Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

mánudagur, janúar 09, 2006

Bloggað frá Noregi

Halló gott fólk...

Þá er litla fjölskyldan komin aftur heim til Noregs eftir frábæra dvöl á Íslandi.
Þótt það sé gott að vera kominn aftur út þá var alveg rosalega erfitt að kveðja alla, sérstaklega fjölskylduna. Mér finnst ekkert smá leiðilegt að þurfa að taka litla gullmolann af þeim. Rétt 5 vikna gamall og svo bara farinn til útlanda og maður veit ekkert hvenær maður kemur aftur heim! En svona er þetta og ég var búin að lofa að tala við þau á hverjum degi í gegnum skype og webmyndavélina svo þau geta nú eitthvað fylgst með honum... ekki bara gegnum myndir.
Ennn... við komum heim í gær í ískalt húsið og það var ekki farið að hitna fyrr en klukkan 2 í dag eftir að við fórum og keyptum ofn í Elko. Viktor Páll fékk að sofa uppí rúmi hjá okkur því það var alltof kalt fyrir hann að sofa einn í rúminu sínu. Viktor svaf einsog steinn í alla nótt, vaknaði klukkan átta og fékk sér að borða og svaf síðan til hálf eitt. Hann er algjör draumur þetta barn :)
En í dag höfum við verið að ganga frá dótinu okkar... reyna að koma öllu fyrir. Nýr einstaklingur kominn og hann tekur nú smá pláss ;)
Síðan fórum við í göngutúr útí búð með nýja vagninn... hann alveg svínvirkar :) Viktor var líka alveg að fíla hann, góðir temparar á honum ;)

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í dag... ég ætla að halda áfram að ganga frá.
Við heyrumst seinna :)

Kv,
Íris

5 Comments:

  • At 11:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Æ, hvað það er notarlegt að sjá þig skrifa á heimasíðuna, þótt ég kem til með að tala við þig á hverjum degi er líka gaman að lesa hvað er um að vera. Koss og knús,mamma:)

     
  • At 7:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gott að vita að allt hefur gengið vel.. og þú verður nú að koma í heimsókn aftur bráðlega :)
    Hafið það alveg rosalega gott
    Kveðja
    Guðrún

     
  • At 11:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sælar. Bara að kvitta fyrir innlitið. Vertu nú dugleg að skrifa og setja inn myndir á barnaland. Gangi ykkur allt í haginn.
    Kveðja Ingibjörg og co

    www.barnaland.is/barn/2672
    www.grettla.blogdrive.com

     
  • At 11:04 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    gott að allt gekk vel :) Þú verður að vera dugleg að skrifa og setja inn myndir :)
    Heyri í þér fljótlega
    knús
    Fjóla

     
  • At 4:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hæhæ
    Gott að heyra að allt gekk vel hjá ykkur á leiðinni út, er ekki líka smá gott að vera komin aftur til Noregs? þótt þú eigir náttúrulega örugglega eftir að sakna allra heima.
    Við erum líka komin aftur til Sviss og allt farið að ganga sinn vanagang hér aftur.
    Ég átti allataf eftir að fá skypið hjá ykkur úti! Okkar er allavega stebbiogingibjorg ef þig langar að tjatta
    bið að heilsa og vonandi gengur áfram vel með Viktor Pál, litla draumabarnið ykkar.
    Kv. Ingibjörg S.

     

Skrifa ummæli

<< Home