Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

föstudagur, júlí 29, 2005

Hæ hæ...

Þá er ég komin til baka til Noregs... og ég tók góða veðrið með mér, sorry en það var sól í gær og í dag og spáin var ský og rigning... Veit ekki hvernig ég fer að þessu ;)
Flugið gekk betur en seinast, fékk enga verki í kviðinn en var bara mjög þreytt eftir flugið. Þegar ég kom heim þá lagði ég mig og síðan fórum ég og Veigar og Garðar í mat til Hörpu og Stebba um kvöldið. Sátum hjá þeim að verða hálf eitt. Í dag var sofið vel út og svo náðum við í Garðar og við röltuðum niðrá Carl Johans... ég og Veigar vorum að reyna að láta hann kaupa barnaföt fyrir litla Babyið hans og sögðum að hann gæti alveg sagt okkur kynið, hún Magga væri hvort sem er að fara að eiga eftir nokkra daga. En hann sagði ekkert og lét sko ekki plata sig :) Síðan á leiðinni heim byrja ég að fá þessa skrítna tilfinningu í ulliðinn og puttana og skildi ekkert hvað þetta var... Þegar ég leit síðan á puttana þá voru þeir þrefaldir... ég fékk ekkert smá mikinn bjúg og þrýsting í hendurnar og bara alla líkamann. Ég flýtti mér heim úr sólinni og fór að drekka vatn. Ég er aðeins skárri núna, sem betur fer.
Við fengum okkur síðan pizzu í matinn og skutluðum síðan Garðari útá lestarstöðina því hann var á leiðinni heim... en síðan hringdi hann í okkur þegar hann var kominn útá völl og þá var 6 tíma seinkun á vélinni þannig að hann tók lestina aftur til okkar og Veigar og hann sitja núna í tölvunni.

En það er fínt að vera komin heim aftur... úr stressinu heima á Íslandi. Seinasta kvöldið var mjög fínt. Við stelpurnar í saumó fórum á Caruso og fengum þennan æðislega mat þar. Síðan fórum við á Ara í Ögri og sátum þar og spjölluðum meira. Takk fyrir æðislegt kvöld stelpur mínar. Svo þegar ég var að kveðja Hörpu þá fannst mér svo skrítið að næst þegar ég sé hana þá verður hún orðin mamma, með tveggja mánaða krúsídúllu.

En ef einhver veit hvernig hægt er að losna við bjúg... eða minnka hann aðeins endilega látið mig vita, mér líður einsog ég sé að springa!!!

Kv. Íris

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Fimmtudagurinn 21. júlí

Hæ hæ...
Fyrir 4 dögum þá komum við hingað til landsins og það er búið að vera brjálað að gera, en samt rosa gaman. Við erum búinn að vera ekkert smá heppin með veður... fórum til systir Gunnu í gær og sátum útá palli hjá henni í ca. 5 tíma í sólbaði (alveg brjálað að gera ;). Það var ekkert smá gaman. Fórum í allskonar leiki þarna. Síðan komum við heim og grilluðum úta palli.
Síðan í dag klukkan þrjú er ég að fara í meðgöngunudd í 80 mínútur... Veigar var svo æðislegur og kom mér alveg á óvart og gaf mér nuddið. Mig hlakkar ekkert smá til. Þetta er í Nordica Spa, ég fæ slopp og fer í pottinn og fæ axlanudd þar og svo 80 mín. nudd. Ætli ég verði ekki bara ný manneskja eftir nuddið ;)
En í kvöld fer ég síðan að hitta gellurnar mínar í saumaklúbbnum. Mér hlakkar ekkert smá til að sjá þær. Ætli það verði sitið í allt kvöld og kjaftað. Veigar er að fara í póker með strákunum þannig að það er nóg að gera.
Síðan er helgin framundan og ekkert hefur verið planað. Ætli ég taki því ekki bara rólega. Ég veit að Veigar ætlar að djamma feitt... og ætli ég hafi ekkert gert það sama ef ég væri ekki með lítið baby í mallanum ;)
Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í dag... hafi það gott um helgina.
Kv, Íris

laugardagur, júlí 16, 2005

Á morgun...

