Úti er alltaf að snjóa...
á svo sannalega vel við í dag hérna í Oslo. Ýturnar hafa ekki við að skafa þannig að það hefur myndast góður snjór á götum og gangstígum og ég sem ætlaði út að labba með litla Viktor verð bara að njóta að horfa á snjóinn í gegnum rúðuna.
Annars er allt gott að frétta af okkur. Við fórum til Svíþjóðar seinasta laugardag og Viktor Páll var ekkert smá góður allan tímann. Hann svaf bara í bílnum og var reyndar vakandi í vagninum þegar við vorum að versla en kvartaði ekki neitt. Ferðin tók allan daginn og ég fann að honum fannst voða gott að koma heim til sín í rúmið og fá aðeins að sprikla út löppunum. En hann var alveg rosalega góður. Algjör draumur ;)
Í dag er Bóndadagurinn og hvað ætlið þið svo að gera fyrir karlpungana??? Ég ætla að elda góðan mat handa mínum... leyfa honum að hvíla sig í uppvaskinu í kvöld (hehe) og gefa honum eitt stórt KNÚS :)
Ég er að klára að setja inn myndir inná barnalandsíðuna hans Viktors, ætla að klára það og fara síðan að versla í matinn :)
Við heyrumst seinna gott fólk.
Kv,
Íris
Annars er allt gott að frétta af okkur. Við fórum til Svíþjóðar seinasta laugardag og Viktor Páll var ekkert smá góður allan tímann. Hann svaf bara í bílnum og var reyndar vakandi í vagninum þegar við vorum að versla en kvartaði ekki neitt. Ferðin tók allan daginn og ég fann að honum fannst voða gott að koma heim til sín í rúmið og fá aðeins að sprikla út löppunum. En hann var alveg rosalega góður. Algjör draumur ;)
Í dag er Bóndadagurinn og hvað ætlið þið svo að gera fyrir karlpungana??? Ég ætla að elda góðan mat handa mínum... leyfa honum að hvíla sig í uppvaskinu í kvöld (hehe) og gefa honum eitt stórt KNÚS :)
Ég er að klára að setja inn myndir inná barnalandsíðuna hans Viktors, ætla að klára það og fara síðan að versla í matinn :)
Við heyrumst seinna gott fólk.
Kv,
Íris
2 Comments:
At 11:36 f.h., Nafnlaus said…
jæja á ekkert að blogga neitt ;)
sé þig eftir 13 daga :)
hlakka ekkert lítið til :D
At 1:17 e.h., Nafnlaus said…
Jú þetta gengur ekki lengur... ég skal henda smá bloggi inn :)
Skrifa ummæli
<< Home