Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

laugardagur, mars 26, 2005

Sverige

Ákvað að skrifa smá í dag því að dagurinn er búinn að vera svo skemmtilegur...
Og það sem toppaði daginn ennþá meira var 15 stiga hiti og sól :o)
Í morgun var sofið út, einsog hina dagana ;) En þegar við vöknuðum skelltum við okkur í föt og út í bíl og var leiðinni haldið til Sverige... nánar tiltekið til Svínasund, en það er sundið sem skilur Svíþjóð og Noreg... það er rosa fallegt þarna og tók ég einhverjar myndir sem ég skelli inná við tækifæri. Það keyra rosalega margir norðmenn þangað til að kaupa mat og við ákváðum að skella okkur til að fylla ísskápinn og frystirinn af mat. Við erum núna sett for life af þvottarefnum og kjúkling og jú líka gosi... Við keyptum endalaust af mat og borguðum ekki nema 14.000 krónur fyrir þetta... Sem er ekki mikið. Við enduðum svo á Burger King til að fylla belginn. Ég er líka alveg búin að komast að því að það er hægt að setja samasem merkið á milli Svíþjóð og nammi... Við kíktum í eitt mall sem var þarna og það var búð sem var svona svipuð stór og Nóatún í Smáranum og það var bara sellt nammi þar... svo keyrðum við á Burger King og þar við hliðiná var stór nammi búð og svo líka stærri nammibúð... og svo sáum við gaur labba útúr henni með svona 3 kíló af nammi... hallelúja...
En ég kveð í bili, heyrumst seinna :)

miðvikudagur, mars 23, 2005

Páska hvað...

Hallllóóó og Gleðilega Páska :o)
Héðan er allt gott að frétta, einsog alltaf...
Á mánudaginn fórum við útað borða, til að fagna 25 ára afmælinu hans Veigars. Við borðuðum alveg yfir okkur af góðum mat á Fridays. Síðan var farið heim þar sem við fengum okkur köku í eftirrétt og bjór og horfðum á Matrix. Þetta var alveg stórfínn dagur.
Svo í gær gerðum við Veigar alveg snilldar kaup. Keyptum 3 PC-leiki fyrir aðeins 3000.- kr. Ég fékk að velja mér einn og Veigar tvo. Ég valdi mér leikinn C.S.I Las Vegas. Alveg snilldar þættir einsog leikurinn. Ég er að fást við mjög erfitt mál núna, það var verið að reyna að drepa einhvern gaur... þetta er svona byrjenda case, sem er samt mjög erfitt.
Ég ætla að reyna að klára það áður en Veigar kemur heim, en hann fór til Svíþjóðar í dag og kemur aftur á föstudaginn.
En ég er loksins búin með New York púslið mitt, nú vantar mig bara ramma til að geta hengt það uppá vegg... vei.
Dagarnir eru farnir að lengjast hérna, það er ekki orðið dimmt fyrr en um hálf átta. Það þýðir semsagt að sumarið er alveg að koma og ég var að skoða spána fyrir morgundaginn og það er spáð 10 stiga hita hérna. Ég er þá að spá í að nota góða veðrið og rölta niðrí bæ. Það var verið að opna rosa flottar verslanir hérna rétt hjá mér. Kannski ég versli mér nokkrar flíkur ;)
Um páskana verður síðan voða lítið gert... við eru allavega með tvö páskaegg númer 4 og þar sem Veigar borðar ekki páskaegg þá fæ ég tvö :) Veit samt ekki hvort það sé gott eða slæmt...
Ég ætla að hætta núna... kannski ég ætti að fara að gera smá páskahreingerningu hérna...
En hafið þið það bara gott um páskana og muna að borða vel, alveg extra vel fyrir okkur Veigar, þar sem við fáum engan almennilegan páskamat :(
Páskakveðja Íris

sunnudagur, mars 20, 2005

Sunnudagur!!!