Allt að gerast... er alveg á fullu að þvo þvott og pakka og taka til... vildi að ég væri með fleiri hendur þá gengi þetta kannski aðeins hraðar. Var að klára að henda öllu útúr ísskápnum og þrífann. Ætla sko ekki að koma heim í einhverja meiglu og vonda lykt. Er að leggja lokahönd á mín föt... soldið sein á því, því við erum að fara í grillpartý í kvöld til Hörpu og Stebba. Þau eru að bjóða þeim sem hjálpuðu þeim að flytja. Eru með íslenskt lamb og íslenskt vín... tópas- og opalskot. Er víst geðveikt gott, en ég fæ auðvitað ekki neitt. Ætli ég verði ekki ein með viti þarna ;) Annars ætlar Veigar nú ekki að vera alveg á perunni. Enda þurfum við að vakna snemma á morgun til að ná fluginu :) Allt þarf að vera tilbúið áður en við förum til þeirra sem þýðir að þetta verður ekkert voða langt bréf, bara svona hæ... og bæ og við sjáumst á morgun hress og kát ;)

P.S. Mæli með SinCity... ein af betri myndum sem ég hef séð ótrúlega flott og vel gerð. Og þetta er mynd sem maður verður að fara á í bíó.

Kv. Íris "Goldie"

föstudagur, júlí 15, 2005

2 dagar í Ísland :0)

Aðeins tveir dagar þangað til við komum heim :) Við erum orðinn ekkert smá spennt. Ætli dagskráin verði ekki fullskipulögð, einsog alltaf. Alveg ótrúlegt hvað tíminn er samt fljótur að líða á Íslandi.

En það er annars allt gott að frétta af okkur. Erum bara búin að vera gera hitt og þetta seinustu daga. Aðalega liggja í sólbaði. Það verður samt voða lítið legið í dag, enda skýjað og spáð rigningu, sem mér finnst bara fínt. Grösin eru ekki lengur græn, heldur gul útaf vökvaleysi. Ég var að spá í að rölta þá bara niðrá Aker Brygge, versla sem þarf að versla áður en við förum heim. Svo þarf maður að fara að pakka og taka til líka.

Í gær ætluðum við að fara í bíó á SinCity... lögðum af stað og vorum kominn útá freeway þegar það er bara þessi þvílíka umferð. Bílarnir hreyfðust ekkert. Svoldið skrítið því það var fimmtudagskvöld og klukkan var níu. Ætluðum að prufa aðra leið en hún var jafn stopp og hin. Hlustuðum síðan á fréttirnar, þá hafði sprungið gastangur við bensínstöð sem liggur við veginn... það er aldeilis. Var samt engin mannskaði, en vegurinn alveg lokaður.
Við fórum bara heim og leigðum myndina Ray. Hún var ekkert smá góð, og það kom mér á óvart hvernig maður Ray Charles var. Dópisti og átti nokkur viðhöld. Ég sá hann alltaf fyrir mér þessi blindi krúttlegi gamli maður :) En ég mæli með þessari mynd.

Annars er allt gott að frétta af litla bumbukrílinu. Ég er í dag hálfnuð með meðgönguna... 20 vikur búnar og 20 vikur eftir. Ég aftur á móti er alveg að drepast í bakinu. Veit ekki hvað hefur komið fyrir mig. Ég er að spá í að vera voða góð við sjálfan mig og fara í meðgöngunudd þegar ég kem heim.

