Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

mánudagur, ágúst 29, 2005

Fótboltafréttir

Veigar með mark á móti gamla félaginu, leikurinn endaði 1-3 fyrir Stabæk :)
Það má segja að það var allt brjálað á Marienlyst þegar Stromsgodset tók á móti Stabæk. Auðvitað var ég mætt á svæðið ásamt Hörpu og strákunum til að styðja Veigar. Mættum aðeins fyrr og fórum að keyra um á gamla staðnum og ryfja upp skemmtilegar minningar. Síðan var farið á leikinn og setið í sömu sætunum og við gerðum fyrir fjórum árum. Maður kannaðist nú við einhverja þarna og þá aðalega leikmenn og jú einn gamlan fylliraft sem mætir á alla leiki og hann ætlaði að lemja Veigar einu sinni þegar hann var að keppa á móti þeim... kexruglaður.
En Veigar skoraði fyrsta markið og það var víst púað á hann af stuðningsmönnum Godset... en hann sagði að það hafi bara verið gaman ;)
En staðan var 2-1 og tíu mínutur eftir og Godset var að pressa stíft á Stabæk þegar Stabæk fær gott færi og leikmaður Stabæks felldur, ekki inná vítateygnum heldur á línunni en dómarinn dæmir víti. Markmaðurinn alveg brjálaður og rýkur í dómarann og er að fara að lemja hann. Ýtir við honum þannig að dómarinn er næstum því dotinn. Markmaðurinn fær rautt og ætlar rjúka aftur í dómarann. Hann er dreginn útaf af vellinum þegar að staff maður hjá Godset rýkur inná vellin og ætlar líka í dómarann og bara allt Stabæk liðið... þjálfarinn hjá Godset slær þjálfarann hjá Stabæk og það er bara allt að verða brjálað. Eftir vítið þá var dómarinn fljótur að flauta leikinn af og fór með fylgd útaf vellinum.
Ja hérna... Stabæk menn voru samt sáttir með sigurinn og þeir tróna ennþá í fyrsta sæti og niðurtalningin heldur áfram... 9 leikir eftir.
Talandi meira um fótbolta þá var Veigar valinn í landsliðið sem keppir 3 og 7 sept. Þannig að karlinn er að fara á morgun eða hinn heim til Íslands og kemur ekki aftur fyrr en 8 september. Hvað á ég að gera á meðan??? Vantar eitthvað dundur... prjóna? Kannski að ég geti prjónað einn trefil. Hef ekki verið myndarleg í höndunum síðan forever :)
Verð örugglega eitthvað hjá Hörpu og það er alltaf brjálað stuð hjá henni. Enda á hún tvo orkubolta sem ganga fyrir súrefni, sem þýðir þeir eru á fullu alla daga.
En hey... ég ætla að fara að gera eitthvað með karlinum, ef þetta er seinasta kvöldið hans.
Heyrumst seinna!!!

laugardagur, ágúst 27, 2005

Laugardagur

Hæ hæ...

Í fyrradag gerðum við Veigar ekkert smá góð kaup... fórum og keyptum handa okkur allt nýtt á rúmið... og vá hvað þetta er allt annað, Satín sænguver og dúnsæng and you sleep like a baby ;)
Veigar er einmitt núna að leggja sig :) Maður verður að nota nýja dótið ;)

Veðrið hefur ekki verið neitt sérstaklega gott uppá síðkastið og maður finnur að það er virkilega farið að kólna á kvöldin, ég er búin að grafa upp úlpuna mína enda þarf maður á einu stk. úlpu að halda á kvöldin. Svo fer að líða að maður setji ofnana aftur í gang. Mér finnst sumarið hafa flogið í burtu og alls ekki eins gott og í fyrra :(

Veigar var að keppa á miðvikudaginn, og þeir töppuðu 0-1... En þetta er bara annar tapleikurinn þeirra á þessu tímabili, en það er samt alltaf leiðinlegt að tapa. Þeir eru ennþá í fyrsta sæti og vonandi að þeir haldi sér þar sem eftir er út tímabilið. Það eru 10 leikir eftir, þannig að það getur allt gerst.

