Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Miðvikudagur

Dí, ég verð nú að segja ykkur hvað ég lenti í núna á mánudaginn. Ég ákvað að skella mér í innisundlaugina sem er við hliðinná leikvanginum þar sem Veigar æfir. En allavega þá er þetta voða fín laug og enda kostaði það 600 ísl. krónur að fara í hana og hélt þá að ég mundi pissa á gullklósettum og læti... Neinei það var sko aldeilis ekki. Þegar ég kom inn í klefann "sem ég hélt by the way væri konuklefi" þá var þetta sameiginlegur klefi fyrir bæði kynin. Ég þurfti að fara í svona pinku litinn klefa sem ég gat klætt mig úr og svo þurfti ég að fara með fötinn í skáp sem ég þurfti að borga auka 100 krónur. En ok núna kemur það versta... Þetta var rosalega stór klefi og ég var hálfpartinn vilt þarna inni. En svo sá ég skilti sem stóð á að hérna væri sundlauginn, sturta og klósett. Ég labbaði bara inn og það fyrsta sem ég sá var nakinn karlmaður... ég sneri strax við og beint út... það lá við að ég færi heim. Og ekki bætti við að það fullt af fólki þarna, og spurning hvað þau hafa haldið um mig, heheh... En ég ætlaði ekki í sturtu með karlmönnum. En þá sá ég annað skilti sem stóð á sundlaug og sturta fyrir konur :) Ég var bara aðeins of fljót á mér :) En ég fer í sund og svona og voða fínt þarna. Reyndar ekki góð aðstæða til að synda. Smá braut þar sem var sko skilti sem stoð á : Þeir sem vilja synda eiga að synda klukkuhringinn" og svo var önnur lítil braut sem stóð : Þeir sem vilja synda hratt, synda klukkuhringinn." Bara fyndið!
En það eru bara 3 dagar þangað til amma og Anna koma. Tíminn líður rosa hratt hérna.
Veigar var að kaupa sér nýjann síma. Þetta er alveg nýjasti Sony Ericson síminn, S700i. Alveg geðveikur, með myndavél og cameru og bara öllu. Kostaði líka alveg sitt!!! Hann var svo dýr að hann keypti tryggingu á símann, en hún gildir ekki ef hann týnir honum eða hann sé stolinn!! Þannig að það er eins gott að hann passi hann vel!!!
En jæja, ætla að hætta þessu blaðri og fara að gera eitthvað.
Heyrumst!

laugardagur, febrúar 19, 2005

Hversu fyndið er þetta???

Ok, ég og Veigar vorum að hjálpa Gunnu að skrifa bréf á ensku. Hérna koma nokkrar línur frá bréfinu hennar Gunnu sem ég og Veigar erum ekki búin að laga... Ef að tilveran er eitthvað leiðinleg við ykkur núna þá á þetta pottþétt eftir að koma ykkur í gott skap. Ég get svo svarið það að tárin trilluðu niður kinnarnar þegar ég las þetta :) En áður en þið lesið þetta þá hefur henni Gunnu farið mikið fram í að skrifa ensku :)


Só wots going on in Sweden? I wos in a
party on seturdaey Konni wos 49 , ther
wer meni pepul end we endit going
densing til 4 aclok ,Zidan wos with me
in the taxi , hi dit hawe fun. Gréta me
sistir has a dog end they ar gud
frends.I no me englis wreiting but I
try so dont lef .
Rós

At lest i got the letter from you .fyrst of all I dit send you me picturs tu dey ,be for i chens my mynd, som of them ar old en som nyu.I em glaed thet wi cen bi frends end tolk a bat efrithing wots goging on in are live (openli no sikrets hopfuli) bat bying your self end by happy, thet I hop thet you can onder stend my writeng nobari dit help me .So dont lef you no ha ha ha promis.
Flott hjá þér Gunna mín og vera svo dugleg að æfa sig og ef það er eitthvað sem þú ert ekki viss með þá bara hringja í okkur ;)
Bæ í bili

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Góðar fréttir :)

Já svei mér þá... það voru að berast mér tvær ótrúlegar GÓÐAR fréttir núna rétt í þessu :)
Mamma var að hringja í mig og segja mér að Anna systir og Amma Gunna ætla að kíkja til mín í heimsókn á meðan Veigar er úti... Veigar fer 26 feb. og Anna og Amma koma sama dag og Veigar fer út. Þær ætla að vera hjá mér í viku og einn dag þannig að ég þarf ekki að vera ein heima nema í 6 daga :) Ég var rosa ánægð að heyra þetta og er ég byrjuð að plana heimsóknina þeirra. Það verður sko mikið gert, verslað og skoðað ;)
Hinar fréttirnar eru þær að Stebbi og Harpa ( fyrir þá sem ekki vita þá bjuggum við hlið við hlið þegar Veigar og Stebbi voru í Stromsgodset) eru að flytja aftur til Noregs og Stebbi er búinn að gera samning hjá norsku liði sem heitir Lyn og er hérna í Oslo :) Þannig að við verðum svona næstum því nágrannar aftur :) Þetta er alveg ótrúlegt og hringdi ég beint í Hörpu þegar ég frétti þetta og eru þau ekkert smá spent og það verður sko haldið stórt reunion partý hérna í Norge ásamt hinum pörunum sem eru ennþá hérna... SNILLD
En hey ég verð að segja ykkur að Norðmenn eru "snillingar" innan gæsalappna. Þeir eru alveg ótrúlegar miklar hermur og herma eftir öllum þáttum sem bandaríkjamenn gera og eru vinsælir... fyrst kom Homsepatrulen, en það er Fab 5 hommarnir og það er bara fyndið að fylgjast með þessu. Norskir hommar eru sko soldið fyndnir. Svo núna er verið að sýna norska Lærlinginn, þar sem rík kerling er Donald Trump, hehehe. Og svo núna í kvöld var fyrsti þátturinn af Super Modell Norge... En þetta er allt saman mjög fyndið og það er svo gjörsamlega hermt eftir öllu hérna!!! En uppáhaldsþátturinn minn er Big Brother... þar eru norðmenn að keppa á móti svíum... og við norðmennirnir erum sko alveg að rústa þessu ;) Fatta samt ekki afhverju við Íslendingar erum aldrei með í einhverju svona. Tíu íslendinar á móti 10 norðmönnum í einu húsi í 130 daga??? Þetta er allavega rosa vinsælt hérna og sýnt á hverjum degi!!!
Eitthvað fleira sem ég get logið að ykkur!!! Neibb held bara að þetta sé komið í bili...
Heyrumst seinna.

