Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

þriðjudagur, maí 30, 2006

Dagbók nammifíkilsins!!!

Kæra Dagbók..

Ullabjakkogöjbarasta segi ég nú bara.. Þá er nammitíðin á enda og við tekur gúrkutíðin ;)
Þetta var orðið alvarlegt ástand hjá mér, ég bara varð að fá nammi og kók á hverjum degi!!!
Fyrir þrem dögum þá hætti ég að borða þetta drasl og það var EKKI auðvelt.

Dagur eitt : Hausverkur, skjálfti og svimakast... hehe..
Dagur tvö : Nammilöngun dauðans..
Dagur þrjú: Mér líður miklu betur og löngunin alveg að fara. Verðlaunaði mig samt með smá Cola Light ;)

Þetta á samt örugglega allt eftir að fara í vaskin þegar ég kem heim til Íslands.. shitttt :(

En ég ætla að fara að lúlla í hausinn..
Heyrumst!!!

fimmtudagur, maí 25, 2006

Ég tala ekki NORSKU!!!

Hæ hæ

Vá hvað ég er komin með mikinn leiða á símasölufólki.. þau hringja daginn út og daginn inn og meira að segja í GSM símann minn!!! Og þau gefast EKKI upp!!! Ef ég svara ekki dag þá er pottþétt hringt aftur á morgun!
Þannig að ég er komin með gott system á þetta og segi bara voða pent: " Ég tala ekki norsku" og þá eru þau fljót að skella á mig því ekki vilja þau tala ensku :)

Annars er nú voða lítið að frétta héðan.. Við vorum að passa Gísla og Birgir áðan. Stebbi og Harpa eiga 4 ára brúðkaupsafmæli í dag.. Til hamingju með það ;) Þau fóru út að borða og vorum við með strákana á meðan. Gísli er svo mikið krútt :) Hann kallar mig og Veigar "Ía" ferlega krúttlegur með ljósu lokkana sína :)

Já svo má ég ekki gleyma aðalinu :) Við erum búin að panta farið heim :) Við komum heim 9. júní og förum aftur 20. júní. 11 dagar sem við fáum heima og þeir verða skipulagðir vel! Ég er meira að segja að spá í að fara að skipuleggja þá NÚNA!!!

Uhhummm.. hverju get ég logið að ykkur meiru???
Ekki neinu held ég.. þá bara læt ég þetta vera gott í bili og við heyrumst seinna!

Ía kveður ;)

laugardagur, maí 20, 2006

Afmæliskveðja!!!

Hún á afmæli í dag

hún á afmæli í dag

hún á afmæli hún Anna sys

hún á afmæli í dag
:)

Ökumenn á Reykjavíkursvæðinu passið ykkur því pían er 17 ára í dag ;)

Til hamingju með daginn elsku besta Anna okkar...

1000 kossar og knús til þín frá okkur.

Íris, Veigar og Viktor

föstudagur, maí 19, 2006

............

Hæ hó everybody!!!

Ég hef ekki verið í miklu bloggstuði seinustu VIKUR... það er líka búið að vera svo mikið um að gera að ég hef bara ekki haft tíma til þess...!!!

* Gunna kom í heimsókn 3. maí til 7. maí
* Þá var labbað í allri Oslo, enda alveg frábært veður!!
* Við skelltum okkur síðan í fyrstu tívolí ferðina, en hún verður pottþétt ekki sú seinasta því við keyptum okkur season kort og getum farið hvenær sem er :)
* Þegar Gunna var farin var stutt í ömmu og afa.
* Þau komu 10. maí - 16. maí. Þá var farið í Holmenkollen, labbað í Frogner parken, farið niðrá
Aker Brygge, skellt sér í mallið og bara spilað og haft það rosalega gott. Það var ekkert smá
gaman að fá þau í heimsókn!

* 17. maí var síðan þjóðhátíðardagur norðmanna. Veðrið var ekkert það skemmtilegast, ekta
íslenskt sumarveður = rigning ;) hehe
Ég, Veigar og Viktor skelltum okkur í Stabæk skrúðgönguna. Hún heitir Blomstertoget, rosa
gaman að fá að vera með í henni. Síðan var farið heim og Harpa og co. kíktu í smá köku og svo
var horft á meistaradeildina.