Það er vika síðan ég skrifaði seinast þannig að ég held að það sé tími til kominn að skrifa núna...
Á mánudaginn þá eignaðist ég lítinn frænda og það er búið að nefna hann Guðjón Fannar. Hann er skírður eftir bróðir hans pabba sem lést mjög ungur. En hann Guðjón "litli" kom svoldið fyrir tímann og var bara 11 merkur og 47 cm. Hann átti að koma í heiminn 27 mars og lét bara sjá sig 14 mars. Mamma er búin að sjá hann og hún sagði að hún hafi aldrei séð svona lítið barn áður. Hann er rosalega sætur og mig hlakkar voða mikið til að sjá myndir af honum.
En á mánudaginn kom Stefán í mat til okkar. Sátum síðan eitthvað frameftir og horfðum á sjónvarpið og töluðum saman. Síðan á miðvikudaginn kom Harpa hingað til Noregs með strákana. Á fimmtudaginn skelltum við okkur í bíó... við fórum á Hitch með Will Smith. Hún var mjög góð, hann Doug Heffernan er algjör snillingur :) Á föstudaginn buðum við síðan Hörpu og strákunum hingað í mat og Idol. Stefán var að keppa einhversstaðar í burtu. Síðan í gær þá bauðst ég til að passa strákan á meðan þau skoðuðu hús... Birgir er 4 ára og Gísli er 1 árs. Ég og Veigar fengum smá sýnishorn hvernig það er vera foreldrar, og einsog Harpa sagði: að vera með eitt barna er einsog að vera með eitt barn, en að vera með 2 börn er einsog að vera með 10 börn :) Gísli er á kominn á þann aldur þar sem það er mikið verið að figta og stinga uppí sig, þannig að maður má ekkert líta af honum. Svo komu Harpa og Stebbi með mat og ég og Harpa elduðum rosa góðann kjúklingarétt og eplaköku með rjóma í eftirrétt. Síðan um kvöldið tókum við hættuspilið þar sem hún Harpa vann... og ég í öðru ;)
Síðan í morgun var sofið vel út og svo bara að taka til... húsið alveg í rústi eftir gærdaginn :)
Þannig að það er bara búið að vera alveg nóg að gera hérna, sem er nátturulega bara gaman!!!
En Veigar á afmæli á morgun og ætli við skellum okkur ekki bara út að borða og kannski bara aftur í bíó... hver veit!!!
En við aftur á móti heyrumst seinna...
bæ í bili...

sunnudagur, mars 13, 2005

Nýjar Myndir Komnar :)

Hallo Hallo... já ég er loksins búin að setja inn nýjar myndir og alveg fullt af þeim, þannig endilega kíkið á þær :) Farið bara inná albúm og svo allsstaðar þar sem stendur NEW (svona gult merki)eru nýju myndirnar... þær eru líka á page 2 :) Svona aðeins fyrir þá sem eru ekki voða miklir tölvusnillingar ;)
En Veigar kom heim í gær, brúnn og sætur :) Var voða gaman hjá honum. Ef ég hefði vitað að hann kæmi brúnn heim þá hefði ég skellt mér í ljós... Ekki alveg að passa að hann sé brúnni en ég... ef þið vitið hvað meina!!!
En í dag verður bara slappað af... Bara svona típiskur sunnudagur... allt lokað og lítið hægt að gera. Var voða myndarleg áðan og bakkaði pönnslur... það er reyndar bara það eina sem ég kann að baka. Var líka að komast að því að við eigum ekkert bökunardót!
En ég ætla að hafa þetta stutt í dag, vildi bara láta ykkur vita af nýju myndunum :)
Heyrumst

föstudagur, mars 11, 2005

Idol!!!

