Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

laugardagur, júní 24, 2006

Létt og laggott ;)

Maður er varla búinn að taka uppúr töskunum þegar maður þarf að pakka aftur niður!!!
Er samt ekki alveg að nenna því núna. Mér finnst miklu skemmtilegra að taka uppúr töskunum en að pakka!!! Veit aldrei hvað ég á að taka með mér.. tek yfirleitt alltaf of mikið dót með mér!
Við leggjum af stað til Svíþjóðar á morgun kl. 10:30. Þetta er ca. 6 tíma keyrsla.Við förum í bæ sem heitir Halmstad. Neðst í Svþjóð. Hótelið sem við gistum á er víst rosalega flott. Við ströndina og með sundlaug og SPA. Spurning hvort að maður eigi ekki eftir að nota það mikið. Nudd á morgnana, hádeginu og svo á kvöldin.. hahaha :)
En við eigum örugglega eftir að fara ´í sund með Viktor mjög oft.

Þetta verður ekki mikið lengra í dag.. þarf að halda áfram að pakka!!!!!!!!

Heyrumst............... seinna!

miðvikudagur, júní 07, 2006

Enginn titill.............

Halló.............

Veigar var að keppa að keppa í gær við meistarana Valeringa og endaði leikurinn 2-2. Veigar skoraði fyrsta markið og lagði síðan upp hitt. Veigar var valinn maður leiksins :)

Annars er lítið að frétta af okkur..... veðrið er búið að vera fínt og náði ég að liggja smá í sólbaði í gær... :) ná sér í smá lit áður en maður kemur heim ;)

Við komum heim eftir 2 daga..... jíbbí

Lost í kvöld... þetta eru svo góðir þættir....

En þetta verður bara stutt í dag... MJÖG stutt ;)

Heyrumst seinna :0)

föstudagur, júní 02, 2006

2. júní 2006

Litli sæti prinsinn minn er 6 mánaða í dag!!!
Þessi tími er búinn að vera svo fljótur að líða.. ég man svo vel daginn sem ég remdist í tvo tíma bara til að koma honum út. Blótaði honum fyrir að drífa sig ekki ;) Já ég veit.. þetta var samt alveg ógeðslega vont!! En þegar hann ég sá hann í fyrsta skiptið þá var þessi hræðilegur sársauki gleymdur og ég væri sko alveg til í að gera þetta aftur því þessi einstaklingur er sko alveg þess virði ;)
En núna er maður orðinn 6 mánaða ofurkarl.. Ég get alveg talið upp endalaust hvað hann er byrjaður að gera. En núna í dag er aðal sportið hjá honum göngugrindin og að sitja. Hann labbar útum allt í grindinni, tætir og rífur í allt sem hann sér :) Svo situr hann alveg einn, hann er farinn að vita það ef hann teygir sig í eitthvað þá dettur hann þannig að hann situr bara og er voða montinn af sjálfum sér :)
En þetta var svona smá væmnisblogg ;)
Annars er ein vika í DAG þangað til við komum heim. Ég og Veigar vorum að telja upp hvað við ætluðum að gera og það helsta var að borða á hinum og þessum stöðum :) KFC, American Style, Hjá Dóra, Subway, Nings, Nonna, Rikka Chan og fl. Og svo má ekki gleyma mömmumatnum sem er nátturulega bestastur :) Úfff hvað það verður mikið borðað!!!
Seinasti þátturinn í Prison Break var í gær og hann endaði OF spennandi og við þurfum að bíða þangað til í haust eftir framhaldinu. PÚKÓ.. ég vil fá þá alla í einu!!!
Over&Out