Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

miðvikudagur, september 28, 2005

St... okkar ;)


Hæ hæ...

Héðan er sko allt gott að frétta, sérstaklega eftir að fengum aðeins að kíkja í pakkann :)
Ég og Veigar fórum í sónar í dag, þetta heitir 3-víddar sónar og eins og þið sjáið á myndinni þá fengum við að sjá andlitið á baby-inu :) Læknirinn byrjaði á því að mæla það á alla vegu og bara allt lítur rosalega vel út... svo heilbrigt :) Barnið er núna ca. 2 kíló og hann sagði að það verði ca. 3900-4000 grömm við fæðingu. Svo var tími til kominn að fá að sjá andlitið og þá var baby-ið sko ekki alveg á því að sýna andlitið sitt, grúfði bara í mallan á mömmu og setti síðan hendurnar fyrir :) Þannig að ég byrjaði að hoppa og labba um og læknirinn gerði allskonar brellur og þetta var besta myndin sem við fengum. Við fengum líka tvö myndbönd þar sem sést þegar barnið opnar munninn og síðan brosir það voða sætt á hinu myndbandinu :) Ég get því miður ekki sett myndböndin inn strax, þarf að minnka gæðin á þeim og set ég þau inn.
En svona fyrir þá sem skilja ekki alveg hvernig myndin er þá skal ég reyna að útskýra hana fyrir ykkur, þar sem ég og Veigar erum sko búinn að skoða hana í allan dag... okkur finnst þetta bara æðislegt (",)
Það sést bara í eitt auga vinstra megin á myndinni, barnið er sko með nóg af augnahárum, síðan þar sem nefið á að vera er bara lítill sætur hnefi sem felur það og svo er munnurinn fyrir neðan og það er sko með kyssulegar varir, og svo má ekki gleyma sætu bollukinnunum ;)
Svo er það með mikið dökkt hár... algjör dúlla :)
En okkur fannst þetta alveg æðislegt, þvílík tækni :) Ég og Veigar fórum með bros á vör frá lækninum og núna verðum við bara í að bíða í ca. 2 mánuði eftir litla krúttinu ;)

Ég ætla síðan að óska bestustu mömmu í öllum heiminum til hamingju með afmælið í dag... og þótt ég mundi segja ykkur hvað hún er gömul þá mynduð þið sko aldrei trúa mér... hún lítur nefnilega svo unglega út... enda mjög oft sem að fólk heldur að við séum systur en ekki mæðgur ;)
Ég veit samt ekki hvort ég eigi að taka því sem hrósi... hehe :)

Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í dag... heyrumst seinna :)

Kveðja,
Íris

sunnudagur, september 25, 2005

Sunnudagur

Helló...

Ég var að skoða forsíðuna á DV um daginn og sá grein sem hljóðaði svona : Íslenski pipparsveinninn fær 40 milj. króna sekt fyrir að kjafta frá!!! Okei hver er þessi piparsveinn og þarf hann að borga allan þennan pening? Maður er soldið forvitinn ;)

Það styttist í að ég komi heim og mér var farið að hlakka frekar til þegar mamma sagði mér að á morgnana sé frost og hún þurfti að skafa af bílnum og það sé hálka á götunni þá fór mér ekkert að hlakka voða mikið til, það er nefnilega ennþá alveg 20 stiga hiti ennþá hérna (",)
En ég þarf að fara heim og þá er alveg eins gott að fara að panta farið...

