Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

laugardagur, apríl 30, 2005

Ryksugan Á Fullu !!!

Hæ Hæ...
Þegar maður fær gesti í heimsókn þá verður maður að gera allt fínt heima hjá sér, skúra skrúbba og bóna. Á fimmtudaginn þá fór allur dagurinn í það að taka til, tókum reyndar smá pásu og skelltum okkur á Aker Brygge með Stebba. Setumst úti á einhver veitingarstað sem var þarna, veðrið var rosa fínt og ég fékk smá lit í andlitið, líka alveg tími til komin því Veigar er búinn að vera brúnni en ég í langa herrans tíð ;) Þegar við komum heim þá elduðum við Taco, Stebbi og Veigar fengu sér það reyndar, ég er komin með soldið ógeð á því. Síðan var það bara klósettið sem tók við og ég fór á fjórar fætur og skrúbbaði það gjörsamlega. Klukkan eitt átti ég bara eftir að skúra þannig að þið getið ýmindað ykkur hvað var alveg rosalega hreint hjá okkur þegar Gunna kom.
En ég hef þetta ekki lengra í dag... heyrumst á morgun.

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Heimsókn :)

Við erum að fá heimsókn núna föstudaginn... Gunna tengdó fékk gott tilboð til Osló og ákvað að skella sér til okkar. Þetta verður nú bara stutt heimsókn en hana langaði svo að sjá Veigar spila að hún varð að koma... Hún fer aftur á sunnudaginn þannig að hver dagur verður vel skipulagður... Bara beint úr vélinni og strax að versla ;) En hún ætlar að koma aftur í júlí og vera þá hjá okkur aðeins lengur.
Það lítur út fyrir að Vignir komi ekki til okkar á mánudaginn, hann fór víst einhvernveginn að því að verða íslandsmeistari í júdó þannig að hann þarf að keppa á norðulandamótinu sem er á sama tíma og hann verður hérna... en hann ætlar að reyna að koma til okkar aðeins seinna.
En ég er komin með smá óskalista sem ég vil fá frá Íslandi, númer 1, 2 og 3 er flatkökur og hangikjöt (",)
Og ég get heldur ekki beðið eftir að komast í klippingu... Það verður sko klippt mig STRAX, mér líður einsog Argitætlu, en hún vildi ekki greiða á sér hárið né þvo og það fór að vaxa gras úr hárinu hennar og kóngulær bjuggu þar... hehe. Ég greiði mér nú samt og þvæ mér, tók bara svona til orða.
Hey fyrir ykkur sem vantar vinnu þá er David og Viktoria að auglýsa eftir Nanny, hún fær 60.000 á viku og pottþétt eitthvað frá David Beckhami, þau eru að auglýsa þetta á netinu :) Hehe
Kveð í bili... Over&Out

mánudagur, apríl 25, 2005

Mánudagur

Jæja ég var víst búin að lofa að skrifa smá í dag :)
Veigar var að keppa í gær og þeir unnu 4-2... Veigar skoraði eitt og lagði upp 2... Markið hans var víst mjög flott, að hætti David okkar Beckham... aukaspyrna af 30 metrum og bara bend it like Beckham og beint í mark, alls ekki slæmt :) Hann var valinn maður leiksins og er bara mjög sáttur með það. Veðrið var alveg truflað í dag, fórum að horfa á varaliðið spila áðan, leikurinn byrjaði sjö og það var ennþá 16 stiga hiti. Í hálfleik fór ég síðan aðeins að sýna gömlu fótbolta hæfileikana á vellinum með að halda uppi með Veigari og Morten, það var stuð, svitnaði smá en hvaða alvöru fótboltamaður gerir það ekki ;)
En ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, ætlum að rölta útí sjoppu áður en hún lokar :)
Bæjó !!!

sunnudagur, apríl 24, 2005

Gleðilegt Sumar !!!