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Soldið spes

Jæja ég ætla að henda inn nokkrum línum áður en ég fer að elda fyrir karlinn :)
Héðan er annars allt gott að frétta. Veigar kominn bara í 100% vinnu núna. Hann semsagt mætir á æfingu klukkan 9 og svo þaðan fer hann á æfingu klukkan tvö í S.A.T.S þar sem ég hitti hann og tek æfingu með honum. Maður er komin heim eitthvað um fimm og þá er bara slappað af, kíkt kannski aðeins í búðir. Elko er mjög vinsælt hjá okkur núna og matvörubúðirnar.Væri samt ekkert á móti því að fá borgað fyrir að æfa... set það kannski í samningin hjá honum næst :) Íris fær xxx mikið borgað fyrir að æfa og plús æfingarföt :) Hihi væri sko alveg til í það. Veigar kom einmitt heim í gær með bol og tvær peysur og geðveikt flotta skó allt frá Puma... bara svona uppá funnið. Hann ætlar samt að fara með mér á fimmtudaginn í Puma heildsöluna til að athuga hvort ég sjái kannski eitthvað á mig :) Maður má semsagt fara alltaf á fimmtudögum milli 4 og 6 og versla!
En það styttist í að Veigar fari til La Manga... Hann fer 26 feb. og verður í 2 vikur :( Mér hlakkar ekkert voða til... ætla að kaupa mér 2000 stk. púsl af New York og drepa tímann við að púsla :) En ég tek líka alveg á móti gestum á þessum tíma. Þannig að ef einhverjum langar að koma eða á leið hingað þá bara láta mig vita :)
Ég og Veigar erum ekkert smá sátt með veðrið hérna... 1 gráða hérna en alveg logn og ENGINN snjór... erum að vona að þetta verði bara svona fram að sumrinu. Væri samt alveg ekta að þegar Veigar er á La Manga í sólinni þá kæmi snjór hingað... það byrjaði einmitt að snjóa þegar ég var búin að vera hérna í tvo daga og Veigar sagði við mig :" Þurftiru endilega að koma með snjóinn með þér?" Yes ég þurfti þess einmitt. En hann var fljótur að fara, sem betur fer og það lítur út fyrir að þið sem eru heima á klakanum hafi fengið hann aftir... Takk fyrir lánið. hehe
En ég ætla að hætta þessu og fara að elda kjúklinga nuggets með barbeque og frönskum :)
Heyrumst seinna :)

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Noregur

Hæ Hæ...
Jæja þá er stúlkan komin heim til Noregs. Rosalega gott að vera komin heim til sín, í rúmið sitt og öll fötin mín og svo má ekki gleyma kallinum ;) En það var líka alveg rosalega fínt á Íslandi og vil ég þakka öllum þeim sem leyfðu mér að lúlla hjá sér... hehehe.
En núna er bara að koma sér í rútínuna hérna í Noregi. Er öll að koma til eftir veikindin. Hélt að ég myndi deyja fyrsta daginn minn hérna. Fékk í eyrun eftir flugið og Veigar á æfingu... og engin mamma:( Þegar Veigar kom heim sendi ég hann beint í apótekið og sagði honum að kaupa það sterkasta og svo æltaði ég að taka bara allan pakkan. Sársaukinn var ekkert smá mikill. En klukkutíma seinna var allt orðið fínt og við skelltum okkur út í búð. Um kvöldið var eldað Taco að hætti Írisar og karlinn þá sáttur að vera búin að fá mig heim :) Í gær skelltum við okkur í mallið og horfðum svo á Stabæk spila æfingaleik. Veigar er eitthvað slappur í lærinu þannig að hann var ekki með. Svo var Stabæk að skipta um íþróttsponsora.... komin í Puma og ég var að skoða bæklingana sem við getum pantað uppúr og ég er alveg sjúk... fullt af skóm og íþróttafötum sem mig langar í.
Íþróttastöðin sem ég er að æfa í er orðin ekkert smá flott... búin að setja ný tæki allstaðar og líka ný upphitunartæki með innbyggðu sjónvarpi... ég var ekkert smá sátt. Fannst þetta nefnlilega svo sniðugt að vera með sjónvarp í Sporthúsinu.
Ég var að reyna að setja inn myndir í gær en man ekki alveg hvernig maður á að gera það, þannig að það er smá bið í þær!!!
En verð að fara... Big Brother að byrja...bbbbææææ