Mér finnst tíminn ekkert smá fljótur að líða og í dag eru bara 10 vikur í 4.des, eða í settan fæðingardag. Ég og Veigar fréttum af lækni hérna sem flytur inn 3-víddar sónarinn hingað til Noregs og við erum búinn að sjá hvernig það virkar og erum búinn að panta tíma hjá honum. Maður sér andlit barnsins mjög vel og hvort það hafi mikið hár og allt saman... ekkert smá krúttlegt :) En við förum núna á miðvikudaginn og fáum 4 myndir og 2 myndbönd (",)

Veigar er að keppa í dag og það er vonandi að hann breaki leg og skori 3 mörk... mig dreymdi í nótt að hann skoraði 3 mörk, eitt úr víti og hin ekkert smá flott. Núna krosslegg ég bara puttan og vona að hann skori... þeir verða allavega að vinna ;)

Ætla að fara og fá mér eitthvað að borða, við heyrumst seinna.

miðvikudagur, september 21, 2005

Klukki-Klukk

Þá er ég víst klukkuð og þarf að skrifa 5 gagnlaus atriði um MIG.... þökk sé Silju mágkonu ;)
Maður verður víst að vera með þannig að hérna koma fimm atriði :

1. Þegar ég var yngri þá var uppáhaldshljómsveitin mín Take That... Ég var ógeðslega hrifin af Howard Donald og vildi giftast honum, en hann var meðlimur í hljómsveitinni. Herbergið var coverað með myndum af þeim og ég átti meira að segja klukku og allar spólunar þeirra...
talandi um obsession (",)

2. Ég féll í verklega bílprófinu... bara einu sinni því ég var svo ógeðslega stressuð!!!

3. Get ekki beðið eftir að losna við bumbuna því mig langar svo að komast í gallabuxurnar mínar og bara öll fötin mín... og geta farið að versla öll fínu og flottu fötin í búðunum (",)

4. Ég elska Sudoku... (talnakrossgátur)... Það er að eyðileggja lífið mitt því þegar ég loka augunum þá sé ég bara tölur og ég get því ekki sofið á nóttinni.

5. Mig langar að gifta mig á fallegri strönd í góða veðrinu á Hawaii... en ekki í kirkju... híhí

Jæja þá er ég búin að segja 5 gagnlaus atriði um mig og núna verð ég að klukka einhverja 5 og þær eru: Fjóla Sigrún, Hrafnhildur, Heiða, Guðrún Gylfa og Harpa Guðný
Þið eruð hér með klukkaðar ;)

Ætla að óska Hansa brós Til hamingju með afmælið í gær...Kossar og knúsar (",)

Kveð í bili...

mánudagur, september 19, 2005

Mánudagur...

Ég verð nú bara að viðurkenna það að ég hef verið mjög léleg við bloggið seinustu vikur... Hef verið að fá kvartanir frá fjölskyldunni... "þessi og þessi eru miklu duglegri að blogga en þú!!!"
Okey... ég veit, ég skal reyna að vera duglegri en ég lofa engu ;)

Annars erum við búinn að vera mjög róleg... Harpa og Stebbi eru með heimsókn hjá sér þannig að við erum ekkert búinn að vera hitta þau og það er bara einsog annar handleggurinn á manni sé farinn... :) Nei nei segi svona.

Í kvöld kíktum við í heimsókn til Tom og Astrid, Tom er með Veigari í boltanum. Við sátum hjá þeim og síðan fóru Veigar og Tom niðrí bæ en við stelpurnar vorum bara heima. Astrid er líka ólétt og á að eiga 5 janúar þannig að við höfum alveg nógu mikið að tala um ;)

Ég fór til kaupmannsinns á horninu í dag og hvað haldið að ég hafi séð og keypt undir eins... Íslenskt Freyju Risa Rís :) Er þetta ekki að verða svoldið fyndið að maður getur keypt íslenskt súkkulaði hér??? En ég sit núna og er að borða það... og það er alltaf jafn gott! Rís... þú átt það alltaf skilið :)

Gunna "tangdó" á afmæli í dag og ég og Veigar sungum svo fallega afmælissöngin til hennar í dag, en ég ætla óska henni aftur Til hamingju með afmælið því hún er ein heim og báðir strákarnir hennar í útlöndum og auðvitað tengdadæturnar líka ;) Vonandi áttiru góðan dag :)