Föstudagur í dag = Idol kvöld :) Alveg ótrúlegt hvað þetta Idol er að gera góða hluti. Heima þá myndast alveg þvílík Idol kvöld alls staðar þar sem að fullt af fólki hittast og horfa á Idolið með einn kaltan við hliðina á sér!!! Þetta er það eina sem ég sakna heima á klakanum og svo líka fjölskyldan ;) En seinasta Idol kvöldið í kvöld á Íslandi þannig að ég get alveg trúað að það sé þvílík stemmning heima. Hérna er þetta bara rétt að byrja. 10 flottir krakkar eftir og meðal þeirra er hann Kristian sem syngur svona glimmrandi vel og alveg með útlitið líka, enda kaus ég hann líka í kvöld ;) Það er samt ekkert smá fyndið hvað einn kynnirinn sem er by the way kona tekur inná sig þegar einhver er rekinn út. Í kvöld datt út stelpa og það voru bara allir grátandi þarna, með eka og læti og þar á meðal kynnirinn, hún átti bara erfitt með að kveðja. En það var ekkert Idol partý hérna, enda ekkert partý bara ein :( Ég þarf að reyna að fá hann Veigar til að redda mér einhverju Idolpartýi næsta föstudag, þetta gengur bara ekki lengur!
En Veigar kemur semsagt á morgun og mér er nú farið að hlakka til að fá hann, ekki að það sé ekki gott að vera ein stundum, ég er bara svo ands... myrkfælin!!! Ég er búin að snúa sólahringnum alveg við... fer að sofa klukkan 4 og vakna klukkan 14:00... já ég veit, get bara ekki sofið á nóttinni. Ég fer inní svefnherbergið, læsi á eftir mér og er með símann á mér og kveikt á sjónvarpinu alla nóttina. Þetta er alveg óþolandi. Og til að bæta gráu ofan á svart þá var verið að byrja að sýna úr Ring 2 og ég fæ hroll bara þega ég hugsa um þetta... bbuurrrr. Ég hef aldrei verið eins hrædd og þegar ég sá Ring 1. Afhverju er ég að gera mér þetta... ég veit að ég á ekki að horfa á svona myndir, fer alltaf að ímynda mér að þetta gerist fyrir mig... aaarrrggg. Ætli ég eigi ekki eftir að horfa á númmer 2 ef ég þekki mig rétt.
En jæja... ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna... við heyrumst seinna og eigið þið bara góða Idolhelgi :)

þriðjudagur, mars 08, 2005

...

Í gær var ekkert smá gott veður. Ég kem út um morguninn, eða svona um tvö leytið :) og er á leiðinni í ræktina... í úlpu og með hanska og trefil því það er búið að vera svo kalt hérna uppá síðkastið, en í gær var bara 10 stiga hiti og sól... það hefði verið nóg fyrir mig að vera bara í peysu! En ég var bara sátt með það, settist uppí bíl og setti græjurnar í botn og fílaði mig bara einsog það vær sumar... vvváááá hvað mig hlakkar til þegar sumarið kemur. Er alltaf í búðunum að skoða flottu sumarfötin, og svo segji ég: vá hvað þetta er flott fyrir sumarið... ég verð að kaupa þetta :)
Í dag er reyndar ekki sól... en ég skellt mér í ræktina áðan, svona aðeins til að komast út og nota röddina... þegar maður er svona ein heima þá talar maður ekkert og svo fatta maður það og byrjar eitthvað syngja svona aðeins til að hressa röddina við, þá soundar maður einsog nývaknaður. Amma hringdi einmitt í mig í hádeginu og hún spurði hvort hún hafði verið að vekja mig, en þá sat ég bara og var að púzzla en ekkert búin að tala :)
Talandi um púzzl þá er púzzlið mitt frekar erfitt... ég sit stundum og horfi bara á það og veit ekkert, en ég er samt búin með svolítið af því.
En hvað er annars að frétta af ykkur???
Ætla að fara og elda handa mér pasta ;0)
Adios Amigos

