EnnEinHelgi...Búin
Mér finnst tíminn líða endalaust hratt og mér finnst alltaf vera sunnudagar.
En það var nóg að gera hjá mér um helgina, enda þurfti ég að sjá um stórt heimili :)
Mamma og pabbi fóru á fimmtudaginn, um kvöldið fórum við í mat til ömmu, í slátur sem mér finnst ekkert smá gott. Seinna um kvöldið komu síðan TLC gellurnar í heimsókn og við horfðum allar á Íslenska Bachelorinn og síðan á Ástarfleyið og svo auðvitað var kjaftað líka ;)
Föstudagskvöldið fór ég í pizzu og Idol hjá Massa og Siggu, Garðar og Magga komu líka með Dag Orra sæta, hann er ekkert smá mikil dúlla og rosalega góður :)
Laugardagskvöldið var síðan tekið mjög rólega, kannski einum of... var bara heima og horfði á sjónvarpið allt kvöldið og borðaði nammi (",)
Í kvöld koma síðan mútta og pabbi heim og það verður ágætt að fá þau aftur, er ekkert að fíla að passa þessa kríslinga hérna ;) Nei segi svona, þau eru búin að vera ágæt.
Veigar er að fara að keppa á eftir, vonandi að þeir vinni þótt þeir séu komnir upp þá er alltaf gaman að vera í fyrsta sæti ;)
Ég er hins vegar að fara í kaffi til ömmu og afa, þannig að ég ætla að hætta þessu bulli og fara að klæða mig, klukkan hálf tvö og maður er ennþá í náttfötunum ;)
See´ya
En það var nóg að gera hjá mér um helgina, enda þurfti ég að sjá um stórt heimili :)
Mamma og pabbi fóru á fimmtudaginn, um kvöldið fórum við í mat til ömmu, í slátur sem mér finnst ekkert smá gott. Seinna um kvöldið komu síðan TLC gellurnar í heimsókn og við horfðum allar á Íslenska Bachelorinn og síðan á Ástarfleyið og svo auðvitað var kjaftað líka ;)
Föstudagskvöldið fór ég í pizzu og Idol hjá Massa og Siggu, Garðar og Magga komu líka með Dag Orra sæta, hann er ekkert smá mikil dúlla og rosalega góður :)
Laugardagskvöldið var síðan tekið mjög rólega, kannski einum of... var bara heima og horfði á sjónvarpið allt kvöldið og borðaði nammi (",)
Í kvöld koma síðan mútta og pabbi heim og það verður ágætt að fá þau aftur, er ekkert að fíla að passa þessa kríslinga hérna ;) Nei segi svona, þau eru búin að vera ágæt.
Veigar er að fara að keppa á eftir, vonandi að þeir vinni þótt þeir séu komnir upp þá er alltaf gaman að vera í fyrsta sæti ;)
Ég er hins vegar að fara í kaffi til ömmu og afa, þannig að ég ætla að hætta þessu bulli og fara að klæða mig, klukkan hálf tvö og maður er ennþá í náttfötunum ;)
See´ya
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home