Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Íris "eina"

Hæ Hæ...
Já ég er aftur ein heima... það má eiginlega segja að ég er búin að vera ein heima síðan 16 ágúst!!! Veigar kemur og fer :( En hann fór núna á mánudaginn til Íslands og svo fer hann þaðan til Ungverjalands, þannig að hann kemur ekki heim fyrr en 9 sept. Já illa farið með mig :(
En á meðan ég er hérna ein þá hef ég gert svona lista yfir hvað ég þarf að gera og er búin að dreifa því niður þessa daga sem ég er ein þannig að ég hafi eitthvað að gera :) Ekki sniðug!!! En í gær fór ég að kaupa snúru til að tengja litla sjónvarpið inní svefnherbergið... og í dag keypti ég fjarstýringu fyrir sjónvarpið ( sem ég fattaði síðan að ég þurfti ekki) Og núna var ég bara að klára að koma því fyrir inní herberginu og ég tók til og svona þannig að svefnherbergið er orðið geðveikt flott :) Á morgun þarf ég svo að kaupa nagla og fara í bankann... og svo framvegis. Þannig að það er sko mikið að gera hjá mér... hehe.
En klukkan er orðin hálf tvö og ég ætla að fara í háttinn... við heyrumst seinna!!!
P.S. Ef þig sjáið Veigar, þá bið ég að heilsa... hehe
Góða nótt

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

House of Sushi

Í gær eftir að ég og Veigar vorum búin á æfingu skelltum við okkur á House of Sushi og fengum við okkur sushi í fyrsta skiptið... þetta er voða fínn staður og vorum við ekkert smá spennt eftir að fá matinn :) Svo þegar hann kom þá var bara að vaða í hann og ekkert að spá hvort maður ætti að borða þetta!!! Við fengum sex bita hvor... það var túnfiskur, lax, rækja, rauðskel og svo held ég að það var hvalur og eitt annað... Veigar fannst þetta mjög gott enda getur hann borðað allt... mér fannst þetta líka gott... sérstaklega túnfiskurinn, laxinn, rækjan og svo var líka eitt annað sem ég veit ekki alveg hvað var... en svo var einn bitinn alveg eins og hrá ýsa og ég kúaðist, gat bara ekki borðað það... Svo með bitunum fær maður svona grænt dótt... veit ekki alveg hvað það heitir en það er ÓGEÐSLEGA sterkt... og ég sé svoldið eftir að hafa látið Veigar vita af því, því það hefði verið fyndið ef hann hefði fengið sér soldið mikið af því í byrjun...hehe... því ef maður dippaði sushiinu rétt svo í það þá fann maður hvað þetta var geðveikt sterkt... En ég hafði bara ekki samviskuna mína í það :) Hann hefði örugglega ekki náð andanum!!!
En svo þegar við vorum á leiðinni heim fórum við í 7-11... og svo allt í einu voru svona 10 smáfuglar komnir inní sjoppuna... og svo þegar afgreiðslufólkið var að reyna reka þá út byrjuðu svona sjö af þeim að fljúga um sjoppuna og þrussuðu svo á glerið, hver á fætum öðrum og var það frekar ógeðslegt að sjá ( tek það fram að það dó engin ) Svo vorum við Veigar að reyna að hjálpa á fullu og ég fékk mig ekki til að taka fuglana... mér klíaði við það og þeir voru alveg á fullu við að reyna að komast í gegnum glerið... en Veigar "hetja" bjargaði einum :) Svo fórum við og það voru tveir fuglar ennþá að væplast þarna. En það var ekki skemmtilegt hljóð sem kom þegar þeir flugu á gluggana, greyin litlu!!!
En í morgun vorum við vöknuð klukkan sex... Veigar þurfti að fara til Finnlands, hann er að fara að keppa á morgun við Haka í Evrópukeppninni. Hann kemur síðan aftur á föstudaginn... ég ætla bara að dunda mér við eitthvað á meðan...
En þið sem ekki vitið... þá var Veigar að keppa á sunnudaginn... þeir töpuðu reyndar en hann Veigar skoraði þetta flotta mark!!!
Ég var að kaupa Se og Hor áðan og var að lesa grein um Mette-Marit og Haakon, Kronprinsparet hérna í Noregi og það var frekar fyndin fyrirsögnin... það stóð : " Smukk Med Smokk" hehe... Þá var Mette-Marit með snuð uppí sér... snuð þýðir Smokk á norsku... frekar skondið:)
En ég ætla að hætta þessu skrifi skella mér aðeins útúr húsi... við heyrumst!!!
Bæ bæ

