Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

fimmtudagur, júní 30, 2005

Crazy veður !!!


Okey... Það er bara alltof heitt hérna og ég bara verð að taka smá pásu frá sólinni. Erum búinn að liggja í allan dag og svo komum við heim og bara beint útá svalir. Íslendingar... já ég held það :)
Adios ;)

þriðjudagur, júní 28, 2005

Yndislegur dagur :)

Sorry Sorry... þessi grein átti að koma í gær en vegna hversu mikið er að gera hérna hjá okkur þá náði ég ekki að klára hana þannig ég ætla að halda áfram hérna :) Verði ykkur að góðu ;)

Ég veit að það er soldið langt síðan ég skrifaði... en það er bara búið að vera svo mikið að gera!
Við erum búin að vera á ströndinni og við sundlaugagarðinn... og gær fórum við síðan útað borða og svo í bíó á Mr. and Mrs Smith. Myndin var mjög góð og það mátti sjá smá neista þarna á milli þeirra! Það verður gaman að sjá hvort þessar sögur séu sannar og hvort þau eigi von á barni sama... uuhhmm

En í dag (þriðjudagur) þá fórum við í fyrsta sónarinn okkar :) Guð hvað það var æðislegt... Mér kveið fyrst fyrir... krosslagði putta og vonaði að allt væri í lagi. Þegar konan byrjaði síðan að skoða mig ég sá litla krílið mitt í fyrsta skipti þá fékk ég þessa tilfinningu sem maður getur ekki lýst. Þvílík spörk og handahreifingar sem við fengum að sjá. Það vissi sko alveg að við vorum að skoða það og ég er ekki frá því að það var smá að sína sig fyrir okkur. Ljósmóðirin hló bara og sagði sjaldan hafa séð jafnmikla hreifingu og þarna. En þetta var alveg yndislegt og allt í besta lagi. Við fengum svo að vita kynið og erum að spá í halda því leyndu... Sorry ;)
En ég þarf að skanna myndirnar inn og setja þær inn. Það verður kannski smá bið í það... eigum ekki skannara... en ég lofa að gera það.
Ég var sett 4 desember þannig að það er aldrei að vita nema Fjóla fái það afmælisgjöf... þarf bara að halda í mér í einn dag.

Beint eftir sónarinn í gær fórum við í tívólíið með Hörpu og Stebba... það var mjög gaman. Við konurnar fórum reyndar ekki í nein tæki og settumst bara í sundlaugagarðinn og fengum okkur smá lit... ekki það að ég þurfi þess :)

Í dag (miðvikudagur) löbbuðum við síðan niðrá tún hérna rétt hjá og fórum svo smá að mallast og síðan að horfa á Veigar keppa. Það var bikarleikur og þeir gerði sér lítið fyrir og unnu úrvalsdeildaliðið Fredrikstad 4-2... ekkert smá flott hjá þeim.
Núna þá liggjum við bara hérna heima... hálf dasaðar eftir alla þessa sól og Veigar villiköttur er að fara út með strákunum. Við gellurnar erum hálffegnar að losna við hann og ætlum bara að vera með svona stelpukvöld ;)

Er að spá í að hætta þessu núna... þarf að skella mér í sturtu... þvo skítinn :)
See you later!!!

miðvikudagur, júní 22, 2005

Bloggleti í góða veðrinu...

Halló Halló
Það má alveg segja að ég er ekki búin að vera sérlega dugleg við að blogga uppá síðkastið. Það er alveg nógu mikið að gera þegar maður er með gest hjá sér, sérstaklega þegar gesturinn er ungur og með alveg nóga orku í sér og vill helst vera á fullu allan daginn. Ég reyni að þreyta hana með göngunum mínum og það dugar yfirleitt alltaf. Við erum búnar að vera ekkert smá duglegar og bara löbbum allt.
Í dag var vaknað snemma og farið beint uppí sundlaugagarðinn þar sem við láum flatmaga alveg til fimm. Veigar joinaði okkur seinna og þá fékk Bibba smá útrás með honum... ekki get ég verið að hoppa af stökkbrettunum. En þetta var alveg ljómandi... ógó gaman. Við löbbuðum síðan heim og komum við í búðinni og keyptum bara pulsur og settum á grillið og svo var ég að enda við að borða grillaðan banana með súkkulaði og rjóma... nammmm
Í kvöld eru síðan tveir seinustu þættir í Lost og við erum orðinn voða spennt. Alltof góðir þættir :)
Annars er tveir dagar í tengdó... þannig að það verður ekki tekið því rólega fyrr en 3 júlí :) Þegar allir gestirnir er farnir. En það er ekkert nema gaman að hafa gesti hjá sér. Allir velkomnir ;)