Ég kveð í bili... heyrumst / eða sjáumst seinna ;)

mánudagur, júlí 11, 2005

Sweet Mother Of God

Hvað haldið þið að ég og Veigar gerðum í gær??? Klukkan tólf þá pöntuðum við okkur miða til Íslands... Við erum semsagt á leiðinni heim :) Við komum heim næsta sunnudag klukkan hálf fjögur. Veigar verður í 10 daga, en ég verð í ca. tveir vikur :) Þannig að Girls... við verðum að gera eitthvað skemtilegt saman. Vera soldið duglegar að hittast ;) Eru þið til???

Veigar var að keppa í gær og leikurinn endaði 0-0. Þeir eru efstir núna í deildinni og umferðinn hálfnuð. Seinni umferðinn hefst ekki fyrr en í ágúst og þá er bara að krossleggja putta um að það gangi jafn vel þá og hefur gengið núna. Þeir eru búnir að tappa bara einu sinni, gera 3 jafntefli og vinna 11 sinnum. Og ekki má gleyma komnir í 8 liða úrstlit í bikarnum ;)

Veðrið er truflað... heiðskýrt og eitthvað um 28 stiga hiti og ég er að spá í að skella mér útá tún og koma brúnni heim ;) Sorry... svona er að búa á íslandi... ömurlegt veður!!!

Stuðboltakveðja, Íris

sunnudagur, júlí 10, 2005

Fleiri Myndir

Ég er alveg í banastuði og er búin að henda inn fullt af myndum... Dálkarnir heita :
Bryndís systir í heimsókn ´05 # 2
Bryndís systir í heimsókn ´05 # 3
Bryndís systir í heimsókn ´05 # 4
Bryndís systir í heimsókn ´05 # 5
og
Sónar- & Bumbumyndir
Kveðja, Íris

Bumbumyndir og fleira...

Nýji "flotti" bíllinn okkar :)


Hæ hæ...
Var að henda fleiri myndum inná Albúmið, undir nafninu Bryndís systir í heimsókn #2 og Bumbumyndir :)
Ég er samt búin að sjá að ég hef ekki verið nógu dugleg við að taka bumbumyndir... þannig að þær eru bara örfáar.
Seinasta fimmtudag þá skelltum ég og Veigar okkur í bíó á myndina The war of the world með Tom "sækó" Cruise. Hún kom skemmtilega á óvart. Hún var spennandi frá upphafi til enda og alltaf eitthvað að gerast. Við ætluðum að fara á Sin City en hún að var bara ekki kominn. Höfum heyrt að það sé bara geðveik mynd.
Á föstudaginn skelltum við okkur í sundlaugagarðinn og það var ekkert smá þægilegt að geta kælt sig niður. Það var alveg troðið þar, allir norðmenn hugsað það saman :) Ég var að horfa á veðurspánna í gær og það á víst að vera svona veður alveg fram til næsta fimmtudag og svo á hitinn aðeins að fara lækandi... og okkur hlakkar til.
Í gær fengum við Veigar okkur síðan langan göngutúr... löbbuðum í eitthvað 4 klukkutíma og vorum gjörsamlega búinn eftir það. Fórum heim í fótabað og leigðum síðan The Aviator með Leonardo Dicaprio. Hún var mjög góð.
Í dag verður síðan bara mest lítið gert... Veigar er að fara að keppa í kvöld, útileikur þannig að hann verður í burtu í allan dag.
Við erum að spá í að koma heim eftir viku... það er ekki alveg 100% hvort við komum heim. Yes I know... Flugmiðarnir til Íslands kostuðu bara 140.000 þús. og okkur finnst það soldið mikið fyrir eina viku á Íslandi. Þannig að það getur verið að við verðum bara hérna í sumarfríinu okkar. En þetta kemur allt saman í ljós í kvöld.
Ég læt ykkur vita.
Bæ bæ...

fimmtudagur, júlí 07, 2005

Athugið... nýjar myndir ;)

Var að setja inn fullt af nýjum myndum en á samt eftir að setja fleiri myndir... Þetta tekur bara svo langan tíma þannig að þið verðið að sætta ykkur við það sem komið er :)
En myndirnar eru í tveim dálkum undir nöfnunum: Mars & Apríl ´05 og Bryndís systir í heimsókn ´05.
Hendi inn bumbumyndum í kvöld :)

Bæ á meðan...

