Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

sunnudagur, maí 29, 2005

Góðan daginn !!!

Góðan daginn, gott fólk. Hvernig var svo helgin hjá ykkur???
Helgin mín var bara mjög fín. Föstudagurinn byrjaði vel þar sem veðrið var æði... fengum okkur göngutúr niðrá smábátarhöfnina og settumst þar í smá sólbað. Kíktum síðan smá í búðir og svo heim þar sem við lögðumst beint út á svalir. Um kvöldið fór Veigar að spila póker með strákunum og ég sat heim og fór yfir allar skúffur og tók til í þeim... voða dugleg eitthvað.
Í gær var hinsvegar rigning allan daginn, ég fór bara í H&M að kaupa sjampó og body lotion og eitthvað smádót... Alveg elska þessa verslun, get alveg misst mig í snyrtidótinu þarna og sápunum. Fór síðan heim og við buðum Stebba í grill og svo var bara horft á Gladiator seinna um kvöldið.
Í dag er hins vegar "taka til" dagur og ég er að spá í að taka allt húsið mitt í gegn... og skella mér síðan í sólbað :) Þar að segja ef það heldur áfram að vera svona gott veður hérna. Veigar er að keppa einhversstaðar í burtu og kemur ekki fyrr en seint seint í kvöld þannig að hann verður ekkert fyrir mér þegar ég er að taka til ;)

Jæja ég ætla að fara að hætta þessu og byrja að taka til.... heyrumst seinna

föstudagur, maí 27, 2005

Föstudagur...

Halló Halló...
Langt síðan að maður hefur skrifað... héðan er annars allt gott að frétta, voða lítið búið að gerast síðan seinast. Kannski það helsta er að Veigar var valinn í landsliðið. Hann fer til Íslands á mánudaginn og kemur ekki heim fyrr en 9 júní. Rosa gaman hjá honum... hann getur ekki beðið eftir að fá Kentuckey ;) Skil hann voða vel...
Ég sit heima með sýkingu í augunum :( Byrjaði fyrir mánuð að vera rauð á hægra augnlokinu... núna er ég rauðari og er líka orðin rauð undir því og svo smá á vinstra auga... fór til heimilislæknis í gær og fékk eitthvað við þessu. Ég verð bara að segja að ég lít ekkert voða spes út svona og mig alveg drullu klæjar í þessu!!!
Á laugardaginn er ég svo trúlega að fara að djamma með stelpunum í Stabæk... Ein er búin að bjóða heim til sín og svo verður farið niðrí bæ eftirá. Fyrsta skiptið sem ég fer að djamma með þessum stelpum þannig að það verður gaman að sjá hvernig þetta kvöld endar... pissfull að reyna að tjá sig á norsku :)
Ég er alveg ástfangin af nýju skónum mínum... var að kaupa hvíta geðveikt flotta pumaskó... það er reyndar búið að vera rigning síðan ég keypti þá og ég hef ekki tímað að fara í þeim út... Það er reyndar sól núna þannig ég er að spá í að fá mér göngutúr í nýju skónum mínum í bankann.

Ennn það er víst kominn föstudagur... flest allir komnir í helgarfrí!!! Hvað á annars að gera um helgina??? Djamma eða vera bara heima og horfa á video???

Ég kveð í bili... góða helgi gott fólk

sunnudagur, maí 22, 2005

Helgaryfirlit !!!