sunnudagur, mars 06, 2005

Vvvváááá hvað ég var búin að gleyma hvað Pretty Woman er æðisleg mynd :) Það var verið að sýna hana í sjónvarpinu í gær og við gellurnar vildum nú ekki missa af henni... En þetta er uppáhalds svona ástarmyndin mín og Julia Roberts leikur ekkert smá vel í henni!!! Maður var bara með brosið á vörunum á fílaði sig alveg inní myndina!
En amma og Anna fóru í dag :( Það var búið að vera ekkert smá gaman hjá okkur og ég hefði alveg viljað hafa þær þangað til að Veigar kemur!!! En svona til að flýta tímann þá keypti ég mér púzzl... það er 2000 stk. og er af New York. Þetta er alveg uppáhaldið mitt ég er strax byrjuð á því og ég get svo svarið það að það tók mig 2 tíma bara að reyna að finna beinu puzzlin... shit hvað ég á eftir að vera lengi að þessu, en ég er í smá pásu núna.
Amma kom með bókina Kleifarvatnið hingað út og þegar hún kláraði hana þá spurði hún hvort ég vildi ekki hafa hana og lesa á meðan ég væri ein... jújú sagði ég og byrjaði á henni... þetta er engin pocket bók, hún er 349 blasíður... en hvað haldið þið að ég hafi náð að gera!!! Ég kláraði bókina á tveim dögum... Dí hvað ég var eitthvað súper fljót að lesa hana. Hún var reyndar mjög góð og ég átti erfitt með að leggja hana frá mér. Þannig að ég er með enga bók til að lesa núna... bara púzzl ;)
Well... ég ætla að fara að púzzla!!! Hafið þið það bara gott og bara gleðilega vinnu- eða skólaviku ;)

þriðjudagur, mars 01, 2005

1. Mars

Vá hvað það var kalt hérna í dag... fór í -9 gráður og ég hélt að tærnar á mér ætluðu að detta af mér þegar við skelltum okkur í Holmenkollen... en það er skíðastökkpallur norðmanna. En amma og Anna eru komnar og við höfum verið að gera hitt og þetta... Reynum að vera menningarlegar inná milli verslunarleiðangana :)
En kvöldið áður en þær komu til mín þá fékk Veigar kast og sagði við mig : "núna klippiru á mér hárið." Hann semsagt gafst endanlega uppá síða hárinu og ég alveg skalf á meðan ég var að klippa á honum hárið og var eitthvað voða lengi að hans mati, hann gerði ekki alveg grein fyrir að ég er EKKI lærð hárgreiðslukona og hef aldrei klippt hár áður, hann reif af mér skærin og klippti sig sjálfur... ég sagði bara ok og fór inní stofu, settist fyrir framan sjónvarpið... eftir smá stund kemur hann til baka voða fínn klipptur, hehe. Ég þurfti aðeins að laga smá! Þannig að Veigar er orðinn stuttklipptur og strákarnir í liðinu trúðu ekki að hann hafi gert þetta sjálfur, fannst þetta bara vera flott klipping, en þetta er greinilega í genunum enda tengdó hárgreiðslumeistari. En ég er engan vegin með þetta í mér og það sást líka þegar ég litaði á mér hárið í gær :) Ég keypti svona lit í búðinni, hélt að þetta væri voða létt... þegar ég var búin að setja litinn í hárið mitt þá var bakið á mér svart og hurðin á klósettinu lík og meira að segja klósettið og veggirnir... allt andlitið mitt var meira og minna svart:) Þetta ver frekar fyndið og ég tók fullt af myndum sem ég skelli inn þegar ég kann á þessa blessaða myndasíðu;) En hárið á mér er voða fínt, var mjög ánægð með litinn :)
En í dag eftir að við vorum búin að vera í Holmenkollen fórum við á Karl Johans götu að versla, enduðum svo á Fridays og fengum okkur mjög góðan mat. Það var svoldið mikill afgangur eftir af samlokunum þannig að við ætluðum að vera voða góðar og gefa heimilislausum þær, enda alveg ósnertar, en við fundum engann. Örugglega allir farnir inn í einhverja hlýju enda ekkert smá kalt úti og snjór :(
En ég ætla að hætta þessu og fara að sinna gestunum... heyrumst seinna ;)