Sumardagurinn fyrsti var á fimmtudaginn... allir í skrúðgöngu og svo farið heim að grilla í góða veðrinu... allir saman með bjór og svona!!! Var þetta ekki annars svona hjá ykkur á sumardaginn fyrsta??? Hérna var engin sumardagur og ég fékk enga sumargjöf :( Ég man þegar maður var yngri þá fékk maður alltaf brennó, sippó eða tvistó í sumargjöf og svo þegar manni vantaði sundbol þá fékk maður hann alltaf í sumargjöf... good times :) Ég spurði Veigar hvort hann ætlaði ekki að gefa mér sumargjöf... "Hvað er það" hehe kannaðist ekkert við að fá sumargjöf... hann fékk aldrei brennó!!!
Uppá síðkastið þá hef ég tekið uppá því að langa í íslenskan mat... ég er að spá í koma heim í helgarferð til að borða :) KFC, Kjötbollur í brúnni sósu, fiskur með kartöflum og smjöri, flatkökur með hangikjöti... ég fé alveg vatn í munninn og tár í augun... nei kannski ekki alveg :)
Veigar fær frí 18 júlí til 26 og við erum að spá í að koma heim þá... taka eitt grillpartý einsog seinast... það var alveg snilld, geðveikt veður og geðveikt gaman í bænum :)
Við fórum í bíó í gær á Tolken (túlkurinn) með Nicole Kidman... hún var sæmó, svoldið mikið talað í henni. Við vorum að spá í að fara á Ring 2 eða Boogyman en vorum ekki alveg með nógu stórt hjarta til að sjá svona myndir í bíó... Veigar er ennþá slæmur eftir að hann horfði á Gudge og geri ég alveg í því að draga hárið fyrir augun og geri svona Grudge hljóð :)
Ég fór áðan með bílinn í svona þvottarstöð sem maður keyrir í gegnum, því við erum að fara að skila bílnum á morgun og vonandi fáum við nýja bílinn... En sambandi með svona þvottarstöð þá er ég soldið hrædd þegar ég fer inní hana... það eru svo mikil læti og svo finnst mér einsog ég eigi eftir að klemmast þarna á milli... Veit ekki alveg hvað er málið með mig!
Einsog þið sjáið þá var ég að setja inn mynd þarna á upphafsíðuna... notabene Heiða vinkona gerði það (takk aftur) var ekki alveg að ganga hjá mér þannig að hún reddaði þessu fyrir mig þessi elska :)
Veðrið er búið að vera æði, sól hvern einasta dag og hitinn farið alveg uppí 22 gráður, í dag er 15 stiga hiti og sól... ekki slæmt.
Á föstudaginn löbbuðum við niðrá Aker Brygge með Stebba, settumst niður og fengum okkur bjór í góða veðrinu, förum síðan heim og elduðum þessa fínu steik með öllu tilheyrandi og rauðvíni. Grilllyktin úti var alveg yfirgnæfandi þannig að á mánudaginn þá ætlum við sko að kaupa grill... maður verður að eiga grill fyrir sumarið!!!
Veigar er að keppa núna, leikurinn byrjaði fyrir 20 mínútum og maður vonar að hann haldi áfram að skora, það er allavega númer 1,2 og 3 að vinna, að skora er bara auka bónus :)
En ég ætla að fara að fylgjast með leiknum... ég ætla að skrifa aftur á morgun og láta ykkur vita hvernig leikurinn endaði.
Heyrumst :)

mánudagur, apríl 18, 2005

Veigar á skotskónum :)

Sælt verið fólkið... ég ætla að hafa þetta stutt í dag... er alveg að drepast úr hungri og ætla að fara að elda blómkálssúpu... jammí.
Leikur númer tvö í gær og Stabæk sigraði 2-0... Veigar skoraði fyrra markið, húrra fyrir honum :) Hann var valinn AFTUR maður leiksins og fékk hæðstu einkunina í VG og Dagbladet...
Veðrið fer alltaf skánandi og á föstudaginn þá skelltum við okkur og Stebbi í garðinn í frísbí og badminton og í 17 stiga hita... varð að fylgja ;) Stebbi kom síðan til okkar um kvöldið og horfðum við á Idolið. Á laugardaginn var bara slappað af og við buðum Stebba aftur til okkar í mat... Við vitum alveg hvað það er leiðinlegt að hanga svona einn hérna þannig að við erum dugleg að bjóða honum í mat og svona... hver nennir líka að elda einn? Allavega ekki ég.
Dagurinn er farinn að lengjast og það dimmir ekki fyrr en klukkan hálf tíu á kvöldin...
Uhhuuummm... veit ekki hverju fleiru ég get logið að ykkur... þannig ég segi bara bless í bili.

mánudagur, apríl 11, 2005

Fótboltatímabilið hafið !!!

