Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

sunnudagur, mars 26, 2006

* Töff Töff Töff*

Var að horfa á myndbandið með Silvíu Nótt og ég segi bara *töff töff töff*
Vona svo innilega að hún komist í aðal keppnina!!! Hvað er Eurovision án Silvíu Nightar = ekkert spes ;)

En svona fyrir ykkur "baking mamas" þá ætla ég að setja inn uppskriftina af "france sjokolade" kökunni hérna:

200 gr. súkkulaði
brætt í potti
200 gr. smjörlíki


2 dl. sykur
2 1/2 dl. hveiti
hrært saman
1 tsk. lyftiduft
4 egg

Þessu síðan blandað saman og sett í ofn við 200° í 20 mín..

..og það er síðan bara must að vera með þeyttan rjóma með kökkunni og síðan voða sætt að skreyta með jarðaberjum :)

Helgin var annars mjög róleg.. Veigar fór til Svíþjóðar eldsnemma á laugardagsmorguninn og var kominn heim klukkan 6 sama daga. Ég og Viktor vorum bara heima að leika okkur saman :)

Það fer að styttast í mömmu, pabba, Bibbu og Önnu.. aðeins tvær vikur í þau :) Mig hlakkar ekkert smá til *stórt bros*
Það verður sko gert alveg helling með þeim hérna. Þau ætla að vera með bílaleigubíl í 3 daga og þá verður keyrt um og skoðað og við erum jafnvel að spá í að skella okkur til Svíþjóðar og versla í matinn. En það verður pottþétt rosa gaman hjá okkur :)

Veigar fer í sumarfrí 9. júní og við erum að spá í hvað við ætlum að gera.. okkur langar heim en okkur langar líka ekkert smá mikið til Kanaríeyja. Við erum svona á báðum áttum, það er nefnilega mjög dýrt flugið heim til Íslands.. Það munar ekki miklu að fara til Kanaríeyja í viku með hóteli og fara heim til Íslands, reyndar í 10 daga. En við þurfum að ákveða þetta fljótlega svo að verðið hækki ekki meira!!!

Over&Out

2 Comments:

  • At 11:16 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ok ég veit ekki hvort ég sé alveg sátt með það að þið komið ekkert heim í sumar :( en skil ykkur svo sem alveg að vilja fara í Kanarí En ég mundi vilja fá ykkur heim :D

     
  • At 10:25 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já mig langar alveg rosalega mikið að koma heima líka ;) Hitta fjölskylduna og vini :)

     

Skrifa ummæli

<< Home