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Fréttir frá Oslo

Halló Halló...
Héðan er allt gott að frétta :) Veigar kom heim á fimmtudagskvöldið og var ég ekkert smá fegin að fá hann. En hann fer víst aftur til Íslands annað hvort 30 eða 31 ágúst og kemur ekki heim fyrr en 9 september... Hvað segir þið gott fólk??? Vill ekki einhver kíkja í heimsókn til mín á meðan :) Hey mér fannst erfitt að vera í 3 nætur ein... en núna verð ég í 10 daga ein :(
En annars er ég að reyna að draga Gunnu bara með mér til Spánar á meðan :)
En það er víst sunnudagur í dag og Veigar er alltaf að keppa á sunnudögum, þannig að hann þurfti að vakna eldsnemma í morgun til að mæta í flug, því það er útileikur... hann kemur þá ekki fyrr en seint í kvöld heim. Svo á þriðjudaginn fer hann til Finnlands og ég veit ekki hvað hann verður lengi þar... Þannig að það er mikið ferðalag á karlinum á næstunni!!!
Á föstudaginn bauð Gylfi "markaskorari" okkur í grill... Árni Gautur og kærasta hans, hún Solla komu líka og það var rosa gaman. En Gylfi er ný orðinn Single og gaf ég honum stóra stjörnu fyrir matinn... hann grillaði kjúkling og kartöflur og var með salat og hvítlauksbrauð og var þetta ekkert smá flott og gott hjá honum... og svo í eftirrétt kom hann með jarðaber og ís... Þetta var rosa flott hjá honum :) En þetta var allavega fínt kvöld!!! Árni og Solla eru að leyta sér að íbúð hérna rétt hjá okkur, þeim líst svo vel á þetta hverfi að það kemur ekkert annað hverfi til greina... og svo ætlar hún að kaupa sér kort í líkamsræktastöðinni þar sem ég er og ætlum við að fara að æfa saman... þannig að ég ekkert smá sátt með að vera komin með Gym félaga :)
En þegar ég og Veigar voru hjá Gylfa rákumst við á 24, seríu númer 1 og við vorum við ekki búin að sjá neinn þátt, þannig að við fenguð hana lánaða og erum núna alveg dottin í hana... við erum búin að horfa á 14 þætti og eru þetta geðveikt góðir þættir!!! Mig langar svo að fara að horfa á þá núna, en Veigar hringdi spes í mig áðan til að segja að ég mætti sko ekki horfa á marga þætti... kannski einn til tvo :) En ég sagðist bíða alveg eftir honum...
En ég ætlað að fara að kveðja núna... þið kannski spáið aðeins í það sem ég skrifaði fyrr í bréfinu...um að kíkja í heimsókn til mín ;) Engin pressa...
En við heyrumst seinna... bæbæ

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

19. ágúst

Djöfull er ég orðin pirruð... klukkan tíu í morgun hringdi GSM síminn minn og það var eins og að hringt hefði verið úr faxi... og núna á mínutu fresti er hringt og það heyrist bara hátt pípp... aaaa þetta er svo pirrandi!!! Ok hann var að hringja aftur núna og núna er ég búin að setja á silent... hef ekki hugmynd hver þetta getur verið!!! En ef þið kannist við númerið 334 57578, látið mig þá vita ;) Ekki nó með að vera vakin með símanum klukkan 10 þá vaknaði ég klukkan 7 með hausverk og mér leið eins og ég væri þunn og svo klukkan níu þá vaknaði ég við að það var einsog að það væru tveir karlmenn inní íbúðinni... mér brá frekar og þegar ég kíkti út úr svefniherberginu sá ég tvo karlmenn útá svölunum mínum... en þeir voru bara að mála þannig að það var allt í lagi... þannig að ég fór uppí rúm, setti í mig tvo eyrnatappa og sofnaði aftur og vaknaði svo við þennan blessaða síma og ákvað að fara að blogga :)
En ég ætla að hætta þessu tuði og segja eitthvað skemmtilegt!!! Voru þið íslendingar ekki sáttir með leikinn í gær??? Allavegana við að hlusta á hann var ég rosa sátt og finnst mér alveg frábært að hafa unnið þenna leik. Það sést að við Íslendingar getum þetta og núna bara halda þessu áfram :) En ég heyrði í Veigari í gær og var hann að fara að djamma. Geðveikt stuð alltaf hjá honum!!! En hann kemur heim í kvöld, sem betur fer... hann verður reyndar bara heima í viku og fer svo til Finnlands!
En ég er ennþá þunn ;) þannig að ég ætla að fara að hætta þessu og leggjast aðeins uppí rúm og reyna að losa mig við þennan hausverk!!!
Heyrumst seinna... Ha Det Bra