Veigar og Stebbi voru að kaupa sér stjörnukíkjara... og eru að spá í stofna félag sem heitir : " Stjörnukíkjafélagið Fogus" ... hehe. Þetta var nú bara djók hjá þeim en þeir eru samt að spá í að hafa fogus keppni bráðlega... hver sér tunglið betur :)
Ég held samt að Veigar hafi smá forskot á keppnina, því eitt kvöldið þá dróg hann mig með sér niðrá strönd klukkan tólf um kvöldið til að skoða tunglið. Mér leið samt ekkert voða vel þar sem að þetta var föstudagskvöld og fólk á ferli og ég og Veigar með stjörnukíki og skoða tunglið. Aðeins meiri nörd ;)

Annars er allt gott að frétta af litla baby-inu... bumban stækkar mikið þessa dagana og spörkin orðin mjög kröftug. Stundum á kvöldin þá á ég erfitt með að sofna vegna þess að spörkin eru svo mikil :) En okkur finnst það bara sætt og sérstaklega þegar maður sér spörkin utan frá. En ég er komin á 26 viku, þannig að það eru 14 vikur eftir. Við vorum að tala við Garðar og Möggu og Garðar sagði að það væri svo langur tími, 14 vikur :) Seinasti mánuðurinn væri allavega MJÖG lengi að líða. En það gengur voða vel hjá þeim og Garðari Junior. Fengum að sjá hann á webcamerunni og heyrðum hann meira segja kvarta smá því hann vildi fá snúðið sitt. En hann er voða líkur Garðari, en Magga á samt voða mikið í honum, enda búinn að vera í mallanum á mömmu sinni í 9 mánuði.

En þetta er orðið fínt hjá mér, búin að skrifa voða mikið og ég er meira að segja búin að setja inn nokkrar myndir :) Setti nokkrar í Sónar- og bumbumyndir og svo gerði í nýja möppu sem heitir Ágúst ´05.

Heyrumst seinna !!!!

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Nýjar Myndir :)

Setti loksins inn nýjar myndir í nýtt albúm sem heitir Júlí ´05
Þetta eru myndir frá matarboðinu sem Harpa og Stebbi héldu og fríinu heima á Íslandi!!!
Svo setti ég líka inn nokkrar bumbumyndir inná Sónar- og Bumbumyndir!!!
Læt fleiri myndir á morgun því að Veigar getur ekki beðið lengur eftir að horfa á 24 :)

Og svona ein stór frétt í lokin... Magga og Garðar voru að eignast Lítinn Prins í dag, rétt fyrir tólf. Hann var 14,5 merkur og 52 cm. Lítill ljóshærður og með krullur... bara sætt ;) Hlakka rosa til að sjá hann, þótt það verður kannski soldið langt þangað til, en Veigar fær að hitta hann aðeins fyrr. Hann verður bara að taka fullt af myndum fyrir mig.
Bara innilega til hamingju með litla prinsinn, Magga og Garðar.

En þolinmæðin hans Veigars er að renna út þannig að ég ætla að fara að horfa á 24.

Bæjó

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Hvað er málið...

með mig að vera léleg að blogga???
Ég var búin að lofa góðu bloggi og myndum en gerði síðan hvorugt. En það er líka kannski soldið Veigari að kenna!!! Hann hringdi þegar ég var að fara að byrja skrifa og sagði mér að gera mig til því við værum að fara að búðast. Þannig að ég bara klæddi mig og var farin út.
Við fórum í fullt af búðum og svo gerðumst við meðlimir í búð sem heitir Price Club, og members ongly fá að versla þarna og maður þarf að sýna kort þegar maður kemur inn og þegar maður borgar. Búðin er stærri en allt og það fæst allt saman þar. Bara að nefna það og það fæst, og miklu ódýrari. Sá Redkins shampoo, stór brúsi og kostaði bara 3500, svona lítill á hárgreiðslustofum kostar eitthvað um 3000 karlinn. En allavega mjög stór og skemmtilegt búð ;)

Við erum byrjuð að horfa á 24, seríu#3 og við erum límd við sjónvarpið. Vorum að horfa núna á 4 þætti bara samfellt. Eigum bara 8 þætti eftir. Bara alltof góðir þættir.

