Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

mánudagur, október 31, 2005

Mánudagur

Hæ hæ...

Hin rólegasta helgi búin og ný "vinnuvika" að byrja ;)
Á föstudaginn þá kom þetta svaka inniveður, rok og snjór gerði það að verkum að ekki var hægt að keyra mikið, sérstaklega þegar maður er ennþá á sumardekkjum. Þannig að ég labbaði útí búð og keypti heitt kakó og rjóma, kom síðan heim og bakaði köku fyrir familíuna og við sátum bara inni og það eina sem vantaði var jólatónlistin ;) Um kveldið var bara pöntuð pizza og horft á Idol og síðan smá jólakortaföndur. Ekkert smá kósý.
Á laugardagsmorgni klukkan hálf átta, var farið á fætur og ég náði í Fjólu og við gerðumst smá BT brjálæðingar og mættum í röðina fyrir utan BT í smáralindinni og vorum að vonast til að keypt eitthvað af þessu ódýra dóti sem var verið að auglýsa. En kaupóðir íslendingar voru mættir þarna klukkan hálf fjögur um nóttina þannig að ágætis röð var komin, en við létum það ekki á okkur fá og biðum þarna í einn og hálfan tíma eftir að búðin opnaði. Það var því miður allt það besta búið en ég keypti DvD spilara á 2000 krónur :)
Um kvöldið var síðan svaka matarboð hérna heima, fullt af fólki þannig að ég gat ekki annað er verið heima eina ferðina enn á laugardagskvöldi!
Á sunnudeginum fór ég í Húsasmiðjuna og Blómaval, og komst í þvílíkt jólastuð þar sem allt var skreytt í jóladóti. Kannski soldið snemmt, en ef maður spáir í það þá er fyrsti í aðventu 27 nóvember og má þá ekki byrja að spila jólalög og skreyta aðeins???
En einsog ég sagði þá var þetta voða róleg og góð helgi :)

Í morgun fór ég í mæðraskoðun og allt lítur voðalega vel út hjá mér. Bumban stækkar reglulega og púlsinn fínn, hann var aðeins búinn að hækka hjá mér, en ég var með svo lágan fyrir að það var engin athugasemd gert á það. Þannig að allt í góðu hjá mér og bumbubúanum :)

Og svo smá fréttir af Veigari... hann var að keppa í gær á móti Pors Grenland, seinasti leikurinn þeirra og þeir rúlluðu honum upp 8-1 og Veigar skoraði tvö :) Góður endir á góðu tímabili!!!

En ég ætla að skella mér í sund :)
Heyrumst seinna!!!

2 Comments:

  • At 9:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ, ég skrapp einmitt í Blómaval, nýju búðina og missti mig aðeins, en ekkert í jóladóti þar sem ég verð ekki einu sinni heima um jól né áramót, en ég keypti fullt af örðu fallegu, við skulum einhvern tíman fara saman,

     
  • At 1:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já til er ég... það er ekkert smá flott þarna! Þú lætur mig bara vita hvenær þú kemst :)

     

Skrifa ummæli

<< Home