Annars er allt gott að frétta af litla babyi- inu. Það lætur sko ekki fara lítið fyrir sér þessa dagana... það er sko bara sparkað í mann einsog og maður er gerður úr stáli. Ég er farin að halda að það sofi aldrei. Í fyrrinótt þá hélt ég að ég væri rifbeinsbrotinn því ég átti erfitt með að draga inn andan því mig verkjaði svo í rifbeinunum. En það var allt orðið gott daginn eftir! Mér finnst samt alltaf gaman þegar maður finnur fyrir svona spörkum... og um daginn þá fann ég fyrir litlum hæl koma út og mér fannst það bara krúttlegt :)

Over&Out

miðvikudagur, september 14, 2005

Miðvikudagur

Hæ hæ...

Whatzzzz up? Allt voða gott að frétta af okkur! Erum bara búin að vera gera hitt og þetta og mest ekki neitt seinustu daga... Veigar búinn að keppa tvo leiki sem enduðu báðir 1-1... Einn úti leikur þar sem hann þurfti að sofa eina nótt og svo var hann að keppa núna í dag, heimaleikur.
Harpa fékk einhverja voða magakveisu núna á mánudaginn þannig að ég þurfti að skutla Stebba á æfingu og fara síðan að sækja systir Stebba uppá flugvöll og sjá um þann yngri á meðan. Það var voða gaman :)
Í gær þá fengum við Veigar okkur göngutúr niðrá Aker Brygge í rigningunni með regnhlífar :) Okkur fannst voða gaman að labba með þær, enda þekkist það ekki að vera með reglhlíf á Íslandi. En það eru allir með þær hérna og það er sko cool ;)

Ég skellti nokkrum myndum inná sónar-og bumbumyndir :) Enjoy og ég er hætt í dag. Meistaradeildin að byrja og ég ætla að horfa á Man. United vinna ;)
Bæbæ

fimmtudagur, september 08, 2005

Íslenskur Draumur ;)

Ég vildi bara deila með ykkur alveg ótrúlegum hlut sem ég rakst á fyrr í dag...
Ég og Harpa vorum í matvörubúð sem heitir Ultra og like always þá erum við í nammideildinni þegar ég sé allt í einu íslenskan Draum... Whattt....ég var svo spennt að ég steig á Hörpu og var næstum því dottin þegar var að ná í hann :) Okkur fannst þetta alveg ótrúlegt og keyptum okkur að sjálfsögðu sitthvorann Drauminn :)
En hvað haldiði að einn draumur kostar hérna??? Millistærð kostar 280 ísl. krónur... Okey er þetta ekki offff mikið???
En hverjum er ekki sama þegar maður býr í útlöndum og sjaldan eða aldrei sem maður sér íslenskt súkkulaði til sölu!!!

En nóg með þetta Drauma tal... og útí meira spennó!!!
Ég lenti alveg í ótrúlegu í gær... allavega finnst mér það.
Klukkan var 23:00 og ég var nýbúin að kveikja á kertum og var að hafa það voða nice fyrir framan imbann... Er síðan að labba inná klósett þegar ég finn þessa brunalykt. Ég byrja að þefa alveg á fullu og hún varð alltaf meiri og meiri. Kíkti fram á gang þegar ég sé mikinn reyk frammi og fólkið á ganginum mínum er byrjað að tínast út úr íbúðunum sínum... flestir á náttfötunum. Ég byrjaði að svitna á fullu og titrandi klæði ég mig í skó og næ í veskið mitt og símann, út og læsi. Þá byrjaði ég að heyra í sírenum og hleyp niður, gegnum reykinn og mæti þar nokkrum vel stæltum slökkviliðsmönnum í skítugum í göllunum sínum... ( I just love men in uniforms) mátti samt ekkert vera að spá í þeim því ég var svo mikið á leiðinni út. Ég ein og skjálfandi úti rölti þarna og er að leita að eldinum. Labba síðan hinum megin við húsið þar sem allt fjörið var að gerast. 4 slökkviliðsbílar, nokkrir löggubílar og sjúkrabílar. Mín var sko lent í svaka fjöri og fólk búið að safnast útá götum og allir voða forvitnir. En þannig var þetta að eldur kveiknaði í íbúð annari hæð hjá einhverjum gömlum manni. Enginn slasaðist og allir fengu að fara aftur inn til sín.
Þetta er ókosturinn við að búa í blokk... sérstaklega þegar hún er full af einhverju bækluðu fólki... sorry!!! Þakka fyrir að þetta gerðist ekki um nóttina því þá hefði kannski farið verr þar sem að nágrannarnir tóku eftir eldinum ekki sá gamli sem bjó þar.
Samt alveg ótrúlegt hvað þessi reykur er fljótur að berast upp á fimmtu hæð. Lyktin var lengi inní íbúðinni eftir þetta og mér var orðið flögurt af henni og þurfti að setja vatn í nokkrar skálar og smá sitrónu til að losna við hana.
En allt er góðu núna og vonandi að þetta gerist ekki aftur!!!