Magga hans Garðars átti due time í gær, en ég held að litla baby-ið hafi það svo gott í mallanum að það láti bíða aðeins eftir sér. Það kemur á endanum ;)

En hvað segið þið um myndir á morgun???
Okey cool, set þær inn á morgun :)

Kv, Íris

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Búin að endurheimta snillinginn ;)

"Veigar með eitt glæsilegasta mark sem hefur litið dagsins ljós á Laugardagsvellinum en skot hans frá vítateigshorni Suður-Afríku fór beint í samskeytin og inn "
Fotbolti.net

Ekkert smá glæsilegt hjá honum og ekki má gleyma hornspyrnuna sem hann átti 10 mínútum áður sem leiddi til marks :)
Hann stóð sig ekkert smá vel og hann er líka ekkert smá sáttur með leikinn.
Ég og Harpa hlustuðum á leikinn í tölvunni og það var sko allt brjálað þegar Veigar skoraði, við vorum svo ánægðar ;)
En hetjan er kominn heim og er að leggja sig núna áður en hann fer út að hlaupa. Það er rosa gott að vera búin að fá hann aftur þótt að mér hefur nú ekki leiðst á meðan. Enda er ég búin að vera hjá Hörpu allan tímann. Við erum búnar að hafa það rosa gott og bara veisla á hverju kvöldi hjá okkur = nammi og kók ;)

Það er alltaf gaman að fá Veigar heim eftir að hann er búinn að vera á Íslandi... ég fæ alltaf voða mikið af pökkum frá fjölskyldunni. Og líka mikið af íslensku nammi ;) Ég er ekkert smá ánægð með allt saman, æðislega flott og bara takk æðislega vel fyrir mig, bestasta fjölskylda í öllum heiminum. Og það sætasta við gjafirnar eru sætu kortin frá Önnu og Bibbu :) Algjörar dúllur.

Í kvöld ætlum við að hafa kósý kvöld, horfa annað hvort á Löggulíf, Dalalíf eða Nýtt Líf og borða fullt af íslensku nammi. Indælt líf þegar maður er búinn að fá karlinn heim :) Hey Indælt Líf... góður titill fyrir næstu mynd með bakkabræðrunum Eggerti og Karl Ágústi ;)

P.S. Sigga ofurfrænka átti afmæli 16 águst og var 30 ára plús 15 mínus 5 ;) Og hún lítur ekki út fyrir að vera degi eldri en 30 ára :) Til hamingju með afmælið!!!

Love,
Íris

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Ein að chilla...

Veigar fór til Öltu í gær að keppa. Hann gisti í eina nótt og kemur síðan heim í dag eitthvað um sex. En það verður víst bara stutt stopp því hann fer síðan með köldvélinni heim til Íslands. Ég ætla að vera hérna á meðan enda tekur það sig ekki að vera koma heim, er ný búin að vera heima og svo styttist í það að ég fari heim í október. Veigar kemur síðan aftur heim á fimmtudaginn þannig ég þarf nú ekki að vera mikið ein heima. Harpa er búin að spurja mig hvort ég flyti ekki bara inn til hennar á meðan og ég er að spá í að gera það. Stebbi er líka að fara heim.
Í gær tók ég skápahreingerningu heima hjá mér... enda alveg tími kominn á það. Síðan fylgdist ég með leiknum hjá Veigari, þar sem þeir unnu 1-0... og halda sér efst uppi í deildinni, þar sem hin toppliðinn töpuðu bæði. Síðan var horft bara á sjónvarpið, þótt að Harpa og Stebbi voru búinn að bjóða mér í mat þá var ég bara svo þreytt að ég ákvað bara að vera heim og hafa það kósý ;) Var farinn snemma að sofa og vaknaði frísk í morgun :)