Jæja gott fólk... þessi fínasta helgi búin og ný vinnu/skólavika hafin. Helgin hérna hjá okkur var bara mjög fín. Byrjuðum á fimmtudegi með að fara út að borða með Stebba á Fridays. Svo nátturulega á föstudeginum var Idol.
Veit samt ekki alveg hvaða álög ég fékk á mig á föstudagsnóttina því ég var ekkert voða heppin á laugardeginum. Ég ákvað að æfa nær Veigari því við ætluðum að fara að skoða bílinn aftur... ég byrjaði að skutla Veigari á æfingu og ætlaði að vera svo góð og taka bensín, ég fylli bílinn og ætlaði að fara að borga þegar ég sé að ég er ekki með kortið = engan pening :) Sem betur fer var ungur strákur að vinna og spurði voða fallega hvort ég mætti skjótast og ná pening... ekkert mál og ég brunaði til Veigars að ná í kortið, þurfti að bíða í korter og ætlaði að muna að sprurja hann hvað pinn-númerið væri á kortinu hans, en ég gleymdi því auðvitað þannig að ég þurfti að skjótast aftur til Veigars og spurja hvað númerið væri, þegar ég er búin að fá númerið og er að hlaupa í bílinn, fer ég beint í drullupoll... já ég var orðin frekar pirruð. Fer og borga og næ klukkutíma æfingu. Sem betur fer gerðist nú ekkert meira fyrir mig þennan dag ;)
Í gær var svo fyrsti leikurinn í deildinni, heimaleikur á móti Bryne, mjög góðir og rosa sterkir í loftinu, en Stabæk var betri þótt að leikurinn endaði 2-2. Bryne fékk vítaspyrnu, sem var umdeild en þannig er bara boltinn. Veigar stóð sig mjög vel, spilaði alla leikinn og skoraði flott mark og komst svo einn á móti markmanni og þar sem markaðurinn var heppinn því Veigar skaut beint á hann :) En það er skárra að fá eitt stig heldur en ekki neitt... sammála???
En Veigar var valinn maður leiksins ( af einhverjum blaðamönnum).
Í dag er mjög gott veður, ég sá að það er 2 stiga hiti heima... bbuurrrrr... hérna er 15 stiga hiti og sól og ég ætla að rölta á æfingu, fá smá frískt loft í lungun :)
En ég hef þetta ekki lengra í dag, setti nokkrar gamlar myndir en samt nýjar inn... það er undir Nýjar/Gamlar myndir...
Hafið það gott í dag...
Over&Out

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Nýr bíll :)