Adios Amigos

laugardagur, júní 18, 2005

Tusenfryd... here we come !!!

Þetta verða bara stutt skrif... erum að fara í Tusenfryd tívolíið í 20 stiga hita og sól :) Ekki leiðinlegt. Erum að bíða eftir Hörpu og Stebba og svo erum við bara farinn.
Annars allt gott að frétta héðan... erum bara á fullu að gera allt. Fara í göngutúra... labba uppá Holmenkollen og svo framvegis.
Þjóðhátíðardagur Íslendinga í gær og hérna var voða lítið gert... fórum til Stebba og Hörpu í mat og maturinn tafðist aðeins... borðuðum klukkan hálf ellefu :) En það var allright. Fórum síðan í teiknileik... einn teiknaði uppá töflu meðan hinir áttu að geta... ógeðslega gaman. Vorum síðan kominn heim eitthvað um hálf tvö og þá var bara farið beint uppí rúm að sofa.

En verð að fara... Þau eru kominn
Heyrumst !!!

miðvikudagur, júní 15, 2005

Í samband við heiminn !!!

Halló allir saman... Kom hingað heim á laugardaginn og er fyrst núna að komast á netið !!!
Stebbi, Harpa og strákarnir fengu að gista hjá okkur þangað til þau fengu gáminn og voru að fara í gær. Þau yfirtóku tölvuherbergið þannig að það ekkert pláss fyrir tölvuna. Það er búið að vera svakastuð hérna hjá okkur og alveg brjálað að gera. Þau fengu gáminn á mánudaginn og við fórum öll að hjálpa til. Veigar og Bryndís voru alveg á fullu að bera inn, en ég var bara að passa Gísla á meðan... enda má ég ekki vera mikið að bera þunga hluti ;) Við vorum hjá þeim til átta og tókum þá Gísla með okkur heim og komum við á Mc´donalds... Veigar "dúlla" fór síðan og svæfði litla kút... hann á alveg eftir að standa sig vel í pabbahlutverkinu ;)
Svona fyrir ykkur sem ekki vita þá eigum ég og Veigar von á litlu kríli 2. desember :) Erum ekkert smá ánægð. Gengur allt bara voða vel og erum að fara í fyrsta sónarinn 28 júní. Læt ykkur nú vita hvernig það gekk og fer að henda inn einhverjum bumbumyndum enda orðin soldið myndarleg ;)

Í dag er alveg frábært veður... ég og Bryndís vorum að koma heim eftir stórann göngutúr. Veigar er að keppa í bikarnum og kemur heim í kvöld. Við ætlum bara að hafa það gott á meðan. Elda eitthvað voða gott.

En ég ætla ekki að hafa þetta lengra... bæjó

fimmtudagur, júní 09, 2005

Allt að gerast !!!

