Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

laugardagur, nóvember 11, 2006

Kominn tími til...

.. að blogga!!!

Helló jelló

Dí ég veit ekki hvar ég get byrjað... ég hef svo rosalega mikið að segja ykkur :)

Ég ætla að byrja segja ykkur frá litla og mesta krúttinu.. Viktor er byrjaður að skríða útum allt og standa upp og svo labba meðfram öllu. Hann reynir að herma eftir léttum orðum einsog; jæja, mamma og einn. Sem er bara krúttlegt :) Svo komst hann uppí sófa um daginn aleinn og sat þar bara voða ánægður með sjálfann sig. Svo er hann svo góður við okkur. Hann er alltaf að koma til okkar og leggjast á okkur og segja aaa. Og svo er hann aaa við boltana sína og bangsana sína. En nóg frá litla krúttinu mínu.

Stóra krúttið mitt stóð sig svona rosalega vel á fótboltatímabilinu. Var næst markahæðstur með 18 mörk. Nanskog, (hinn framherjinn í Stabæk) var markahæðstur með 19 mörk þannig að þeir voru án efa besta framherjaparið þetta tímabil. En Veigar var síðan valinn leikmaður stuðningsmanna og blaðsins Budstikka. Síðan var hann tilnefndur sem besti framherjinn, ásamt þrem öðrum og síðan var hann líka tilnefndur besti leikmaðurinn, einnig ásamt þrem öðrum. Og svo var hann valinn í lið ársins. En hann er einmitt núna á einni verðlaunaafhendingu, svo er hin á morgun, þannig að það verður gaman að sjá hvort hann fái einhver verðlaun. Annars er það mjög mikill heiður að vera tilnefndur :) Hann er sigurvegari þótt hann fái enginn verðlaun... iiiii... ógeðslega væmin eitthvað :)

Annars erum við búinn að panta far heim til Íslands. Við komum heim 30. nóvember :) Síðan verður stórafmæli hjá Viktori 2. desember. Fyrsta afmælið.. og mömmunni hlakkar svo til :)

Síðan gerðum ég og Veigar okkur lítið fyrir og pöntuðum okkur ferð til Minneapolis í dag :) Förum 14. des og komum heim 19... :) 5 nætur og litli gutti verður hjá ömmu og afa á meðan. Fyrsta skiptið sem ég fer í burtu frá honum. Það á örugglega ekki eftir að vera létt að kveðja hann :( En ég get þó huggað mig við það að ég er að fara að V E R S L A í M A L L O F A M E R I C A ! ! !

Ég veit að ég á eftir að höndla Mall of America... það er bara spurning með Veigar. Það hlýtur að vera hægt að leigja svona karlakerrur eða setja þá í Karlaland :)

Ég er búin að vera að skoða á netinu hvernig þetta mall er og það eru ekki nema 400 búðir í því!!! En núna er svo langt síðan ég fór til USA baby að ég bara spyr: ER EINHVER SEM VEIT HVAÐ ER INN Í DAG??? er ekki einhver búð sem maður verður að fara í... eða borða á einhverjum ákveðnum stað eða hvaða kaffi er best á Starbucks Kaffe og svo f.v. Please let me know!!! (aðeins að æfa mig á amerískunni)
Hey tjékkið á þessu : http://www.mallofamerica.com/

En við vorum voða grand á því og pöntuðum okkur 4 og hálfs stjörnu hótel. Tjékk it out http://www.ichotelsgroup.com/h/d/cp/1/en/hotel/mspao;jsessionid

Við ætlum að hafa það voða gott og notalegt bara svona tvö ein. Við erum búin að vera saman í 9 ár og aldrei farið saman í frí erlendis. Það er sko alveg kominn tími á það :)

En þetta verður ekki lengra í dag.. og einsog Tyra Banks segir :

LATER!!!