Jæja, ætla að blogga smá núna, þótt að klukkan sé hálf tvö (um nóttina), þá var tengdó eitthvað að kvarta um að ég bloggi lítið... Þannig að tengdó "this is for you" ;) Híhí

Sunnudagskvöld og helgin búin trúlega hjá flestum... Mætti samt halda að hún sé að byrja hjá Veixa. Það eru alltaf leikir á sunnudögum þannig að ef strákarnir ætla eitthvað að hittast þá þurfa þeir að gera það á sunnudagskvöldum, sem er nátturulega ekkert að því sérstaklega þegar þeir vinna!!!
Stabæk var að keppa í dag og leikurinn endaði 4-2 fyrir Stabæk :)
Það var alveg helv. cool í hálfleiknum, það komu 6 brjálæðingar í fallhlífum og lentu á vellinum... Ég fékk reyndar smá sjokk, eða flest allir þarna, það kom einn þeirra alveg á svona 50 kílómetra hraða niður og ég hélt að hann ætlaði að fara að brjóta á sér labbirnar en hann rétt náði að hægja á sér og lenti fínt... ég var byrjuð að dansa fugladansinn í von um að hann mundi fljúga aftur upp... vá hvað mér brá, var alveg í smá sjokki eftir þetta :)

Hey við erum búin að kaupa grill... sem alveg svínvirkar. Keyptum það á föstudaginn og buðum Stebba í mat með því skilyrði að hann mundi hjálpa Veigari að setja það saman ;) Strákarnir náðu að setja það saman gallalaust og svo var bara steikinni hent á grillið. Alveg ljómandi og svo grillaður banani með súkkulaði og rjóma fyrir mig í eftirrétt... jammí
Síðan var horft á úrstlitaþáttinn í Idol, þar sem Jorun vann, var alveg ágæt... ekki meira en það.

Laugardagurinn fór mest allur í leti vegna veðurs, dimmt yfir öllu og rigning, þetta er svona dagur sem maður getur sitið bara inni allan daginn og lesið bók og haft það kósý. Um kveldið var síðan horft á Júró... og grillað. Gleymdum okkur aðeins og grilluðum klukkan tíu :)
Júró var síðan alveg ágætt, var svosem sama um hver mundi vinna, var bara sátt við að Noregur þarf ekki að taka þátt í undankeppninni á næsta ári. Hefði samt alveg viljað sjá þá ofar.

En ný vika framundan og ég er að spá í að vera dugleg í ræktinni þessa viku (þar að segja ef að kortið mitt er ekki orðið útrunnið), hef eitthvað verið að slóra að undanförnu... úpps

Ég ætlaði að hafa þetta stutt en einhvernvegin næ ég alltaf að koma með heilu ritgerðirnar...
Þannig að ég segi : Bless, ekkert stress og étiðið kex... helst matarkex.... ummm mig langar í þannig allavega :)

Stuðboltakveðja frá Írisi...

föstudagur, maí 20, 2005

Frekar Fúllt !!!

Ég er frekar svekt eftir úrstlit gærkvöldsins... Ég hélt að hún Selma kæmist pottþétt áfram, fannst hún standa sig vel og lagið bara mjög flott. Skil ekki hvernig Macedonia komst áfram, þrjár GoGo stelpur að dansa og strákur sem söng falskt. En svona er þetta, það er bara spurning hvenær við komust inní þessa keppni aftur??? Erum eyja einhverstaðar þar sem margir evrópubúar vita ekki einu sinni um og stuðningur norðurlandana dugði okkur ekki í þetta sinn. Ætli ekki öll atkvæðin hafi farið til þessa Norsku töffara...

Wig Wam með lagið "In My Dreams" Er alveg dúndur gott lag, öðruvísi en virkar greinilega. Kannski við Íslendingar ættum að prófa eitthvað nýtt næst... senda Quarashi eða Botnleðju !!!
En þrátt fyrir að Ísland komst ekki áfram þá verður sko samt haldið Júrópartý og grillað (í rigningunni) og núna heldur maður bara með Noregi, my second home!!!
Hvað með heima??? Er Júróstemmningin alveg farin úr fólki???

Í gær var Veigar að keppa í bikarnum... heimaleikur í sól og blíðu. Leikurinn endaði 6-2 fyrir Stabæk... jíbbícaijjeij. Eru komnir áfram í 3. umferðina. Veigar átti alveg stórgóðan leik, skoraði eitt en lagði upp nokkur.

