Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

fimmtudagur, maí 25, 2006

Ég tala ekki NORSKU!!!

Hæ hæ

Vá hvað ég er komin með mikinn leiða á símasölufólki.. þau hringja daginn út og daginn inn og meira að segja í GSM símann minn!!! Og þau gefast EKKI upp!!! Ef ég svara ekki dag þá er pottþétt hringt aftur á morgun!
Þannig að ég er komin með gott system á þetta og segi bara voða pent: " Ég tala ekki norsku" og þá eru þau fljót að skella á mig því ekki vilja þau tala ensku :)

Annars er nú voða lítið að frétta héðan.. Við vorum að passa Gísla og Birgir áðan. Stebbi og Harpa eiga 4 ára brúðkaupsafmæli í dag.. Til hamingju með það ;) Þau fóru út að borða og vorum við með strákana á meðan. Gísli er svo mikið krútt :) Hann kallar mig og Veigar "Ía" ferlega krúttlegur með ljósu lokkana sína :)

Já svo má ég ekki gleyma aðalinu :) Við erum búin að panta farið heim :) Við komum heim 9. júní og förum aftur 20. júní. 11 dagar sem við fáum heima og þeir verða skipulagðir vel! Ég er meira að segja að spá í að fara að skipuleggja þá NÚNA!!!

Uhhummm.. hverju get ég logið að ykkur meiru???
Ekki neinu held ég.. þá bara læt ég þetta vera gott í bili og við heyrumst seinna!

Ía kveður ;)

8 Comments:

  • At 11:49 e.h., Blogger Heiða said…

    Hlakka til að fá þig heim :) Verðum við ekki að plana stelpudjamm? ;)

     
  • At 7:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Júhú... hvernig væri það??? Hvað með laugardaginn 17. júní eða kannski 16 júní??? Er nefnilega að fara í útskrift og afmæli 10. júní!

     
  • At 10:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Jei
    Ég kem heim 15 júní, þannig að ég ætla að panta hitting.
    Hlakka til að sjá ykkur
    kv. Ingibjörg S.

     
  • At 7:57 e.h., Blogger Heiða said…

    Já ég er sko til :-D

     
  • At 12:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já Ingibjörg við verðum að hittast. Ég, þú og Ellen ættum að hittast eitt kvöldið, fara kannski út að borða og svo kíka eitthvert. Gera allavega eitthvað saman ;)

     
  • At 12:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já það væri æði ef við gætum hist allavega þrjár og farið út að borða. Það koma eiginlega bara 4 dagar til greina. 16,17,18 og 19 júní. Veit ekki alveg hvernig þetta verður hjá mér en reikna með að 16. og 17 verði nokkuð busy hjá mér eins og örugglega hjá ykkur. reynum samt að festa e-n tíma. Hvað segið þið?

     
  • At 9:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já ég er einmitt líka upptekin 16 og 17 júní, þá eru það bara 18 og 19 og ég kemst báða daga.. veit samt ekki með Ellen!!

     
  • At 10:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ´Stelpur mæli með að þið farið sem oftast út að skemmta ykkur .EN EN ég panta að passa Viktor

     

Skrifa ummæli

<< Home