Horfðu ekki allir á landsleikinn í fótbolta í gær??? Ég var ekkert smá ánægð og reyndar smá stressuð þegar Veigar sagði að hann væri byrjunarmaður... Ég og tengdó skelltum okkur auðvitað og vorum komnar með þeim fyrstu þarna... voða miklir stuðningsmenn. Ég var ekkert smá stressuð fyrstu mínúturnar... líkaminn minn skalf úr stressi. Eftir fyrstu snertingu hjá Veigari þá róaðist ég niður og horfði á þennan góða leik hjá karlinum. Stóð sig alveg einsog hetja, lagði upp eitt og skoraði eitt. Ég held að fólk hafi litið á okkur Gunnu þegar hann skoraði... við öskruðum og hoppuðum og föðmuðumst... Vá hvað við vorum ánægðar ;)
En Ísland vann flottan sigur, 4-1 gegn Möltu.
En úr þessu drama í annað drama... Þegar ég hugsa um þetta verð ég pirruð... aarrrgg.
Þarsíðustu jól gaf Veigar mér voða fallegt gullarmband... þeir vildu ekki minka það fyrir mig og ekki skipta því fyrir mig... ok svo áður en ég kem heim til Ísland fer ég að kíkja á það, ætla að taka það með og láta einhvern annan athuga hvort hægt væri að minnka það, en þá er það brotið í öskjunni... þetta er armband sem ég hef aldrei notað... aldrei. Ég tek það með heim og þeir ætluðu að laga þetta fyrir mig... en svo þegar ég kem þarna við í dag og ætla að sækja það þá er ekki hægt að gera við það... og stúlkan segir bara að þetta er ónýtt og þau geta ekkert gert... Ég varð brjáluð... spurði hvenær þessi blessaði verslunarstjóri væri við og ég ætla sko að fara þarna á morgun og láta heyra í mér. Ég ætla ekki að gefast upp og ég ætla mér að fá þetta armband annaðhvort lagað eða fá innleggsnótu. Þetta er þriðja armbandið sem ég fer með þarna til þeirra... ég á innleggsnótu núþegar uppá 13.000 og ég hef bara engan áhuga að fá mér eitthvað úr þessari búð og hananú.
Núna er ég hætt að tuða...

Ég skutlaði Veigari áðan útá völl... hann er trúlega kominn heim núna. Það verður alveg brjálað stuð í íbúðinni okkar næstu daga... Stebbi og Harpa og gríslingarnir tveir ætla að fá að gista hjá okkur í viku, eða þangað til að gámurinn þeirra kemur. Svo kemur Bryndís Inga með mér á laugardaginn út þannig að hún þarf væntalega að sofa í sófanum í viku :)

En ég ætla að fara að gera mig til... er að fara í saumó til Hröbbu og ég ætla að segja hinum stelpunum leyndóið mitt :) Ég ég skal segja ykkur það fljótlega... þið sem ekki vitið!!!

Íris kveður

þriðjudagur, júní 07, 2005

Íslenskt... Já Takk ;)

Þá styttist í að maður fer heim til Noregs... Bara 4 dagar þangað til :( Ég lá uppí rúmi í gær og fór að hugsa hvað það væri sem ég ætti eftir að gera áður en ég færi heim!!! Það eina sem mér datt mest í hug var að borða meira af íslenskum mat. Þannig að ég vaknaði í morgun og beint uppí búð og keypti mér bollu og kókómjólk og snúð og kleinuhring og ekki má gleyma hunangscheeriosinu :) Hringdi síðan í ömmu og bað hana um að bjóða mér í hádegismat á morgun í fiskibollurnar hennar. Í kvöld verður svo eldað kjötbollur með brúnni sósu og kartöflum. Svo seinna í vikunni verður ýsa með kartöflum og smjöri :) Þá er bara allur óskalistinn kominn hjá manni. Erfið???

En ég ætla að hætta að tala um þennan blessaða mat hérna... mætti halda að ég svelti þarna útí Noregi :)
Í gær fórum ég og Fjóla í smá ísbíltúr... tókum síðan smá rúnt niður Laugaveginn... erum að keyra framhjá Nonnabitum þegar Fjóla mín sér ákveðinn aðila fara þarna inn... við tökum annan hring og leggjum fyrir framan Nonnabita :) Ég bauðst til að fara inn og kaupa mér eitthvað þótt að klukkan var að ganga ellefu.. en hún lét sig bara nægja að horfa á hann í bílnum :) En þetta var bara gaman þótt að okkur hafi liðið einssog smástelpum... híhí... sorry Fjóla.