* Í gær var síðan undankeppnin í jurovision. Við skelltum okkur í mat til Stebba og Hörpu og
horfðum síðan á hana saman. Djö.... dónaskapur að baula á hana Silvíu. Mér fannst hún
ógeðslega góð á sviðinu og frekar fyndin. She´s a winner ;)

* Veigar er búinn að vera að keppa á fullu hérna í Noregi. Það er stíft programm framundan hjá
honum. Stabæk er búinn að standa sig mjög vel.. Veigar ennþá betur ;)


* Framundan hjá okkur er síðan bara mikið sjónvarpsgláp, Brison Break, Lost, lokaþáttur í
Idolinu, leikir með Veigari og svo styttist í Ísland :)

* Viktor er alltaf jafn æðislegur, sætastur og frábærastur :) Hann fékk smá hor í nebbann um
daginn en engan hita eða hósta. Hann fékk graut í fyrsta skiptið í gær. Hann var ekkert smá
sáttur með það og fannst hann mjög góður.

* En ég ætla að kveðja núna.. heyrumst!!

fimmtudagur, maí 04, 2006

*Montimont*

Hérna kemur eitt stutt montblogg ;)

Sumarið er semsagt komið hingað til Oslo... liggaliggalái!!!
Í gær var hitinn eitthvað rétt 10 gráður.. Í dag fór hitinn uppí 25 gráður!!!
Gunna tengdó kom í heimsókn í gær og í dag löbbuðum við niður á Agger Brygge. Harpa og strákarnir komu líka með okkur. Þvílíkur sumarfílingur í gangi, tókum fullt af myndum sem ég skelli inná síðuna hans Viktors :) Síðan skutluðum við Veigari og lentum í þvílíkri umferð á leiðinni heim. Við vorum í 1tíma að komast heim sem tekur yfirleitt 15 mín. En við stoppuðum stutt heima og skelltum okkur síðan að horfa á Veigar keppa. Þeir voru að keppa við Rosenborg. Góður leikur sem endaði 1-1.
Veigar stóð sig mjög vel... like always!!!
Núna erum við kominn heim eftir frábærann dag. Hitinn ennþá 17 gráður, sem er gott mál!!! Spáin góð framundan :):):)
En einsog ég sagði þá var þetta bara stutt montblogg :)
Heyrumst seinna!!!

mánudagur, maí 01, 2006

Lyn 1 - Stabæk 4

Ég var eitthvað að kvarta á heimasíðunni hennar Fjólu að hún þyrfti að fara að blogga!!! Ég hefði átt að þegja.. það er lengra síðan að ég bloggaði ;)

En í gær var alveg frábær dagur fyrir utan MIKINN hausverk og ælupest í lokinn!! Um morguninn skellti ég mér í leikfimi.. var alveg kominn tími á það! Veigar var heima með Viktor og þegar ég kom heim þá var Veigar búinn að búa um og taka til og meira að segja búinn að fara út í göngutúr með Viktor :) Svo sátu þeir saman og voru að leika.. ég á sko bara sætustu og bestustu stráka í öllum heiminum ;)
Harpa kom síðan til mín klukkan fjögur og við skelltum okkur saman á leikinn. Ég var smá abbó útí Hörpu!!! Það er ekkert smá flott aðstæðan sem konurnur í Lyn fá.. Þær eru í VIP stæðum. Frítt að drekka og þú getur verið inni að horfa á leikinn og síðan þegar þú situr úti þá ertu í rosa flottum stólum og sjónvarp beint fyrir ofan þig þar sem sýnt er úr hinum leikjunum ;) Þvílíkur lúxus :)
Leikurinn endaði 4-1 fyrir Stabæk. Veigar átti aftur stórleik. Skoraði AFTUR úr aukaspyrnu. Bara alveg einsog í seinasta leik og síðan skoraði hann líka 3 markið. En þetta var rosa flott hjá kallinum :)
Viktor var alveg einsog engill á leiknum og það heyrðist ekki í honum. Er greinilega alveg farinn að venjast þessum hávaða ;) Þegar við komum heim, var ég kominn með geiðveikann hausverk og flögurt :( Þannig að greyið Veigar þurfti að elda og sjá um strákinn.. ;)

En í dag líður mér miklu betur :) Ég og Viktor erum bara að hafa það gott núna á meðan Veigar er á æfingu. Síðan förum við trúlega að horfa á varaliðið keppa á eftir.

Kv,
Íris