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Ein lítil sónarmynd :)

Litla "Krílið"

Hæ hæ !!!

Við erum ekki búinn að redda skanna, þannig að ég tók bara nokkrar myndir af sónarmyndunum og þessi var best þannig ég læt hana bara fylgja :)

Ég var víst búin að lofa myndum inná síðuna í dag og það er alveg á fullu í vinslu núna... það var smá vesen með forritið sem ég nota til að setja inn myndir en ég er að vonast til að það lagist. Ég næ bara að setja inn 5 myndir í einu og það tekur ekkert smá langan tíma. Þannig bara hold on þetta kemur ;)

Í gær var Veigar annars í frí og við fórum að ganga frá ýmsum málum og svona. Hitinn var alveg geðveikur... 29 stiga hiti og bara of heitt til að geta legið í sólbaði, enda er ég komin með smá leið á því. Það er bara þannig þegar maður fer í frí til sólarlanda í 2 vikur þá nýtur maður alla sólardagana í botn, en þegar maður býr hérna þá er þetta allt öðruvísi. Maður getur alveg látið þessa sólardaga bara fram hjá sér fara. Ennn síðan í gærkvöldi þá fórum við út í smá göngutúr meðfram ströndinni... rómó :)

Í dag er síðan spurning hvað maður gerir... aftur gott veður og þá er spurnig hvort maður fari ekki í góðan göngutúr eða í ræktina !!!

Over&Out

mánudagur, júlí 04, 2005

Rigningu... please !!!

Ó My God hvað það er mikill raki og hiti hérna... maður er klístraður og sveittur og skítugur alla daga hérna. Það er bara "halló" hlírabolur og sundskíla og "bæ" við allt hitt.
Þegar ég vaknaði í morgun var opið útá svalir og viftan í gangi... greyið Veigar var alveg að kafna úr hita. Það er reyndar rosa fyndið með það... hann sefur með þunnt teppi og er alveg að kafna á nóttinni, en ég sef með tvöfalda sæng og líður bara voða vel :)
Harpa var komin til mín eitthvað um ellefu í morgun og við röltuðum beint niður á Boogstadveien... vorum þar til eitthvað um tvö þegar Veigar kom og náði í okkur og við fórum á Aker Brygge og hittum Stebba þar. Fórum á Friddays, settumst úti þar í góða veðrinu og fengum okkur að drekka og smá að éta. Samt eiginlega bara að drekka. Maður verður fyrir svo miklu vökvatapi hérna að maður er bara alltaf þyrstur. Fórum síðan í nokkrar búðir og svo labbaði ég heim en Veigar fór beint á æfingu. Hafði ekki tíma til að skutla mér heim því hann var að verða of seinn. Ég var bara að koma heim núna og ég er alveg búin á því. Var að spá í að fara samt og taka fataskápinn minn alveg í gegn því það eru nokkur föt sem ég get bara engan vegin verið lengur í og ég er að spá í að pakka þeim niður á meðan. Enda veitir mér ekki af skápaplássi þar sem helmingur af fötunum mínum liggja á golfinu :)

Ég gleymdi að segja frá því í gær að Gunna var að klippa mig... hún tók alveg nokkuð mikið af hárinu mínu og það nær núna rétt fyrir neðan axlirnar á mér. Ég var bara fegin að losna við það... enda vexur hárið á mér ekkert smá hratt núna.