Var að skoða spánna hérna og hún á ekki að vera neitt spes á næstunni, hún er alltaf eitthvað að breytast, seinast átti að vera 21 stiga hiti og sól á mánudaginn en núna er spáð bara rigningu alveg fram til næsta þriðjudags en það á samt að hitna eitthvað á næstunni.

Já og svo má ég ekki gleyma að hún systir mín hún Anna Margrét á afmæli í dag :)
Veiiii... Til hamingju með daginn... sweet sixteen baby ;)

En við hérna í Noregi kveðjum að sinni og hafi ÞIÐ það bara rosalega gott um helgina...
Júrókveðja,
Íris

mánudagur, maí 16, 2005

Super-Dagskrá

Já há það má segja að það verður brjálað að gera hjá manni í þessari viku... Sjónvarpsdagskráin er alveg full af skemmtilegu efni sem maður má bara ekki missa af :)
Þetta byrjar allt á miðvikudaginn þegar 18 þátturinn af Lost verður sýndur... Þetta eru alveg rosa spennó þættir og maður tímir/má sko ekki að missa af neinum þætti!!!
Svo á fimmtudaginn er nátturulega undankeppnin í eurovision og þar sem hún Selma er keppa verður maður nú að horfa á hana!!!
Á föstudaginn er svo seinasti Idol þátturinn og maður má sko alls ekki missa af honum!!!
Á laugardaginn er Eurovision keppnin sjálf og þar sem Selma á örugglega eftir að koma sér í hana þá verður maður auðvitað að horfa á hana!!!
Á sunnudaginn er svo seinasti Big Brother þátturinn og tilkynnt hver vinnur!!!
Brjálað stuð hjá okkur ;)

Á morgun er 17 maí, þjóðhátíðardagur Norðmanna... Það verður alveg brjáluð stemning í allri Osló og ég og Veigar ætlum að mæta tímalega til að sjá Kóngafólkið veifa frá svölunum sínum.
Það var alveg brjáluð stemning seinast og býst alveg við svipaðri núna.

Veðrið er búið að vera klikkað hérna... það var spáð rigningu hjá okkur í gær en hún lét hvergi sjá sig og gat ég verið í sólbaði útá svölunum hjá mér allan daginn. Kom ekki einu sinni skýjahnoðri :)
Í dag er hins vegar skýjað...But that´s okey ;)

Ég get ekki beðið eftir nýja grillinu okkar... ætlum að fara á laugardaginn og ná í það. Verður sko grillað í Eurovision partýinu okkar :)

Ætla ekki að hafa þetta lengra í dag... heyrumst hress og kát seinna :)

fimmtudagur, maí 12, 2005

Sumar&Sól... I Love´it

Æj hvað lífið getur verið yndislegt þegar sólin skín og fuglarnir syngja :)
Var einmitt þannig dagur í dag. Vaknaði snemma í morgun, skellti mér í ræktina með Veixa, svona aðeins til að hressa mann við. Veigar skutlaði mér síðan heim og ég fékk mér að éta, skellti mér í sturtu og svo bara í sumarfötin og út... takk fyrir!!! Gerðist menningarleg og labbaði niðrá smábátahöfnina með góða bók og settist þar niður, las og naut sólarinnar. Klukkar þrjú ákvað ég að rölta heim því að sólin var komin útá svalir og þá var það bara bikiníð og olían :)
Útkoman eftir þennan dag er einfaldlega langþráður litur á líkamann :) Krossa bara fingur að það verði svona gott veður líka á morgun!!!

Veigar var að keppa í gær, bikarleikur... Þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu 8-0 og Veixi snillingur skoraði þrjú mörk.

