Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

mánudagur, febrúar 27, 2006

Bloggleti..

Það er kannski kominn tími til að skrifa nokkrar línur hérna!!!
Annars getur fólk bara hringt í mig eða komið í heimsókn ef það vill fá að vita hvað við erum að bralla þessa dagana :)
Ég og Viktor komum heim til Íslands á miðvikudaginn.. allir ekkert smá spenntir að sjá litla prinsinn :) Sérstaklega Silja sem var að sjá hann í fyrsta skiptið. Viktor sjarmeraði hana með sæta brosinu sínu. Það alveg hljómaði í eggjastokkunum hjá henni ;)
Viktor fékk samt smá menningarsjókk fyrsta daginn..greyið litla.. allt fullt fólki sem hann kannaðist ekkert við og var smá lítill í sér. Bara vanur mömmu og pabba ;)
Hann er nú samt búinn að venjast allri athyglinni og fer núna stundum að gráta ef hann fær ekki nóg af henni :) Hann er samt búinn að vera ótrúlega góður við einstæða mömmu sína ;)
Um helgina skelltum við okkur uppí bústað. Það var ekkert smá kosý helgi. Farið 3 sinnum í pottinn og borðað góðan mat.. Lentum í alveg himinbjartri nótt og það var skellt sér í pottinn til að horfa á stjörnurnar.

En ég ætla að skella mér í háttinn... klukkan að ganga hálf eitt. Viktor er orðinn eins og stillt vekjaraklukka, vaknar hálf fimm og fær sér smá sopa og síðan klukkan hálf átta þessi elska :) Og mamman frekar þreytt.. :)

Kv,
Íris

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Koma svo...

Ég hélt ég mundi deyja í gær... úr kulda!!!
Mælirinn fór í - 13.5!!! Er þetta eðlilegt???
Veigar var að keppa í gær og sem betur fer þá var leikurinn inni því annars hefði ég dáið!!!
Við fórum síðan í mat til Stebba og Hörpu um kvöldið... sátum hjá þeim til klukkan hálf tvö. Það var bara spjallað um allt og ekkert... alltaf voða kósý hjá þeim :)

En í sunnudagsletinni ætla ég að skella inn svona spurningum sem ég vil að þið fólk sem þekkið mig endilega svarið :)
1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifinn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tíman langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?
Koma svo....
Kv,
Íris

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Næla...

Hæ hæ...

Það styttist í að Fjóla fína komi í heimsókn til okkar :) Bara vika þangað til og það styttist í að ég og Viktor komum heim, bara 13 dagar þangað til ;)
Það er annars allt mjög gott að frétta af okkur. Það heldur áfram að snjóa einsog ég veit ekki hvað... ég og Viktor erum veðurteppt hérna heima. Gerði góða tilraun um daginn og labbaði með hann útí búð, það tekur mig vanalega 5 mínútur að labba, en núna tók það mig 15 mín. Ég þurfti að draga vagninn alla leiðina og var búin eftir það. Á mánudaginn þá þurfti Veigar að taka Taxa á æfingu, því hann kom ekki bílnum úr stæðinu. Við þurftum að moka hann út seinna um daginn og það voru hátt uppí 10 manns að reyna að moka bílana sína út og meira að segja inní stæðin :)

Seinustu helgi þá fórum í til Skien með Stabæk. Gistum á hóteli og heppnaðist ferðin mjög vel. Viktor var ekkert smá góður alla ferðina og heillaði alla uppúr skónum, enda eini litli prinsinn á svæðinu. Það var allt morandi í litlum prinsessum. Sú yngsta var bara 4 vikna og svo var ein sem var 4 dögum yngri en hann. En Viktor var bestastur ;)
Mér til mikillar gleði þá var bað inná herberginu okkar og ég nýtti það vel... fór tvisar í bað og tók Viktor með mér í eitt skiptið. Hann var alveg að fíla sig, honum fannst voða gott að fara í bað með mömmu sinni (",)

Ég og Veigar vorum að byrja að horfa á Prison Breake... þetta eru ekkert smá góðir þættir. Við tókum maraþon á þá í gær og eigum bara 6 þætti eftir og þetta eru bara of spennandi þættir!!!