Í dag er ég að spá í að skella mér sund... ná síðan í Zidane, leika aðeins við dekurrófuna. Og svo þarf ég að fara heimsækja hana Ingibjörgu mína. Hef ekkert hitt hana síðan ég kom heim... ekki nógu gott. Kannski ég bjalli í Ellen og Imbu og kannski við getum hist í kvöld og slúðrað smá ;) Hvað segiðið stelpur???

En Íris "Sunddrottning" kveður í bili ;)

sunnudagur, júní 05, 2005

Váááá

Váá hvað það er gaman á Íslandi :) Það er alveg búið að vera brjálað að gera hjá mér í að hitta vini og vandamenn... Veðrið er líka búið að vera æðislegt hérna... er alveg ótrúlega heppin með veður, ég er búin að fara tvisar í sund þar sem ég lá bara sleikti sólina... ekki slæmt!!! Ég er líka orðin alveg þokkalega brún ;)
Á föstudaginn þá einmitt skellti ég mér í sund og síðan um kvöldið hittumst ég og Harpa bumbulíus heima hjá Fjólu og grilluðum kjúklingarbringur og svo banana í eftirrétt :) Síðan bara horfðu við á sjónvarpið og töluðum saman.. var voða nice. Síðan í gær þá vaknaði ég og fór beint á ættarmót rétt hjá Borgarnesi... það sem bjargaði því var einfaldlega góða veðrið :Þ Síðan fór ég beint á landsleikinn þar sem Ísland tapaði einu sinni enn :( Vonandi að þeir vinni Möltu. Síðan skellti ég, Veigar og Massi okkur á KFC og síðan fór ég í ammæli til Ellen gellen... þar sem stelpurnar voru komnar vel í stuð :) Seinna um kvöldið skutlaði ég síðan Veigari uppá hótel... fékk aðeins að kíkja með honum upp á herbergi, sjá svona hvernig þessi landsliðsmenn hafa það þarna :) Nefni engin nöfn en það var ákveðinn aðli sem kom vel drukkinn uppá hótel ;) En ég fór síðan bara heim að sofa. Alveg búin eftir þennan fínan dag!!! Ennn núna er sunnudagur og ég hef bara ekki hugmynd hvað maður gerir af sér í dag... kannski maður skellir sér í sund ;)
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í dag... see you later !!!

miðvikudagur, júní 01, 2005

It´s True !!!

Jebb... ef þið hafið séð manneskju sem lítur út einsog ég vera í kringlunni eða bara eitthvað að spóka sig um hérna á Íslandi og þið hugsið " nei hún er í Noregi" þá er það ekki rétt... ég er nefnilega komin hingað til Íslands í smá heimsókn :) Ógó gaman að vera komin hingað... alltaf gaman á Íslandi skal ég segja ykkur.
Ég kom á sunnudaginn, seint um kvöldið og fór bara beint að sofa... síðan um leið og ég vaknaði daginn eftir skelti ég mér í fötin og fór heim til Fjólu og gerði svona "Surprise" hún vissi ekki að ég ætlaði að koma hingað til landsins... og það fyrsta sem hún öskraði var " hhhááállvvvitinnnn þinn" híhíhí ;)
Við fórum aðeins á rúntinn og fengum okkur pulsu með öllu... var voða gott.
Um fjögur leytið fór ég síðan að ná í Veigar uppá völl og við beint á Kentucky... að fá kennarann var smá sæluvíma :) Svo var bara farið heim til Garra og Möggu um kvöldið, grillað og spilað póker :) Magga voða sæt með kúluna sína ;)

Eftir að maður kom heim er búið að vera alveg nóg að gera... alveg brjálað að gera í heimsóknum og alveg fullt af þeim eftir.
Ég er samt að spá í að hafa það rólegt í kvöld og var jafnvel að spá í að skella mér í sund núna.
Veigar fór uppá hótel áðan þannig að ég verð bara hjá mömmu og pabba næstu nætur.

En ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili... við heyrumst seinna... eða kannski bara sjáumst ;)
Bjó