Ég og Veigar fórum eitt kvöldið niðrá strönd, bara svona til að fá okkur göngutúr og ferskt loft. Inní fjörðin siglir þetta stærðarinnar skemmtiferðaskip, með fullt af ferðamönnum uppá dekkinu dást að þessu fallega útsýni. Við byrjuðum að veifa og hoppa... vorum voða fyndin, svo segir Veiga mér að múna... ekki lengi að girða niður um mig buxurnar og sýna beran bossan... það komu nokkur flash frá skipinu ;) Veigar mátti ekki vera minni maður og varð auðvitað gera það líka.
Við hlógum lengi að þessi og fannst við geðveikt fyndin;)

Sumarkveðja,
Íris

mánudagur, maí 09, 2005

Ongly In USA


Hvernig geta foreldrar gert barninu sínu þetta??? Maður ætti kannski aðeins að hugsa þegar maður lítur í spegil og grætur yfir þessu eina auka kílói. Hugsa sér, hún er aðeins fimm ára.

Smá féttir...

Aðra stundina er maður í þvílíku bloggstuði og svo hina þá nennir maður þessu ekki!!!
Annars er ekkert voða mikið að frétta héðan...

Ég og Veigar erum alveg í skýjunum með nýja bílinn okkar, Veigar meira að segja fór á laugardaginn og þreif hann... ástæðan var reyndar sú að einhver fugl ákvað að skíta á hreina bílinn okkar. Nokkrar stórar klessur á húdinu. Síðan um kvöldið ætluðum við í smá rúnt þegar við sáum að það var aftur búið að skíta á bílinn !!! Eru fuglar með radar yfir hreina bíla??? Sem betur fer ringdi daginn eftir þannig að hann er aftur orðinn hreinn.

Vignir kom sá og sigraði og varð norðurlandameistari í júdó sínum flokki... Bara til hamingju með það :)

Veigar var að keppa á móti gamla liðinu sínu í gær, Stromgodset... Þeir unnu 3-1. Veigar lagði upp tvö fyrstu mörkinn og stóð sig mjög vel.

Í gær átti bara að vera "24" kvöld... En einhverjir strákar úr liðinu fengu Veigar með sér á smá pöbbarölt... ég var bara heima og tók smá forskot á 24... Geðveikir þættir, dreymi á nóttinni að ég sé að upplifa 24 bara í beinni... Bjarga heiminum og svona :)

Fórum um daginn útí sjoppu... Sáum karl svona hrillilega útúr heiminum... hann var að rífast á fullu við holræsi... "Stattu upp auminginn þinn" heyrðist í honum... ég og Veigar gátum ekki annað en fylgst aðeins með honum.

Annars var bara lítið gert um helgina... laugardagurinn fór allur í labbitúr og sólbað á svölunum.
Næsta verk mitt verður að gera litlu svalirnar okkar rosa sætar... Núna eru þær fullar af flöskum sem ég þarf reyndar að fara með í endurvinsluna. Svo ætlum við að kaupa grill og stóla, og ég var meira að segja að spá í að kaupa blóm til að setja útá svalirnar. Þannig að það verður voða fínt hjá okkur í sumar.

Harpa vinkona átti afmæli á laugardaginn og var 25 ára og vil ég óska henni til hamingju með daginn :)

Ég var að hlusta á eurovision lagið okkar um daginn og mér fannst það bara helv... gott. Mig hlakkar ekkert smá til að sjá hvort hún Selma nái ekki að koma sér í keppnina sjálfa. Lagið sem norðmenn eru með er líka gott. Þeir eru einnig að keppast um að komast í keppnina sjálfa.
Ætli maður reyni ekki að vera með smá eurovision partý hérna. Bjóða Stebba :) Alveg brjálað partý ;)

Ætla ekki að hafa þetta lengra í dag... heyrumst seinna, krúsídúllurnar mínar ;)

fimmtudagur, maí 05, 2005

Bloggæði :þ


Veigar nr. 10

Oh my god hvað ég er eitthvað dugleg að blogga núna, ég er alveg að missa mig í þessum myndum... Er loksins búin að fatta hvernig ég set mynd þar sem ég blogga :)
Veigar var að keppa í dag og var leikurinn að klárast... hann endaði 0-0. Þeir eru ennþá í fyrsta til öðru sæti en þetta var bara fimmta umferðin og alveg 25 umferðir eftir...
Var að bæta við nýjum link sem heitir Stabæk... þar getið þið fylgst með liðinu og gefið leikmönnum einkun fyrir hvern leik... endilega farið inná og kjósið Veigar... Skiptir engu hvort hann hafi staðið sig vel... hehe.