Ég var víst næld af Guðrúnu... endalaust af þessum bloggpainum í gangi :)

4 störf sem ég hef unnið:

* Sælgætis & Videohöllin *
* Húsasmiðjan *
* Oasis *
* Leiksólinn Lundaból *

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:

* My best friend wedding *
* Dumb and Dumber *
* Pretty Woman *
* Notting Hill *

4 staðir sem ég hef búið á:

* Garðabær (Brekkubyggð) *
* Drammen*
* Garðabær (Lyngmóar) *
* Oslo *

4 sjónvarpsþættir sem ég elska að horfa á:

* Prison Breake *
* Lost *
* C.S.I *
* Friends *

4 uppáhalds geisladiskar:

* Garðar Thor Cortes *
* Norah Jones *
* Best of Queen *
* Josh Groban *

4 staðir sem ég hef verið í fríi á:

* Algarve *
* LA *
* Florida *
* Majorka *

4 vefsíður sem ég skoða daglega:

* Heimasíðu Viktors *
* mbl.is *
* bloggið mitt *
* fotbolti.net (er upphafssíðan ;) ) *

4x besti maturinn:

* KFC *
* Kjúklingur í balsmatikk og ferskt salat *
* Brúnar kjötbollur í brúnni sósu *
* Fiskur *

4 staðir sem ég vildi vera á núna:

* Á heitari stað með Veigari og Viktori *
* Verslunarferð í Minneapolis *
* Skoðunarferð í New York *
* Tokyo *

4 bloggarar sem ég næli:

* Silja ( þótt hún megi ekkert vera að þessu) *
* Ingibjörg (lærdómurinn kemur fyrst) *
* Hrafnhildur *
* Ellen *

Finito :)
Íris er Over&Out...

föstudagur, febrúar 03, 2006

Föstudagurinn 3. febrúar...

Alveg kominn tími fyrir smá blogg, enda alveg nóg um að segja!!!

29. janúar kom Massi félagi í heimsókn til okkar. Þetta var í fyrsta skiptið sem hann kemur til okkar... vonandi ekki það seinasta. Næst verður hann að koma með alla fjölskylduna sína með sér ;) Hann var hjá okkur í 4 daga og það er óhætt að segja að þessir fjórir dagar hafi verið mjög rólegir. Massi og Veigar fóru út að djamma á laugardagskvöldinu og greyið Massi þurfti að næla sér í hálsbolgu og hita :( En honum fannst mjög fínt að slappa bara af. Við keyrðum á mánudeginum í mallið og síðan fórum við þar sem Veigar æfir og keppir og enduðum síðan í Holmenkollen. Ennn annars mjög gaman að fá hann til okkar. Alltaf gaman að taka á móti gestum :)
31. janúar átti pabbi afmæli, það komu víst fullt af gestum í afmæliskaffi til hans, meira að segja við hérna Noregi mættum svona hálf partinn líka. Vorum í beinu sambandi í gegnum webcameruna. Allir voða spenntir að sjá Viktor Pál í gegnum webið. Sérstaklega langömmurnar :)
Í gær var ég síðan að tala við hana Fjólu mína... og hún sagði mér frábærar fréttir :) Pían er að koma í heimsókn til okkar 16 febrúar :) Verður hjá okkur í 6 daga og núna er ég byrjuð að skippuleggja dagskrá fyrir okkur skvísurnar. Núna er sko gott að eiga mjólkurvél ;) Það verður mjólkað sig, knúsað síðan Viktor og skellt sér í bæinn (",)
Og svooo er ég búin að panta far heim til Ísland 22 febrúar :) Ég ætla að vera samferða Fjólu heim og vera heima alveg til 12 mars :) Ég ákvað að skella mér heim með Viktor á meðan Veigar fer í æfingarferð til La Manga. Gerði þetta aðalega fyrir ömmurnar og afana ;) Þeim finnst svo erfitt að vera svona lengu í burtu frá litla gullmolanum sínum.
Á morgun erum við að fara til Skien... Stabæk liðið er að fara og konur og börn mega koma með :) Það tekur ca. 3 tíma að keyra þangað og síðan verður borðað saman á einhverjum veitingarstað og gist á hóteli í eina nótt. Við þurfum að leggja af stað klukkan átta í fyrramálið *geisp* segi ég nú bara. Það þýðir að við þurfum að vakna klukkan hálf sjö.

Og svo má ég ekki gleyma VIKTOR PÁLL var tveggja mánaða í gær :)
Mér finnst alveg ótrúlegt hvað tíminn er búinn að vera fljótur að líða.
Það er annars allt gott að frétta af litla snillingnum. Hann er alltaf jafn vær og góður. Sefur mest allan daginn og nóttina og inná milli brosir hann bara útí eitt :)

Það sem ég segi... alveg fullt að gerast hér á bæ :)
Við heyrumst seinna ;)

- ÍRis-