Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

laugardagur, nóvember 11, 2006

Kominn tími til...

.. að blogga!!!

Helló jelló

Dí ég veit ekki hvar ég get byrjað... ég hef svo rosalega mikið að segja ykkur :)

Ég ætla að byrja segja ykkur frá litla og mesta krúttinu.. Viktor er byrjaður að skríða útum allt og standa upp og svo labba meðfram öllu. Hann reynir að herma eftir léttum orðum einsog; jæja, mamma og einn. Sem er bara krúttlegt :) Svo komst hann uppí sófa um daginn aleinn og sat þar bara voða ánægður með sjálfann sig. Svo er hann svo góður við okkur. Hann er alltaf að koma til okkar og leggjast á okkur og segja aaa. Og svo er hann aaa við boltana sína og bangsana sína. En nóg frá litla krúttinu mínu.

Stóra krúttið mitt stóð sig svona rosalega vel á fótboltatímabilinu. Var næst markahæðstur með 18 mörk. Nanskog, (hinn framherjinn í Stabæk) var markahæðstur með 19 mörk þannig að þeir voru án efa besta framherjaparið þetta tímabil. En Veigar var síðan valinn leikmaður stuðningsmanna og blaðsins Budstikka. Síðan var hann tilnefndur sem besti framherjinn, ásamt þrem öðrum og síðan var hann líka tilnefndur besti leikmaðurinn, einnig ásamt þrem öðrum. Og svo var hann valinn í lið ársins. En hann er einmitt núna á einni verðlaunaafhendingu, svo er hin á morgun, þannig að það verður gaman að sjá hvort hann fái einhver verðlaun. Annars er það mjög mikill heiður að vera tilnefndur :) Hann er sigurvegari þótt hann fái enginn verðlaun... iiiii... ógeðslega væmin eitthvað :)

Annars erum við búinn að panta far heim til Íslands. Við komum heim 30. nóvember :) Síðan verður stórafmæli hjá Viktori 2. desember. Fyrsta afmælið.. og mömmunni hlakkar svo til :)

Síðan gerðum ég og Veigar okkur lítið fyrir og pöntuðum okkur ferð til Minneapolis í dag :) Förum 14. des og komum heim 19... :) 5 nætur og litli gutti verður hjá ömmu og afa á meðan. Fyrsta skiptið sem ég fer í burtu frá honum. Það á örugglega ekki eftir að vera létt að kveðja hann :( En ég get þó huggað mig við það að ég er að fara að V E R S L A í M A L L O F A M E R I C A ! ! !

Ég veit að ég á eftir að höndla Mall of America... það er bara spurning með Veigar. Það hlýtur að vera hægt að leigja svona karlakerrur eða setja þá í Karlaland :)

Ég er búin að vera að skoða á netinu hvernig þetta mall er og það eru ekki nema 400 búðir í því!!! En núna er svo langt síðan ég fór til USA baby að ég bara spyr: ER EINHVER SEM VEIT HVAÐ ER INN Í DAG??? er ekki einhver búð sem maður verður að fara í... eða borða á einhverjum ákveðnum stað eða hvaða kaffi er best á Starbucks Kaffe og svo f.v. Please let me know!!! (aðeins að æfa mig á amerískunni)
Hey tjékkið á þessu : http://www.mallofamerica.com/

En við vorum voða grand á því og pöntuðum okkur 4 og hálfs stjörnu hótel. Tjékk it out http://www.ichotelsgroup.com/h/d/cp/1/en/hotel/mspao;jsessionid

Við ætlum að hafa það voða gott og notalegt bara svona tvö ein. Við erum búin að vera saman í 9 ár og aldrei farið saman í frí erlendis. Það er sko alveg kominn tími á það :)

En þetta verður ekki lengra í dag.. og einsog Tyra Banks segir :

LATER!!!

23 Comments:

  • At 4:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gaman að sjá að það er komið blogg og til hamingju með kallinn :) ekkert smá góður árangur hjá honum :D
    Frábært að þið séuð að fara út bara 2 held að það sé nú komin tími á það eftir 9 ár ;)
    hlakka svo til að fá ykkur heim
    kossar og knús
    Fjóla

     
  • At 6:36 e.h., Blogger Heiða said…

    Ohh gaman að fara til Ameríku :-D Victorias secret, abercrombie, gap og fleira og fleira :) nammi namm
    Hlakka til að sjá ykkur annars 30.nóv og koma í afmæli til Viktors ;)

     
  • At 10:40 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Loksins komið blogg og til hamingju með Veigar, ekkert smá flottur árangur. :) Æðislegt að þið séuð að fara til Minnieapolis saman! Þetta er sko SVAKALEGT mall, þú sendir bara Veigar í tívolíið á meðan þú verslar, hehe. Ég myndi fara í Victoriu Secret, Hollister, Abercrombie, Nordstrom og Barney's. Þú átt algjörlega eftir að missa þig, þetta verður bara gaman! :)
    Hlökkum svo til að sjá ykkur 30.nóvember og knúsa Viktor á afmælisdaginn. :)