En ég er annars að spá í að fara að klæða mig og skella mér í ræktina... Heyrumst seinna!!!

föstudagur, ágúst 12, 2005

Í gær....

var tekið því rólega. Eftir að Veigar kom af æfingu gerðum við okkur til og fórum í smá búðarleiðangur. Þegar maður er með stóra kúlu framan á sér þá er lítið sem maður langar í afmælisgjöf, þar sem ég fæ oftast föt frá Veigari ;)
En hann fór með mig í Elko og keypti handa mér nýjann síma :) Hann er alveg súper flottur og gellulegur og ég er ekkert smá ástfanginn af honum. Gamli síminn var búinn að duga lengi, í heil fjögur ár og loftnetið var ónýtt og slökknaði alltaf á honum þannig að það var alveg tími kominn á nýjann.
En eftir það þá keyptum við fullt af kökum og fórum til Stebba og Hörpu og við sem erum alltaf þarna enduðum á að borða líka hjá þeim. Sátum síðan hjá þeim til ellefu og fórum þá bara heim því ég gat ekki beðið eftir að prófa nýja símann :)

Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar sem ég fékk :) Hafið þið það gott um helgina og við heyrumst fljótlega aftur ;)

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Smá blogg...

Er ekki kominn tími í blogg frá okkur hérna í annari dýrustu borg í heiminum... hvað er annars málið með það??? Tokyo í fyrsta og Osló í öðru sæti yfir dýrustu borgir í heiminum.
Annars allt gott að frétta, vorum að æfa okkur fyrir mömmu og pabba hlutverkið í gær. Birgir og Gísli komu í pössun og það var sko allt gert með þeim og fyrir þá :) Þeir komu til okkar klukkan þrjú og við vorum heim hjá okkur og borðuðum og svona... síðan fórum við heim til þeirra og ætluðum að svæfa Gísla þar, en hann vildi sko ekki fara sofa... vildi ekki missa af neinu. En Harpa og Stebbi komu eitthvað um tíu og svæfðu strákana og við eldra fólkið fórum síðan að horfa á Million Dollar Baby... Okkur fannst hún ekkert spes, ekki eins góð og maður hélt!!!
Í dag fór ég síðan með fjölskyldunni í mallið, og síðan að horfa á Veigar keppa. Karlinn skoraði en það dugði ekki og leikurinn endaði 1-1... Frekar svekjandi.
Á morgun ætlum við síðan að gera eitthvað skemmtilegt... enda á ég ammæli :) Öllum boðið í kaffi klukkan 3 ;) Orðin samt soldi þreytt að eiga ammæli í útlöndum, fæ aldrei að halda afmælisboð með fullt af kökum læti. Betty Crooker verður að duga á morgun ;)

Adios Amigos

laugardagur, ágúst 06, 2005

InniPúkaVeður

Ój hvað veðrið er leiðinlegt í dag, laugardagur og maður hangir bara inni hjá sér í rigningu og þrumum og eldingum!!! Ekta innipúkaveður, ligg bara uppí sófa og les Da Vinci, með nammi og kók ;)
Í gær hinsvegar keyrðum við til Svíþjóðar. Harpa og Stebbi komu líka. Við fórum að versla í matinn. Reynum að fara þanga svona þrisvar á ári. Það er svo ódýrt að versla þarna, sérstaklega kjöt... keyptum eitt kíló af kjúklingabringum á aðeins 1250 krónur. Náðum að fylla STÓRA innkaupakerru af allskonar dóti. Það er voða gaman að fara inní ískápinn sinn núna :)
Lyftan í húsinu okkar er í Exstreame makeover... það er verið að setja bara glænýja lyftu í húsið og ekki er það af verri kantinu þar sem hin lyftan var ÓgeðsleG... En það er samt voða leiðinlegt að þurfa að labba uppá fimmtu hæð, sérstaklega þegar maður er að koma úr svona mikilli innkaupsferð, en þar sem ég er ólétt og má þá ekki bera þunga hluti þá þurfti Veigar greyið að labba tvær ferðir með allt draslið og svo kom ég á eftir með einn kókkassa :) Algjör prinsessa ;)
En lyftan er búin að vera í vinnslu núna í einn mánuð og það virðist ekkert vera að ganga hjá þessum vinnumönnum. Þeir koma alltaf klukkan 8 á morgnana og byrja að berja og bora og það heyrist ekkert smá hátt, og svo eru þeir hættir klukkan tólf og bara farnir, þeir eru sko ekki að virða svefninn hjá fólkinu hérna í blokkinni!!!