Keyptum okkur seríu 2 í 24 í gær og mig hlakkar ekkert smá til að byrja að horfa á hana, sería 1 var geðveikt góð... náðum allavega að klára að horfa á 24 þætti á 4 dögum :)

Við skelltum okkur í Puma umboðið á þriðjudaginn og ætluðum að panta okkur skó og föt... vorum fljót að hætta við þegar við fréttum að við fáum þetta ekki fyrr en í ágúst... hvað er málið ??? Ég nenni ekki að bíða eftir fá skóna mína í ágúst, þá er sumarið næstum því búið... I need them now!!!

Jæja ég verð að fara að hætta þessu og fara að gera eitthvað á þessu heimili... Aloha

Svona lítur nýji bílinn okkar út... okkar er bara svartur og með ljósum leðurklæðum... ógeðslega flottur :)

Testing, one to three


Íris
Er ekki bara allt gott að frétta???
Er eitthvað að tölvunördast...
Heyrumst

miðvikudagur, maí 04, 2005

Snillingar !!!

It´s a wonderfull live !!!
Dagurinn í gær byrjaði ekki alltof vel en var þó ágætur seinnipartinn. Horfði á Liverpool - Chelsea. Hélt með hvorugum en fannst samt Chelsea betri og áttu skilið að vinna og komast áfram, veit ekki en mér finnst Liverpool spila leiðinlegan bolta. (sorry poolarar)
Svo í morgun hringdi Siggi frændi, hann var búinn að finna handa mér verkstæði hérna í Oslo sem gæti gert við tækið okkar... en hann sagði samt að amberið gæti verið farið og þyrfti bara að setja nýtt, og við gætum gert það ef við myndum treysta okkur í það. Ég byrjaði strax að taka tækið í sundur og þegar Veigar kom heim fórum að kaupa nýtt amber. Settum það í og bingo, það kveiknaði á sjónvarpinu. Viðgerðarmenn, who needs them ;) Við vorum ekkert smá ánægð að fá sjónvarpið okkar í lag :)
Í kvöld erum við að spá í að bjóða Stebba í mat og horfa á AC Milan - PSV.
En ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili...
P.S. Ef sjónvarpið ykkar er bilað tékkið þá á amberinu áður en þið farið með það í viðgerð ;)
Snillingurinn kveður :)

þriðjudagur, maí 03, 2005

Pirringur !!!

Vá hvað þessi dagur ætlar ekki að byrja vel :(
Byrjuðum á að sofa smá yfir okkur, Veigar ætlaði að vakna fyrr til að fara að setja bensín og þvo bílinn en hann hafði ekki tíma til að gera það, svo fer ég og ætla að kveikja á sjónvarpinu þá kveiknar ekki á því, ætli það sé ekki bilað eða ónýtt :(
Við erum með eitt sjónvarp inní sofuherberginu okkar en það er bara svo lítið :(
Sjónvarp á bara ekki að bila þegar það er bara 1 árs... er það nokkuð??? Við keyptum það á Íslandi þannig að ég veit ekkert hvort við getum látið gera við það :(
Eina góða við þennan dag er að við erum að fá nýja bílinn okkar á eftir :) Eða ég ætla rétt að vona það, erum búin að bíða nógu lengi eftir honum og áttum að vera búin að fá hann fyrir tveim vikum, sama gildir með puma dótið mitt sem ég var að panta, eru norðmenn svona latir eða bara svona heimskir??? Þetta er ekki eðlilegt... það á ekki að taka 3 vikur að taka saman tvær peysur og senda þær!!!
En ég ætla að hætta þessu áður en ég fer að kvarta eitthvað meira.
Ein pirruð kveður í bili !!!

