Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

fimmtudagur, maí 04, 2006

*Montimont*

Hérna kemur eitt stutt montblogg ;)

Sumarið er semsagt komið hingað til Oslo... liggaliggalái!!!
Í gær var hitinn eitthvað rétt 10 gráður.. Í dag fór hitinn uppí 25 gráður!!!
Gunna tengdó kom í heimsókn í gær og í dag löbbuðum við niður á Agger Brygge. Harpa og strákarnir komu líka með okkur. Þvílíkur sumarfílingur í gangi, tókum fullt af myndum sem ég skelli inná síðuna hans Viktors :) Síðan skutluðum við Veigari og lentum í þvílíkri umferð á leiðinni heim. Við vorum í 1tíma að komast heim sem tekur yfirleitt 15 mín. En við stoppuðum stutt heima og skelltum okkur síðan að horfa á Veigar keppa. Þeir voru að keppa við Rosenborg. Góður leikur sem endaði 1-1.
Veigar stóð sig mjög vel... like always!!!
Núna erum við kominn heim eftir frábærann dag. Hitinn ennþá 17 gráður, sem er gott mál!!! Spáin góð framundan :):):)
En einsog ég sagði þá var þetta bara stutt montblogg :)
Heyrumst seinna!!!

8 Comments:

  • At 9:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Bibba systir..
    Helló. (K) Já, það er nú alltaf gott að vera í hita og sól svo að þú ert bara EINN STÓR HEPPINSGRÍS MAÐUR.. En Gunna ég öfunda hana rosa mikið að fá að knúsa og kyssa litlu krúsídúlluna mína (K) en við heyrumst
    Elska ykkur (K)(L)
    kv.Bibba systir

     
  • At 6:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    já já okkur er alveg sama þó þið séuð með sól og hita, ég er ekkert abbó (eða þannig!!! )
    Auðvita gengur Veigari vel, ég var búin að spá þessu fyrir honum hí hí hí. Njótið góða veðrisins á meðan það er og reynið að senda það til okkar.
    Sakna ykkar :*

     
  • At 6:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gott ad tid njotid ykkar...
    Er i Hollandi nuna ad frjosa i 18 gradum... Eg er an efa mest klaedda manneskjan a svaedinu - enda ordin of godu von - tad er 35 gradum...
    Bid ad heilsa ollum... og hlakka svo til ad fa ad hitta litla grallarann... skoda myndirnar hans a hverjum degi! Tarf eg aftur ad kaupa/breyta flugmida til ad hitta hann? eda hvenaer verdid til a Islandinu goda?
    Siljan

     
  • At 7:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæhæ Ég þarf ekkert að öfunda þig er búin að liggja í steik hérna undanfarna daga sjálf hehe:)
    En æjj. hvað þú stoppar stutt á Íslandi ég kem örugglega heim í kringum 16.júní og verð allavega í rúmann mánuð, verð nú að reyna að hitta ykkur smá...kemuru e-ð aftur heim í sumar?
    Kv. Ingibjörg S.

     
  • At 4:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það er ennþá geðeikt veður hérna og er maður kominn með góðan lit á kroppinn ;) Bibba og Fjóla.. svona er að búa á Íslandi.. heheh :)
    Ingibjörg við verðum að hitast við verðum á sama tíma á Íslandi... Það er must!!!
    En ég er farinn að bera á mig after sun... híhí

     
  • At 6:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hei skuttla!

    Ég er mikið búin að vera að spá í hvort leiðum okkar myndi einhverntímann leiða saman hérna í Norge en nú gafst ég upp og ákvað að googla þig.;) FUNDIN hehe
    hvað ertu að gera?
    og hvernig hefuru það?

    Ég er í Geilo og búin að vera í 4 ár en er að fara til Kongsberg. Vonandi hittumst við einhverntímann en bættu betur og kikkaðu á mína síðu ;P

    kv Heiðrún (úr Garðabæ)

     
  • At 6:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    http://blog.central.is/simmiogheidrun

     
  • At 5:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Er orðið svona gott veður hjá þér að þú getur ekki bloggað ??? ;) ha ha ég bara kvarta eins og þú um ekkert blogg ha ha

     

Skrifa ummæli

<< Home