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Áfram Ísland!

Hæ Hæ...
Ég verð nú að segja að það er ekkert rosalega gaman að vera ein heim núna!!! Sérstaklega þegar geðveik stemmning er heima og bara allir að fara á leikinn! Ég ætla að reyna að horfa á hann í gegnum netið... vonandi að það gangi!!! En ég er byrjuð aftur í leikfiminni og ég skellti mér í gær. Ég meira að segja labbaði til að reyna drepa tímann :)
Mér finnst ekkert smá óþægilegt að sofna á kvöldin og í gær sofnaði ég ekki fyrr en klukkan fjögur um nóttina... og svo vaknaði ég klukkan hálf tólf og byrjaði að taka til á fullu og var búin að taka til klukkan hálf fjögur og þá var komin sól þannig að ég skellti mér bara í sólbað. En klukkan er núna sex og var ég að spá í að skella mér í leikfimi núna þannig að ég nái leiknum á eftir...
Þannig að ég ætla bara að kveðja í bili... heyrumst kannski eftir leikinn ;)
Að lokum vil ég bara segja : "ÁFRAM ÍSLAND"

sunnudagur, ágúst 15, 2004

Home Alone

Sunnudagur í dag og ný vinnuvika að byrja á morgun! Í dag fór svo Anna systir heim :( Hún var búin að vera hérna í 3 vikur og 4 daga og eigum við eftir að sakna hennar mikið... Á meðan hún var hérna hjá okkur var sko gert margt skemmtilegt... og það var eitt sem við gerðum mjög oft og það var að spila tígul sjöuna og núna þegar hún er farin getum við Veigar ekki spilað hana. Það verða að vera þrír eða fleiri:(
Á miðvikudaginn átti ég afmæli og var 24 ára... ekki gaman að eldast!!! En á afmælisdeginum þá fórum ég og Anna í bæinn... veðrið gott eins og alltaf :) Svo komum við heim og við þrjú skelltum okkur á Fridays þar sem maturinn var bara mjög góður og svo í eftirrétt fékk ég Pina Co Lada... uummm, þetta er ekkert smá góður drykkur!!! Svo þegar við vorum á leiðinni heim þá rákumst við á tónleika með dönskum röppurum og það er eitt lag sem þeir eru með sem heitir " Du er Dodsot" sem er geðveikt gott... og það var akkúrat loka lagið þeirra sem var bara ekkert annað en snilld!!! Svo var bara farið heim og tekið tígul sjöuna. Þetta var bara voða fínn dagur :)
Í gær var seinasti dagurinn hennar Önnu þannig að við þurftum að fara í bæinn svo hún gæti lokið við að kaupa allt sem hún átti eftir að kaupa... svo um kvöldið var farið á Dollys pizzu og fengið sér eina heita lummu. Um kvöldið var horft síðan á Paradise Hotel og það er einn þáttur eftir... ég og Veigar erum alveg að drepast úr spenning!!! Og svo var tekið seinustu tígul sjöuna!!!
En úr öðru í annað... Veigar var að keppa seinasta fimmtudag í Evrópukeppninni á móti Haka sem er í Finnlandi... þeir unni 3-1 og Veigar skoraði fyrsta markið... jíbbí... þetta var hörku spennandi leiku og svo er seinni leikurinn 26 ágúst og þeir verða að vinna hann... Svo núna í kvöld voru þeir að keppa í bikarnum og þar unnu þeir 4-3... þeir voru 4-0 yfir og náðu einhvern veginn að fá á sig 3 mörk á seinustu mínutunum... Veigar sagði að loka mínúturnar voru geðveikt spennandi... En þeir unnu og það skiptir víst bara máli, þannig að þeir eru komnir í fjagra liða úrslit!!! Á morgun er síðan Veigar að fara heim til Íslands til að spila á móti Ítalíu og ég ætla bara að vera hérna á meðan :( Þannig að krakkar mínir þið megið endilega koma á msn-ið og spjalla við mig... eða hringja ef ykkur langar :) Vitið þið ekki annars númerið mitt??? Ég skal þá bara segja ykkur það núna... það er : 0047 22 55 42 79
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í dag... við heyrumst vonandi á morgun eða hinn ;)