sunnudagur, maí 01, 2005

Sunnudagur til sælu ;)

Strax kominn sunnudagur og tengdó farin... Vorum að koma heim eftir að hafa verið að skutla henni uppá völl. Helgin var rosalega fín og mikið hlegið :) Ég fór ein að sækja Gunnu á föstudeginum og Harpa fékk reyndar far heim því hún ákvað að koma og heimsækja Stebba sinn. Þegar við komum heim tók Veigar á móti okkur og við fórum strax að taka uppúr töskunni hennar Gunnu, enda gat ég varla beðið eftir flatkökunum og hangikjötinu... og svo fengum við nokkur kíló af nammi, bæði Fjóla og mamma hugsuðu sko vel til mín og sendu mér alveg helling að góðu íslensku nammi, namminamm. Síðan var strax skellt sér í gönguskóna og farið að versla, það var reyndar ekki gott veður, alveg grenjandi rigning. Búið að vera rosa gott veður og þetta var fyrsti rigningardagurinn í 3 vikur. Þegar við vorum búnar að versla smá komum við heim og Gunna fór þá í að klippa okkur... Þetta var langþráð klipping og ég lét taka alveg nokkra cm af hárinu mínu og svo klippti hún einnig á mig topp :) Rosalega ánægð með klippinguna mína. Síðan settist Veigar í stólinn og hann klipptur, hann lítur einnig mjög vel út ;)
Síðan var farið í fínu fötin og skellt sér útað borða með Hörpu, Stebba, Glenn og Tune á kínverskan veitingarstað sem ég mæli ekki með, ég pantaði núðlur sem voru óætar og ég var svo pirruð að ég pantaði kjúklingasúpu sem var STERK, ég kvartaði yfir matnum og gellan hefur örugglega helt pipparstauknum ofaní súpuna. Það eina sem ég gat borðar var bananasplitið sem ég fékk í eftirrétt. En eftir matinn fórum við heim til Stebba og Hörpu að borða íslenskt nammi og hlusta á Gunnu sem náði svona hryllilega að mismæla sig að við lágum öll grenjandi úr hlátri, Stebbi kafnaði á kúlusúki af hlátri og við gátum bara ekki hætt að hlæja :)
Gunna var að tala við Glenn á ensku og er að lýsa því hvernig það var eftir að við fluttum út og hún þarf að sjá ein um hundinn. Gunna segir: " Now I have to take care of him alone, I have to wash him and blow the dog my self. Þarna sprungum við og úr hlátri og greyið Gunna no I ment blowdry him my self... hahaha þetta var svo fyndið :)
Síðan á laugardaginn þá var Veigar að keppa, eftir að við Gunna vorum búnar að skutla honum þá fórum við aðeins í mallið og Gunna kláraði að versla það sem hún átti eftir að kaupa. Síðan fórum við að horfa á Veigar og þeir unnu 2-1. Veigar skoraði reyndar ekki í þessum leik en átti samt alveg mjög fínan leik. Eftir leikinn fórum við uppá skrifstofu að borða með liðinu og síðan bara heim. Um kvöldið spiluðum við og höfðum það bara kósý.
Og núna er sunnudagur og veðrið búið að vera rosa gott og við skelltum okkur á ströndina í smá sólbað og badminton. Og svo núna er Gunna farin og við bíðum bara eftir næsta gesti :)
En þetta var stutt lýsing á helgarferðinni hennar Gunnu.
Vonandi áttuð þið jafngóða helgi ég við áttum :)
Bið að heilsa í bili.