Veigar var að skoða nýja bílinn okkar í gær og hann er víst rosa flottur... Þetta er nýjasti W. Golf, alveg svartur með þvílíkum álfelgum og ljósbrúnum leðursætum og hátalarakerfi dauðans og við fáum hann í kringum 20. apríl og okkur hlakkar mjög mikið til :)
Við vorum alveg rosa dugleg og þrifum bílinn okkar alveg að utan og innan, héldum að við fengum nýja bílinn strax, en það er víst smá bið þannig að við þurfum að víst að þrífa hann aftur.
Ekki alveg það skemmtilegast sem maður gerir!!!
En útí annað, Vignir pantaði flugmiða til okkar í gær...Hann kemur til okkar 2. maí - 9. maí... Það verður stuð að fá hann, vonandi að hann fái gott veður, þá getum við farið að skella okkur í strandarblak og svona.
Ohhh Veigar "prakkari" Hann hringdi í mig í morgun og sagðist ætla að ná í mig klukkan tvö áður en hann færi í ræktina. Hann var með strákunum að borða niðrí Stabæk... Svo er ég hérna að skrifa og klukkan er bara eitt þegar það er bankað og tekið í húninn og svo hringt á bjöllunni... ég alveg fæ í magan, læðist um húsið að leita af kolli til að geta kíkt í njósnagatið á hurðinni... ég sé engan og þá hringir síminn og þá er það Veigar sem er í símanum, ég spyr hvar hann er og hann segist vera í Stabæk... ég segi voða hrædd: "Veigar það var verið að banka og svo var tekið í hurðina" Þá segir Veigar: já er það og var einhver þarna??? Nei ég sá engan... Það getur verið útaf því að þetta er ég!!! Ég opnaði þá stóð hann þarna og fannst þetta voða fyndið... Hann var að tékka hvort ég opnaði bara hurðina þegar einhver bankaði... og það geri ég auðvitað ekki...Alveg til nóg af glæpamönnum hérna og svo á klikkaður gaur heima fyrir neðan okkur og hann er alltaf að dúndra kústi úppí loft heima hjá sér og hann ætlaði einu sinni að ráðast hingað inn því hann hélt að við værum með partý en það var íbúðin við hliðina á okkur... En ég er með allan varan á og ég opna aldrei fyrir ókunnugum, alveg einsog Veigar segir mér að gera... hehehe
En ég er hætt í dag... þangað til næst... bæbæ

mánudagur, apríl 04, 2005

Traktorskeppni og Íris "Grudge"

Jæja, ég er ekki alveg að standa mig í þessu bloggi... þannig að ég ætla að henda inn nokkrum línum. Páskarnir búnir og páskaeggin :) Páskarnir voru rólegir hjá okkur. Allt lokað þannig að það var voða lítið hægt að gera. En það var bara fínt!
Veigar hefur verið að keppa með Stabæk núna uppá síðkastið og hann hefur verið að standa sig mjög vel... Þeir vinna bara leik eftir leik og núna á Sunnudaginn þá er fyrsti leikurinn í deildinni, þannig að maður vonar bara að þeir halda áfram að vinna! Á föstudaginn var Idol og maður horfði auðvitað á það... Á laugardaginn fór Veigar síðan til Svíþjóðar að keppa, hann var kominn seint um kvöldið þannig að það var ekkert gert það kvöld. Í gær löbbuðum við síðan niður í bæ í góða veðrinu. Það er búið að vera rosa gott veður, 15 stiga hiti og sól. Við löbbuðum og fengum okkur að borða, svona lunch. Fullt af fólki og brjáluð kaffihúsastemning. Veit ekki alveg hvort ég fékk sólsting í gær því ég átti alveg hræðilega nótt og greyið Veigar var hræddur við mig. Ég var eitthvað voða þreytt þannig að ég lagst fyrr uppí rúm. Svo þegar Veigar kemur uppí, kveikir hann á litla ljósinu og mér bregður svo að ég rauk upp með þvílíkum hljóðum og Veigar brá svo að lá við að hann öskraði. Hann líkti mér við hryllingsfígúruna í myndinni Grudge, en hann er nýbúinn að horfa á hana og ég held að hann sé ekki alveg að ná sér eftir hana... híhí. En þetta var ekki búið, ég var víst sparkandi og blótandi honum alla nóttina og snéri mér meira að segja við í rúminu. Mig rámar nú eitthvað í þetta, en þetta var samt ekki illa meint ;)
En svo núna í dag kemur Veigar heim rosa ánægður... Það var verið að taka hópmyndir af liðinu og svo var farið í traktorskeppni. Liðin voru: Ísland, Finnland, Svíþjóð og Noregur... Veigar keppti náttúrulega fyrir Íslandshönd. Þeir áttu að bakka traktori með kerru útá miðjan fótboltavöll, snúa þar við og baka inní mark. Og Veigar alveg brilleraði og vann auðvitað keppnina... Þetta kemur í Bærums dagblaðinu á morgun, mynd og svona af Veigar "traktorsdriver" að bakka tryllitækinu :)
En ég ætla hætta þessu og rölta útí búð, í kvöld verður fahitja, hvernig sem það er skrifað...
Heyrumst :)