Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

fimmtudagur, október 27, 2005

L O S T ! ! !

Hver á Lost seríu #2??? Mig langar svo í hana!!! Veigar var að byrja að horfa á hana í gær og hann sagði að hún sé of spennó og núna er ég að deyja mig langar svo að horfa á hana...
Ef einhver á hana og vill vera svo góður að lána mér hana... please let me know (",)

Annars er allt gott að frétta af mér og bumbukrílinu... Aðeins 5 vikur eftir, sem er kannski ekkert svo langt þangað til en verður örugglega voða lengi að líða. Það hefur allt komið vel út hjá ljósmóðurinni... ég fer næst í skoðun núna á mánudaginn og svo vikulega alveg fram að stóru stundinni ;) Á þriðjudaginn fer ég á "Opið Hús" á fæðingarganginum, fæ að sjá hvernig þetta virkar og lítur út. Ég ætla að draga mömmu með fyrst að Veigar er ekki hérna.
Heilsan er annars fín, hef verið að fá smá í bakið, og það fyndna við það er að ég fæ í bakið ef ég sit og slappa af... þannig að ég hef reynt að hafa nóg að gera. Ég hef farið í sund á hverjum degi, syndi heila 500 metra, sem er voða hressandi. Í morgun komu amma og afi við hjá mér og við skeltum okkur í göngutúr með Kiöru og hvolpinn hennar. Það er reyndar svoldið kalt úti en maður lætur sig hafa það. Ég reyni að hafa alveg nóg að gera og þá kannski líður tíminn aðeins hraðar ;)

En íslenski bachelorinn í kvöld... alveg ótrúlegt að maður getur horft á þennan þátt, ætli það sé ekki bara útaf því að maður finnst gaman að horfa á aðra gera sig að f...? (sorry)

Over&Out

7 Comments:

  • At 1:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Alveg sammála með bachelor þáttinn, maður fær alveg kjánafiðring að horfa á þetta!! :) En váááá hvað það er stutt í þetta hjá þér, hlakka svo til að sjá litla krílið þitt.
    Farðu vel með þig.
    Knús
    Harpa.

     
  • At 1:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    bachelor þátturinn er náttúrlega bara djók en maður glápir á hann og hlær :)

     
  • At 1:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hei Íris... Season 2 á Lost er frekar ný byrjuð, bara búnir um 5-6 þættir hérna út...

    Hvenær seturðu fleiri bumbumyndir inn?
    Synd að ég sé að missa af þessum bachelor þætti, veit ekki hvað fólk er að pæla...
    Silja

     
  • At 4:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Silja... þú getur horft á Bachelor þáttinn á s1.is :) Hann er sýndur í kvöld og síðan settur inná netið á morgun :)
    Ég var að taka nýjar myndir og set þær inná fljótlega (",)

     
  • At 7:33 e.h., Blogger Heiða said…

    Hæ hæ vá hvað er stutt eftir hjá þér :-O þetta fer alveg að koma bara!!!
    Annars eigum season 2 af Lost :) Það er það sem komið er og þér er velkomið að fá það hjá okkur :) Minnsta málið ;)
    Bachelor er náttúrulega bara fyndið og hallærislegt, en það er gaman að sjá þær grenja og rífast, hehe ;)

     
  • At 1:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það yrði frábært ef ég fengi þá lánaða, þessa sem þið eruð búin að horfa á ;)

     
  • At 12:10 e.h., Blogger Heiða said…

    Þeir eru bara á flakkaranum okkar svo ég get bara sett þá yfir í tölvuna þína :) Minnsta málið

     

Skrifa ummæli

<< Home