Já svona í lokinn... kommentið undir nafni!!! Miklu skemmtilegra ;)
Bæjó

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

4. ágúst...

Í dag á ég aðeins 4 mánuði eftir af meðgöngunni, eða 18 vikur og ef við ætlum að fara eitthvað nánar útí það, 122 daga ;) Get ekki beðið eftir litla krílinu!!!
Annars allt gott að frétta af okkur. Ekkert voða mikið að frétta síðan í gær. Ég gerðist voða myndarleg húsmóðir í dag og tók íbúðina alveg í gegn, það var sko allt þrifið. Ryksugan mín fékk meira að segja sjokk og bara hætti að anda, ég veit ekki alveg hvað gerðist fyrir hana. En það tók mig alveg fimm tíma að taka til og ég er núna búinn í líkamanum og ætla sko ekki að hreyfa á mér rassinn í allt kvöld.
Ég var að byrja að lesa Da Vinci code, og hún er ekkert smá góð. Þetta er svona bók, þegar þú byrjar að lesa hana þá getur þú ekki hætt, spennandi og alltaf einhver svona HHHAAA móment. Mæli með að allir lesi hana.
Já og það er ein vika í 25 ára afmælið mitt... veit ekki hvort ég eigi að vera glöð eða hrædd???

Heyrumst seinna.........

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Er sumarið búið???

Ég er ekki alveg sátt með veðurspánna hérna næstu daga... engin sól og kalt!!! Er sumarið bara búið???
Það er annars búið að vera voða mikið fjör hjá okkur seinustu daga... maður hefur varla tíma til að skrifa í dagbókina. Á laugardaginn þá fórum við að horfa á Stebba keppa, eftir leikinn fórum við til Stebba og Hörpu og Glenn og Tune komi líka. Við sátum úti á palli, það var borðað gotterí og drukkið (ég bara í kókinu) Glenn og Tune fóru eitthvað um tólf en við fjórmenningarnir sátum til klukkan fjögur úti á palli og það var bara alltof mikið helgið. Þegar það var byrjað að birta aftur þá var tími til að koma sér heim. Í lokinn var Gísli vaknaður og fékk aðeins að vera með í partýinu.
Síðan á sunnudeginum þá var sofið lengi frameftir og tekið því bara rólega.
Veigar var síðan að keppa á mánudeginum, og ég aðal stuðningsmaðurinn hans var auðvitað mætt á svæðið og kallinn stóð sig bara ógó vel, einsog alltaf.
Í gær var síðan vaknað snemma, ég fór í læknisskoðun og allt lítur bara mjög vel út, litla babyið alltaf á fullu, lætur sko alveg finna fyrir sér. Ég fann síðan í fyrsta skiptið í fyrradag þegar það hikstaði, frekar krúttlegt en samt smá óþægilegt :)
Síðan eftir heimsóknina hjá Doktornum þá skelltum við okkur í ræktina... Harpa og Stebbi hringdu síðan stuttu seinna í okkur og við skelltum okkur í búðina og keyptum eitthvað éta og heim til þeirra að elda. Sátum hjá þeim eitthvað frameftir og Harpa var svo góð og lánaðir mér fullt af bumbufötum. Enda veitir ekki af að fá smá föt því klæðaskápurinn minn minnkar og minnkar... og við erum að tala um að fötin flæddu út úr honum einu sinni!!!
Þetta er sko vandamál á hverjum degi í hverju ég á að fara í... arrggg

Ennn ætla að fara að gera eitthvað að viti, heyrumst seinna dúllurnar mínar.