En jæja klukkan er að verða þrjú... að nóttu til!!! Veigar kemur á morgun/eftir ;) Og mig hlakkar svo MIKIÐ til :0) Ætla að fara að sofa núna þannig að ég kveð ykkur í bili... heyrumst seinna!!!

þriðjudagur, september 06, 2005

Góð tónlist á fóninn,,,

og hérna kemur vikuyfirlitið ;)

Það helsta sem hefur gerst síðustu viku er að Harpa Guðný vinkona og Daddi voru að eignast litla prinsessu í gær. Hún var 14 merkur og 52 cm. Ég er búin að sjá myndir af henni og hún er með svart mikið hár og ekkert smá sætar bollukinnar... ekkert smá falleg og bara innilega til hamingju með litlu dömuna ;)

Vika síðan að Veigar fór með landsliðinu og ég er búin að hanga með Hörpu síðan þá. Erum búnar að labba allar göngugötur í Oslo, elda góðan mat, nammikvöld á hverju kvöldi, horft á bíómyndir og svo í gær var Harpa svo ÆÐISLEG og tók mig í fótanudd og handanudd :) Ég var einsog ný manneskja eftir þessa æðislegu meðferð... æj hún er alltaf svo æðisleg... sagðist ætla að gera þetta við mig einu sinni í viku því hún veit alveg að svona ófrískar konur þurfa á nuddi að halda. Fyrst að kallarnir okkar pota bara í okkur og kalla það nudd þá þurfum við konurnar að standa saman og nudda bara hvor aðra... hehe

Annars gengur vel hjá mér og bumbukrílinu... bara 13 vikur í settan fæðingardag :) Fór í skoðun í dag og það bara hefði ekki getað litið betur út hjá mér. Blóðþrýstingurinn alveg eins og hann á að vera. Allt "perfect" :)
Hún vildi samt að ég kæmi áður en ég færi heim til íslands, svona áður en ég fer í flugið, allt gott með það ;)

Tvær nætur þangað til að Veigar kemur heim og MIG hlakkar til :) Öll sambönd hafa gott af svona smá fjarveru frá hvort öðrum, því þá sér maður hvað maður saknar hins aðilann voða mikið ;)

Veðrið er búið að vera ekkert smá gott hérna... sól og aftur sól og hitinn allt uppí 25 stig. Ég sem var búin að setja alla hlírabolina efst uppí skáp þarf að ná í þá aftur!!! Það er víst búið að spá voða góðu hausti hérna og mér líst bara rosalega vel á það.

Í kvöld ætla ég að vera heima... Harpa og ég vorum að koma úr góðum verslunargöngutúr og ég er að spá í að fara í heitt fótabað og horfa á sjónvarpið í kvöld... fullt af góðum þáttum :)

Þetta er það helsta sem ég hef verið að bauka seinustu viku og skal lofa að láta heyra í mér fljótlega aftur... þýðir ekki að blogga bara einu sinni í viku ;)

Kv, Íris