En einsog ég sagði þá er ég að spá í að fara og taka til í fötunum mínum :)
Heyrumst seinna !!!

sunnudagur, júlí 03, 2005

Sunnudagur til sælu ;)

Sunnudagskvöld og ég og Veigar vorum að koma heim eftir að hafa skutlað Gunnu og Bibbu uppá völl :( Ég átti mjög erfitt með að kveðja (hormónarnir alveg á fullu núna) og þurfti að flýta mér útí bíl áður en ég mundi fara háskæla þarna ;) En það var alveg æðislegt að hafa þær hjá okkur og ég vil bara þakka fyrir góðar stundir og ég er strax farin að sakna ykkar ;)
Í gær var rosa gaman... byrjuðum á að fara á Aker Bryggu og setumst þar úti í 26 stiga hita. Veigar og Gunna fengu sér bjór en ég og Bibba vorum bara í kókinu. Síðan gerði Gunna seinustu kaupin sín... ég held að hún hafi fengið smá kaupæði hérna úti... ekki annað hægt þar sem allt var á útsölu. Síðan fórum við heim og við bökuðum köku og svona voða gaman. Spiluðum síðan Póker með nýju pókerpeningunum hans Veigars... Kenntum Bibbu póker og núna er hún orðin algjör snillingur í því ;)

Á morgun er síðan mánudagur og ég var búin að ákveða að gera ekki neitt... aðeins að jafna mig á öllum búðarferðunum og svona :) En þá hringdi Harpa og spurði hvort ég nennti ekki að koma með henni að versla og ég gat ekki sagt annað en Jáááá :)
Á þriðjudaginn ætla ég að slappa af og á miðvikudaginn ætla ég að byrja aftur í ræktinni.

Annars er allt gott að frétta af litla Babyinu. Ég er byrjuð að finna fyrir spörkum... og alveg helling af þeim. Það er voða krúttlegt. Alltaf þegar ég finn fyrir þeim þá kalla ég á Veigar svona til þess að hann geti líka fundið en nei nei þá er bara allt búið. Þannig að greyið Veigar hefur ekki fundið fyrir neinu sparki ennþá.
Fólk hefur myndað sér ýmsar skoðanir á hvort ég gangi með stelpu eða strák... Harpa og Stebbi halda að þetta sé stelpa en Gunna heldur að þetta sé strákur... Hvað haldið þið ???
Fólk er alveg þvílíkt að hlusta og reyna að taka eftir hvort við segjum hann eða hún og halda alltaf að þarna misstum við það útúr okkur. Maður nær ekki einu sinni að klára setningar því það hrópar : haha þú sagðir hann / hún... hehe

En ég nenni ekki að hafa þetta lengra í dag... heyrumst seinna :)

föstudagur, júlí 01, 2005

Útsala Útsala

Jæja vorum að koma heim alveg fullhlaðnar af fötum :) Útsölur að byrja og allt bara á 50% afslætti. Ég keypti bara peysur og boli... ógó sætt allt saman. Ég á erfitt með finna mér buxur, ég er ennþá að reyna að þrjóskast að koma mér í nýjustu gallabuxurnar og er ekki alveg að sætta mig við að fara að klæða mig í jogging og strets :( Geng ennþá í gallabuxunum mínum en set bara teygju í hnappana... :)
Gunna er alveg að missa sig í kaupunum... sem er bara fínt. Veigar flýtti sér út úr búðinni áðan... Ég, Gunna og Bibba vorum allar að máta alveg eins úlpur... Voru ekkert smá flottar, Gunna og Binna keyptu sér alveg eins en ég fékk enga... enda gæti ég notað hana kannski í einn mánuð... en hver þarf á úlpu að halda í þessu veðri. Ekki nóg með það að þær keyptu sér alveg eins úlpu... heldur líka buxur og bol. Þær þurfa að hringja í hvor aðra þegar þær fara útúr húsi :)
Í kvöld verður líklegast bara slappað af og borðað góðan mat... erum að elda hrygg að heiman og allt tilheyrandi með honum... jammí

En ég ætla að fara klára að horfa á Constantine... sofnaði yfir henni í gær.
Heyrumst seina :)