þriðjudagur, ágúst 10, 2004

10 ágúst

Hæ Hæ... Whats up!!! Allt gott að frétta héðan... eins og alltaf :) Veðrið hefur verið alveg frábært, 33 stiga hiti og sól. Ég get sagt ykkur það að það hefur verið ólíft hérna! Þegar það er svona gott veður þá verður maður að vera nálægt vatni, þannig að við höfum verið að fara mikið niðrá strönd til að geta kælt okkur niður... Á laugardaginn fórum við síðan uppá vatnið í Mjondalen þar sem við bjuggum seinast og það var alveg snilld... geðveikt gama... við keyptum gúmíbát og árar og fórum að sigla... ógeðslega gaman... reyni að fara að setja þessar blessaðar myndir inn fljótlega, er komin með svo margar myndir :) Svo fór ég með Önnu að versla á mánudaginn og svo um kvöldið fórum við í bíó á I, Robot og hún var bara frekar góð!!! Svo í dag þá kom hann Gylfi til okkar í heimsókn og við skelltum okkur bara uppá vatnið og það var bara geðveikt gaman... svo fórum við heim og ég eldaði Taco fyrir liðið... þetta var bara mjög skemmtilegur dagur!!! En ég er bara engan vegin í stuði til að skrifa, get varla hugsað hvað ég á að skrifa... klukkan er eitt og hitinn er 26 og ég er að svitna við að skrifa... verð bara að fara... heyrumst seinna!!!

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Það er brjálæðingur í bænum!!!

Hæ hæ... Hvað segir svo fólkið gott??? Hvernig var verslunarmannahelgin hjá ykkur???
Við segjum bara allt ljómandi hérna í stórborginni Osló... eða ætti ég að segja í krimmaborginni??? Alveg ótrúlegt hvað það er mikið um manndráp hérna... og í gær þá fékk bara einhver karlmaður kast og stakk 6 manns sem voru í sporvagni (strætó) með þeim afleiðingum að strákur, 23 ára, lést og 2 lífshættulega slasaðir... frekar ógeðslegt! Og svo þegar við vorum að horfa á fréttirnar í gær þá sáum við að þetta var bara hérna rétt hjá húsinu okkar og maðurinn ekki enn fundinn... En ég ætla að hætta að hræða ykkur og segja ykkur eitthvað skemmtilegt!!! Veigar var ekkert smá ánægður eftir æfinguna í dag og sagði við mig að hann hafi gengið ekkert smá vel og þjálfarinn hans sagði við hann að svona ætti hann að spila og var geðveikt ánægður með hann. Svo eftir æfingu kom Sammy til hans og spurði hvað hann hefði eiginlega borðað í morgunmat því hann ætlaði að borða það sama og það fyndna við það er að Veigar fékk sér skúffuköku og mjólk í morgunmat :) Hann er alveg ótrúlegur... En Veigar fékk góðar fréttir í morgun... hann hringdi í mig klukkan tíu í morgun og tilkynnti mér það að hann hafi verið valinn í landsliðið sem mætir Ítalíu 18 ágúst... og ég er ekkert smá ánægð fyrir hans hönd :)
En veðrið hefur verið mjög gott, reyndar búið að vera rigning í tvo daga en það var bara allt í lagi því þá fórum við bara að versla... reyndar Anna Margrét... en stelpan hefur verið aðeins að versla... ég keypti mér samt eitt rosaflott dót í gær... svona stóran bolta sem maður gerir æfingar á... frekar sniðugt sko... En ég ætla að hætta þessu og drífa mig í blak með liðinu... heyrumst seinna :)