     
  • At 10:44 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Jesús.. ég meinti Bloomingdales, ekki Barneys.. hahaha.. ;)

     
  • At 12:27 e.h., Blogger Guðrún said…

    Til hamingju með kallinn.. ótrúlega flott.. þú mátt sko vera alveg rosalega stolt af honum :)
    og ég öfunda þig ekki neitt að vera að fara til USA.. he he he
    hefði sko ekkert á móti því að versla aðeins í M.O.A.
    En hlakka til að hitta ykkur þegar þið komið :)

     
  • At 12:44 e.h., Blogger Íris said…

    Ohh það verður öruglega geðveikt gaman USA :) Kíki pottþétt í allar þessar búðið!!! Mig hlakkar líka ótrúlega mikið til að koma heim og hitta ykkur... ég ætla að fara að plana einhvern skemmtilegan hitting.. og kannski við reynum að að gera eitthvað saman :) Eru þið ekki til í einhvern voða cosy skottudag???

     
  • At 2:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég er TIL !!!!!
    það verður svo gott að fá þig heim...

     
  • At 4:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Karlaland heitir Bar !!!

     
  • At 7:17 e.h., Blogger Heiða said…

    Jú höfum pottþétt skottudag, hlakka til :)

     
  • At 8:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ha ha ha, ég held að það sé nokkuð til í þessu hja Vigni ha ha :D

     
  • At 8:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég er líka þvílíkt til í skottudag.. og bara fullt af hittingum. ;)

     
  • At 11:18 e.h., Blogger Guðrún said…

    Það verður skottudagur.. milli jóla og nýárs eða eftir áramót... það verður æði að fá ykkur heim.. mig hlakkar alveg til að fá að knúsa hann Viktor Pál :)

     
  • At 2:23 e.h., Blogger Heiða said…

    Nei ekki milli jóla og nýárs, þá verð ég ekki á landinu :( Ég kem heim 4.jan samt, þá má alveg vera skottudagur ;) híhí

     
  • At 2:49 e.h., Blogger Íris said…

    Hvernig er þetta með ykkur skólaskottur??? Hvenær byrjið þið í próf og svona...? Ég var að spá með skottudaginn hvort hann verði ekki bara rólegur.. Fara í bláa lónið eða World class og fara í gufu og síðan fá okkur að borða þar.. eitthvað létt. Er búin að heyra að kjúklinga salatið sé mjög gott!! Svo langar mig líka að djamma með ykkur. Spurning um að taka gott skottudjamm þegar þú verður komin heima, Heiða? Hvað finnst ykkur?? Endilega komið eitthvað ef þig vitið um eitthvað sem gæti verið fun ;)

     
  • At 4:15 e.h., Blogger Heiða said…

    Mmm lýst vel á þessar hugmyndir. Allt í lagi mín vegna að halda skottudag í byrjun des líka, eða bara eftir 4.jan ;) hehe
    Þó maður sé í prófum þá er nú í lagi að taka sér 1 dag í frí ;)
    Lýst ekkert smá vel á bláa lónið eða e-ð, langt síðan ég hef farið þangað. En annars er ég opin fyrir öllu :)

     
  • At 4:16 e.h., Blogger Heiða said…

    Já verðum svo að djamma saman líka!!! Must ;)

     
  • At 4:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ég byrja í profum 11 des og er buin 18 des :)

     
  • At 5:21 e.h., Blogger Heiða said…

    Kl hvað kemurðu til baka frá USA 19.des? Er það um morguninn eða kvöldið?

     
  • At 11:31 e.h., Blogger Íris said…

    Ég kem heim 19.des um morguninn :)

     
  • At 5:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ha ha þannig kannski hitti ég þig á flugvellinum, ég fer til London um morguninn 19 des
    :)

     
  • At 6:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Flott hjá ykkur að skella ykkur aðeins í ameríkuna að versla og slappa af. Ég mæli með GapKids og Children´s place fyrir Viktor -þekki ekki hinar barnafatabúðirnar. Svo eru auðvitað Bath & body Works og Victoria´s secret algjört möst.

    Við verðum að leyfa guttunum að hittast þegar þið eruð á landinu.
    Kveðja Ingibjörg og Bjarki Freyr

     
  • At 8:00 e.h., Blogger Íris said…

    Já endilega.. Viktori finnst svo gaman að hitta aðra krakka :)

     
  • At 9:50 e.h., Blogger Guðrún said…

    Ég byrja í prófum 1 des þannig að ég myndi ekki komast í/á skottudag í byrjun des.. er ekki bara best að hafa hann í byrjun janúar.. þá komumst við alveg örugglega allar

     

Skrifa ummæli

<< Home