: ÉG verð að eignast svona!!!
Eina púðurdós og eitt andlitskrem hef ég keypt, 3 maskara sem og einn eyeliner. Ég á síðan 8 liti af augnskuggum og einn kinnalit. Ég verð þó að viðurkenna að ég er varalita og glossasjúk og á nokkra þannig :) Svona lítil er mín snyrtitaska og hefur verið síðan FOREVER!!!
Er ekki tími til komin að maður splæsi á sig andlitsbaði (einu sinni) og nýju snyrtidóti, láta einhvern kenna mér að mála mig og hætt að kaupa þessi 1000 krónu dagkrem þar sem maður er nú að ELDAST???
Að vera kona getur verið erfitt og dýrt...

Íris

4 Comments:

  • At 10:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    þú ert alltaf jafn sæt í mínum augum.híhí

     
  • At 3:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Takk Elskan :)

     
  • At 6:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Elsku Íris min Líttu bara á mig og mömmu þína við notuðum ekkert af þessu dóti enn sammt erum við svona unglegar tilvonandi ÖMMUR í dag

     
  • At 11:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    það væri nú örugglega skrítið að sjá þig rosa mikið málaða, þú ert nú alltaf jafn sæt eins og þú ert:)
    Kv. Ingibjörg S.

     

Skrifa ummæli

<< Home