Bloggleti..
Það er kannski kominn tími til að skrifa nokkrar línur hérna!!!
Annars getur fólk bara hringt í mig eða komið í heimsókn ef það vill fá að vita hvað við erum að bralla þessa dagana :)
Ég og Viktor komum heim til Íslands á miðvikudaginn.. allir ekkert smá spenntir að sjá litla prinsinn :) Sérstaklega Silja sem var að sjá hann í fyrsta skiptið. Viktor sjarmeraði hana með sæta brosinu sínu. Það alveg hljómaði í eggjastokkunum hjá henni ;)
Viktor fékk samt smá menningarsjókk fyrsta daginn..greyið litla.. allt fullt fólki sem hann kannaðist ekkert við og var smá lítill í sér. Bara vanur mömmu og pabba ;)
Hann er nú samt búinn að venjast allri athyglinni og fer núna stundum að gráta ef hann fær ekki nóg af henni :) Hann er samt búinn að vera ótrúlega góður við einstæða mömmu sína ;)
Um helgina skelltum við okkur uppí bústað. Það var ekkert smá kosý helgi. Farið 3 sinnum í pottinn og borðað góðan mat.. Lentum í alveg himinbjartri nótt og það var skellt sér í pottinn til að horfa á stjörnurnar.
En ég ætla að skella mér í háttinn... klukkan að ganga hálf eitt. Viktor er orðinn eins og stillt vekjaraklukka, vaknar hálf fimm og fær sér smá sopa og síðan klukkan hálf átta þessi elska :) Og mamman frekar þreytt.. :)
Kv,
Íris
Annars getur fólk bara hringt í mig eða komið í heimsókn ef það vill fá að vita hvað við erum að bralla þessa dagana :)
Ég og Viktor komum heim til Íslands á miðvikudaginn.. allir ekkert smá spenntir að sjá litla prinsinn :) Sérstaklega Silja sem var að sjá hann í fyrsta skiptið. Viktor sjarmeraði hana með sæta brosinu sínu. Það alveg hljómaði í eggjastokkunum hjá henni ;)
Viktor fékk samt smá menningarsjókk fyrsta daginn..greyið litla.. allt fullt fólki sem hann kannaðist ekkert við og var smá lítill í sér. Bara vanur mömmu og pabba ;)
Hann er nú samt búinn að venjast allri athyglinni og fer núna stundum að gráta ef hann fær ekki nóg af henni :) Hann er samt búinn að vera ótrúlega góður við einstæða mömmu sína ;)
Um helgina skelltum við okkur uppí bústað. Það var ekkert smá kosý helgi. Farið 3 sinnum í pottinn og borðað góðan mat.. Lentum í alveg himinbjartri nótt og það var skellt sér í pottinn til að horfa á stjörnurnar.
En ég ætla að skella mér í háttinn... klukkan að ganga hálf eitt. Viktor er orðinn eins og stillt vekjaraklukka, vaknar hálf fimm og fær sér smá sopa og síðan klukkan hálf átta þessi elska :) Og mamman frekar þreytt.. :)
Kv,
Íris